Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2010, Side 40

Læknablaðið - 15.01.2010, Side 40
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Umræða Tíðni fylgikvilla Af þeim konum sem fóru í keisaraskurð á Landspítala fengu 35,7% þeirra fylgikvilla ef með voru taldir fylgikvillarnir garnalömvm, væg gamalömun og höfuðverkur í kjölfar mænu- deyfingar, en í erlendum rannsóknum eru þeir oft undanskildir. Ef þeir eru ekki taldir með fengu 35,5% kvennanna fylgikvilla. í erlendum rannsókn- um hefur tíðni fylgikvilla verið lýst frá 21,4% til 35,7% 5-6 og eru niðurstöður þessarar rannsóknar því svipaðar. Blóðtap alOOOml reyndist vera 16,9% en það hefur reynst vera 1,5-9,2% í erlendum rann- sóknum og tíðnin því hærri hér.5-6'8'12'16 Möguleg skýring er að mismunandi aðferðir eru notaðar við að meta blóðtap. í keisaraskurði á Landspítala er blóðtap metið út frá þeim vökva sem safnast í sog og dúka við aðgerðina en legvatn getur truflað þetta mat. Þegar aðgerðarlæknar meta blóðtap reikna sumir eingöngu það blóð sem er í sogi, dúkum og grisjum en aðrir taka einnig með það blóð sem er í fylgjunni. Þörf á enduraðgerð var 1,5% sem er svipað og lýst hefur verið í erlendum rannsóknum þar sem tíðnin hefur reynst vera 0,1%-1,9%.5'6'8 Þeir fylgikvillar sem voru sjaldgæfari á Landspítala en í erlendum rannsóknum voru sýking í legi, þvagfærasýking og blóðsegamynd- un. Sýking í legi var 1,0% hér en hefur í öðrum rannsóknum reynst vera frá 3,0%-14,l%.8'9 Tíðni þvagfærasýkinga var 0,5% en hefur hún reynst vera 1,2-19% í öðrum rannsóknum.4'7-9 Möguleg skýring á lágri tíðni sýkinga í legi og þvag- færasýkinga er vanskráning. Einnig er vert að hafa í huga að hjá þeim konum sem fóru snemma heim og komu síðar á göngudeild með sýkingu í legi eða skurðsári gæti skráning um þá komu verið annars staðar í sjúkraskránni en í mæðra- skránni og því hafi þær upplýsingar ekki komið fram í rannsókninni. Engin kona í rannsókninni fékk blóðsega og kemur það ekki á óvart þar sem hann er sjaldgæfur fylgikvilli og þyrfti úrtakið í rannsókninni að vera mun stærra til að hægt væri að meta tíðni blóðsega. Tíðni segamynd- unar í bláæðum hefur reynst vera á bilinu 0,1-2% í erlendum rannsóknum.4'6'13 Ekki komu heldur fram í rannsókninni skaði á þörmum eða blóðrek í lungum sem eru þekktir en sjaldgæfir fylgikvillar í kjölfar keisaraskurðar.6'12-14 Tíðni annarra fylgi- kvilla sem fram komu í rannsókninni var í sam- ræmi við erlendar rannsóknir.6-12 Aukinn þyngdarstuðull mæðra hefur verið tengdur við aukna áhættu á fylgikvillum við keisaraskurði, svo sem blóðtapi alOOO ml,12 hækk- uðum blóðþrýstingi eftir aðgerð, áhrif á garna- starfsemi,17 sýkingu í skurðsári8-9 og sýkingu í legi.9 Einnig hafa komið fram rannsóknir þar sem aukinn þyngdarstuðull mæðra virðist ekki vera áhættuþáttur fyrir fylgikvillum við keisaraskurði5 og er mögulegt að aukin þykkt vefja undir húð á skurðsvæði sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir sýkingu í skurðsári, án tengsla við þyngdar- stuðul.12 í þessari rannsókn reyndist aðgerðartími lengri eftir því sem konur höfðu hærri líkams- þyngdarstuðul við upphaf meðgöngu en hins vegar var ekki meiri hætta á blóðmissi, sýkingum eða öðrum fylgikvillum hjá þessum konum. Samanburður á tíðni fylgikvilla milli mismunandi flokka keisaraskurða Fylgikvillar eru mun algengari hjá konum ef keisaraskurður er gerður eftir að fullri útvíkkun er náð. Tíðni fylgikvilla er töluvert lægri ef keisaraskurður er gerður á fyrsta stigi fæðingar og lægst ef um valkeisaraskurð er að ræða. Ef keisaraskurðir eru einungis flokkaðir í val- og bráðakeisaraskurði (bráðakeisaraskurðir ekki flokkaðir nánar) er tíðni allra fylgikvilla lægri við valkeisaraskurði en þó kemur ekki fram marktækur munur á blóðgjöf eins og kom fram þegar valkeisaraskurður var borinn saman við aðgerð á 2. stigi fæðingar eftir að áhaldafæðing hefur verið reynd og neyðarkeisaraskurð. I ljósi þessa þarf að íhuga að ef á meðgöngu eru taldar miklar líkur á því að fæðing endi með keisaraskurði á 2. stigi fæðingar er ef til vill öruggara fyrir móðurina að fæða með valkeisaraskurði. Vissulega getur þó verið erfitt að sjá fyrir hvort fæðing muni enda í bráðakeisaraskurði. Þegar keisaraskurðir eru gerðir eftir að útvíkkun legháls er lokið og jafnvel eftir tilraun til ádráttar, hefur fæðingarlæknirinn ekki annan valkost en að ljúka fæðingunni með keisaraskurði, jafnvel þótt ljóst sé að sú aðgerð hafi talsvert auknar líkur á fylgikvillum í för með sér. Með því að gefa fyrirbyggjandi sýklalyf má draga úr tíðni sýkinga í skurðsári, en ekki hita eftir aðgerð eða sýkingum í legi eða þvagfærum. Ekki skiptir máli varðandi blóðtap eða sýkingar hvort leg er tekið út í aðgerð eða ekki en vert er að benda á að 90% þeirra kvenna sem legið var tekið út úr í aðgerðinni fengu sýklalyf en 76% þeirra kvenna sem legið var ekki tekið út úr í aðgerðinni og er tölfræðilega marktækur munur á hópunum (p<0,01). Þessi munur á sýklalyfjagjöf skekkir því samanburð á tíðnitölum sýkinga milli hópanna. Aðrir hafa sýnt fram á minna blóðtap með því að taka leg út við aðgerð.18 40 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.