Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 58

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 58
■ UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR LYFJASTOFNUN Upplýsingamiðlun Lyfjastofnun berast stundum kvartanir um að læknar fái ekki upplýsingar um afskráningar lyfja. Hér er því til að svara að oft birtir Lyfjastofnun frétt á heimasíðu sinni um fyrirhugaðar afskráningar en að sjálfsögðu gerir Lyfjastofnun líka ráð fyrir að markaðsleyfishafar upplýsi lækna um afskráningar, að minnsta kosti ef fyrirséð er að þær geti valdið verulegum vandræðum. í sumum tilvikum fer Lyfjastofnun einnig fram á að markaðsleyfishafar tilkynni læknum um afskráningar. Um hver einustu mánaðamót birtir Lyfjastofn- un að auki á heimasíðu sinni lista yfir lyf sem eru afskráð um þau mánaðamót4 og er því hægur vandi að fylgjast með slíku mánaðarlega. Heimasíða Lyfjastofnunar býður upp á áskrift að fréttum sem birtast á heimasíðunni, það er RSS efnisstrauma.5 Lyfjaskortur og biðlistar Hér verður ekki farið í umræðu um meintan lyfjaskort enda virðist þetta orð hafa margvíslega merkingu. Tímabundin vöntun lyfs - biðlistar - er annað mál og á sér margar skýringar. Þess skal getið til fróðleiks að á heimasíðum íslenskra lyfjabirgðastöðva6 (þetta orð er valið af ásettu ráði í stað orðsins „lyfjaheildsölu") eru upp-lýsingar um lyf sem ekki eru fáanleg og eru list-amir almennt uppfærðir daglega. Leitum lausna, ekki vandamála Lyfjastofnun telur að almennt hafi verið mjög gott samstarf milli stofnunarinnar og markaðsleyfis- hafa í þá veru að draga sem mest úr afskráningu lyfja og að afskráning eigi sér stað þannig að sem minnst vandræði hljótist af. Frá þessu eru þó augljósar undantekningar sem sennilega verður aldrei alveg komið í veg fyrir. Þá getur Lyfjastofnun staðfest að mörg lyfjafyrirtæki hafa lagt stórar lykkjur á leið sína til að koma hér á markað lyfjum sem þörf er fyrir og hlaupa þá undir bagga þegar lyf annarra fyrirtækja eru afskráð. Til fróðleiks má geta þess að ein algengasta orsök afskráningar lyfja virðist sú að stóm alþjóðlegu lyfjafyrirtækin selja gömul lyf til minni lyfjafyrirtækja sem ekki em með starfsemi á íslandi. Þessir nýju eigendur lyfjanna horfa líklega til þess hvort arður fáist af lyfinu hér á landi og komast ef til vill að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Afleiðingin er þá oft afskráning að ákvörðun markaðsleyfishafans. Ekki verður birtur hér listi yfir þau fjölmörgu „gömlu og góðu" lyf sem skráð hafa verið hér á landi að beiðni Lyfjastofnunar, en listinn yrði nokkuð langur. Hins vegar skal þess getið að á þessari stundu verður ekki annað séð en að á næstu mánuðum og misserum verði skráð hér á landi ýmis lyf í stað lyfja sem hafa verið afskráð á undanförnum mánuðum, auk lyfja sem koma í stað lyfja sem ámm saman hafa verið notuð hér á landi á undanþágu. Jafnframt væntir Lyfjastofnun þess að héðan í frá sem hingað til leiti markaðsleyfishafar leiða til að halda hér á markaði lyfjum sem telja má nauðsynleg. í þeirri von að þetta skýri fyrir læknum stöðu afskráninga óskar Lyfjastofnun lesendum þessa pistils farsældar og friðar á komandi árum. Heimildir 1. www.lyfjastofnun.is 2. http://www.lyfjastofnun.is/Lyfjastofnun/Fraedsla_og_ utgefid_efni/Greinar_Utgefid_efni/nr/678 3. www.lyfjastofnun.is/media/Leyfisveitingar_lyfja/leidbein ingar.pdf 4. www.lyfjastofnun.is/Lyfjaupplysingar_(Serlyfjaskra_og_ fleira) / Afskraningar/ ?usersty les=off 5. „í efnisstraumum er að finna nýjasta efni sem birst hefur á vefjum. Notendur geta safnað veitum í lesara og þannig fylgst með öllu nýju efni." Af mbl.is - sjá mbl.is/mm/rss/ 6. www.distica.is/distica/vidskiptathjonusta/bidlistar/ - www.lyfjaver.is/?view=page/l_118 - www.parlogis.is/ lyfjadreifing/is/kaupendur/bidlisti_lyfja/ 58 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.