Læknablaðið - 15.02.2010, Side 30
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
geðdeildar um geðgreiningu, félagslega stöðu,
eftirfylgni og afdrif. Gögn frá gjörgæsludeild
og geðdeild voru samþætt til að leita að þáttum
sem gætu haft forspárgildi um horfur sjúklinga.
Kannað var í þjóðskrá hvort einhverjir innan
hópsins hefðu látist á rannsóknartímabilinu.
Til að kanna félagslegar aðstæður var fundinn
samanburðarhópur í gögnum Hagstofu Islands.
Stuðst var við gagnagrunnana „Mannfjöldi
eftir kyni, aldri og hjúskaparstétt 1998-2008",14
„Atvinnuþátttaka, atvinnuleysi, vinnutími og
fjöldi starfandi - árstölur 1991-2007"15 og „Fjöldi
bótaþega og bótagreiðslur vegna félagslegrar
aðstoðar 1994-2007".16 Tölfræðileg greining var
gerð með forritinu SPSS 12.0 (SPSS Inc.233 South
Wacker Drive, llth Floor Chicago, IL 60606-6412).
Niðurstöður eru sýndar sem meðaltöl og staðal-
frávik (±), eða miðgildi og hæsta og lægsta gildi
þar sem við á. Tölfræðileg marktækni var könn-
uð með Fischer exact test og miðað við p-gildi
<0,05. Aðhvarfsgreining (Cox proportional hazard
regression) var notuð til að finna hvaða breytur
höfðu forspárgildi varðandi lifun. Var einstakling-
um fylgt eftir frá fyrstu komu á gjörgæsludeild til
1. janúar 2007.
Niðurstöður
Sjúklingahópurinn
Á árunum 2000-2004 var 251 innlögn 224
einstaklinga vegna sjálfsvígstilrauna á gjörgæslu-
deildir Landspítala. Þetta voru 4% heildarfjölda
innlagna eða 6% (185) innlagna í Fossvogi og 2%
(66) innlagna á Hringbraut. Meðalfjöldi innlagna
á ári vegna sjálfsvígstilrauna er því 50 ±10. Konur
voru í meirihluta eða 61% (152), en karlmenn 39%
(99). Tíu prósent (22) sjúklinganna voru lagðir
inn oftar en einu sinni á tímabilinu (2-4 innlagnir)
vegna endurtekinnar sjálfsvígstilraunar. Níu
prósent (12) kvennanna stóðu fyrir 25 komum
og 11% (10) karlanna stóðu fyrir 23 komum.
Meðalaldur hópsins var 36 ár ± 14 og var hann
svipaður milli kynja, 37 ár (13-79) fyrir konur en 36
ár (13-73) fyrir karla (p=0,46). Meðaltal APACHE
II stigunar var 11,4 ± 7 fyrir hópinn. Stór hluti eða
61% höfðu áður reynt sjálfsvíg, 63% kvenna og
57% karla.
Til samanburðar voru á rannsóknartímanum
lagðir inn að meðaltali 1213 ± 125 sjúklingar
á gjörgæsludeildir Landspítala á ári, 609 ±
38 á Hringbraut og 604 ± 57 í Fossvogi.
Öndunarvélarmeðferð þurftu 46% sjúklinga,
meðaldur var 56 ± 22 ár, karlar 56% og konur
44% og dánarhlutfall 9,1%. Meðaltal APACHE II
stigunar á gjörgæsludeild í Fossvogi var 11,8 ± 8.
Teguttd sjálfsáverka
Sjálfsvígstilraun var oftast gerð með inntöku
lyfja eða í 91% (227) tilfella. Voru bensódíazepín
algengustu lyfin (47%), fylgt á eftir með
þríhringlaga geðdeyfðarlyfjum (tafla I). Meirihluti
sjúklinga eða 67% (151) notuðu fleiri en eitt lyf.
Aðrar aðferðir voru notaðar í 9% (23) tilfella, svo
sem henging, kolmonóxíðeitrun, fall, drukknun,
eggvopn og kemísk efni. Konur tóku lyf í 96%
tilfella (145) samanborið við 83% karla (82). Karlar
völdu oftar beinskeyttari aðferðir eða í 17% (17)
tilfella en konur 4% (6) (p=0,001). Að frátöldum
lyfjaeitrunum var henging algengasta aðferðin
eða í 3% (7) tilfella. Meirihluti einstaklinga
eða 56% (141) var undir áhrifum áfengis þegar
sjálfsvígstilraunin var framkvæmd.
Meðferð á bráðamóttöku
Hjá 29% (72) sjúklinga reyndist koma á bráða-
móttöku vera innan einnar klukkustundar frá
inntöku lyfja, hjá 44% (110) eftir lengri tíma en
eina klukkustund frá inntöku en í 27% (69) tilfella
var tími frá inntöku ekki þekktur. Magaskolun
ásamt gjöf lyfjakola var framkvæmd í tæplega
helmingi tilfella í hverjum þessara þriggja hópa,
í 46% (33) tilfella þeirra sem komu innan eirtnar
klukkustundar frá inntöku, í 47% (52) tilfella
þeirra sem komu seinna en einni klukkustund
eftir inntöku og í 39% (27) tilfella þeirra þar sem
tími frá inntöku var óþekktur.
Barkaþræðing var framkvæmd við komu hjá
23% (57) sjúklinga. Af þeim sem komu innan
einnar klukkustundar frá inntöku lyfja voru 26%
(19) sjúklinga barkaþræddir en af þeim sem komu
seirvna en einni klukkustund eftir inntöku voru
21% (23) barkaþræddir og af þeim sem höfðu
óþekktan tíma frá inntöku lyfja voru 22% (15)
barkaþræddir við komu.
Gjörgæslumeðferð
Á gjörgæsludeild voru allir sjúklingar
vaktaðir á hefðbundinn hátt með hjartarafsjá,
súrefnismettunarmæli og tíðum blóðþrýst-
ingsmælingum. Frekari vöktun með stöðugri
blóðþrýstingsmælingu og töku blóðgasa gegnum
slagæðanál fengu 50% sjúklinga (126), 6%
sjúklinga (16) fengu miðbláæðarlegg og 3% (5)
lungnaslagæðarlegg.
Eftir komu á gjörgæsludeild voru til viðbótar
5% sjúklinga (13) barkaþræddir. Alls þurftu
67 sjúklingar eða 27% meðferð í öndunarvél
en 1% (3) sjúklinga önduðu nægjanlega sjálfir
eftir barkaþræðingu og þurftu ekki stuðning af
öndunarvél. Miðgildi á tíma í öndunarvél var 13
klst (1 klst-32 dagar) en meðaltími í öndunarvél
var 56 ± 122 klst. Miðgildi gjörgæsludvalar var 19
102 LÆKNAblaðið 2010/96