Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2010, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.02.2010, Qupperneq 31
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN klst (2 klst-35 dagar) en meðaltal gjörgæsludvalar 41 ± 81 klst. Lungnabólga var algengasti fylgikvillinn meðan á gjörgæslumeðferð stóð eða hjá 16% (41) sjúklinga. Brátt andnauðarheilkenni (acute respiratory distress syndrome) fengu 2% (4) sjúklinga og 3% (7) sjúklinga þurftu blóðskilun, þar af 2% (5) vegna lyfjaeitrunarinnar en 1% (2) vegna nýrnabilunar. Eitt prósent (3) sjúklinga hlutu viðvarandi heila- skaða og Ví% (1) sjúklinga þurfti lifrarígræðslu. Hjá 2% (5) sjúklinga var gerð magaskolun og gefin lyfjakol á gjörgæsludeild en hjá 17% (43) sjúklinga var haldið áfram með gjöf lyfjakola sem byrjað var með á bráðamóttöku. Önnur veitt meðferð var natríumbíkarbónat dreypi (13%), naloxón/ flumasenil (9%), acetylcystein dreypi (10%), sýklalyf (24%) og hjarta- og æðavirk lyf (13%) en 27% (67) þurftu aðeins venjubundna vöktun. Afdrif sjúklinga eftir útskrift af gjörgæslu Meirihluti sjúklinga eða 54% (134) voru lagðir inn á lyflækningadeildir eftir útskrift af gjörgæsludeildum, 17% (43) fóru beint til innlagnar á geðdeild en 11% (28) fóru beint heim eftir viðtal við geðlækni (tafla II) og var þeim flestum fylgt eftir á göngudeild geðdeildar. Eftir útskrift af almennum legudeildum spítalans voru 19% (46) sjúklinga lagðir inn á geðdeild. Af heildarhópnum voru því 36% (88) sjúklinga lagðir inn á geðdeild en 34% (84) var fylgt eftir á göngudeild eða á einkastofu geðlæknis (tafla III). Ekki liggja fyrir allar upplýsingar um lengd eða eðli eftirfylgdarinnar. Geðlæknar slepptu hendi af alls 12 (5%) sjúklingum þar sem viðkomandi hafnaði frekara eftirliti og geðlæknir taldi ekki þörf á meðferð. Alls hlutu því um 80% eftirfylgd innan geðheilbrigðiskerfisins. Geðgreinitigar Algengasta aðalgeðgreining sjúklinga var fíkn eða hjá 43% (108) hópsins. Næst kom þunglyndis- og kvíðaraskanir hjá 23% (tafla IV). Eingöngu er talin upp aðalgeðgreining en flestir sjúklingar höfðu tvær til fjórar geðgreiningar. Séu geðgreiningar lagðar saman og skoðaðar fyrir hvern einstakling breytist myndin talsvert. Algengust er þá greining þunglyndis- og kvíðaraskana í 66% tilfella, fíkn í 64% tilfella, persónuleikaraskanir 32%, geðklofi eða geðklofalík einkenni 10%, svörun við streitu og aðlögunarraskanir 9%, geðhvörf 7%, flogaveiki eða flog 7% og átraskanir 5%. Félagslegar aðstæður Þegar félagslegar aðstæður þeirra sem reyna alvarlegar sjálfsvígstilraunir eru bornar saman við almennt þýði samkvæmt tölum frá Hagstofu sést að talsvert færri karlar eru í hjónabandi eða sambúð, stór hluti þeirra fráskilinn og mun fleiri eru einhleypir (tafla V). Heldur fleiri konur en karlar eru í sambúð en stór hluti fráskildar eða einstæðar. Þegar atvinnuþátttaka hópsins er könnuð sést að talsvert færri eru starfandi, mun fleiri á bótum og atvinnuleysi er mun algengara en hjá almennu þýði (tafla VI). Lifttn Af 224 sjúklingum létust 7 meðan á sjúkrahúsdvöl stóð eða 3%. Fimm þeirra (2%) létust á gjörgæsludeild og tveir (1%) á lyflækningadeildum. Eftir útskrift af spítala var 216 (99%) fylgt eftir að meðaltali í 4,1 ár (31 dagur-7 ár) en ekki var vitað um afdrif eins útlendings. A þeim tíma lést 21 sjúklingur (10%), 10 karlar og 11 konur. Níu létust á fyrsta ári, 5 á öðru og 6 á þriðja ári frá dvöl á gjörgæsludeild. Aðeins einn sjúklingur lést eftir það, kona á sjötta ári eftirfylgdar. I sjúkraskrám kom fram að hjá þeim 21 sem lést á tímabilinu féllu 17 fyrir eigin hendi, hjá tveim var erfitt að ráða hvort andlát hefði orðið vegna slysfara eða sjálfsvígs og tveir virtust andast af náttúrulegum orsökum. Þættir tncð forspárgildi I aðhvarfsgreiningu þar sem tekið var tillit til aldurs, kyns og eftirskoðunartíma spáði fjöldi inntekinna taflna (meðaltal 109 miðgildi 88, bil 3-690), OR = 1,004 95% CI 1,000-1,008 (p=0,029), APACHE II gildið (miðgildi 12, meðalgildi 19, spönn 0-35), OR = 1,070 95% CI 1,002-1,142 (p=0,045) og fjöldi almennra sjúkdómsgreininga (annarra en geðgreininga), OR = 1,22 95% CI 1,007- 1,481 (p=0,042) (meðalgildi 1,4; meðgildi 1,0; spönn 0-12) fyrir um áhættu á dauða eftir fyrstu komu á gjörgæslu. Kyn, aldur, meðvitund við komu, þörf á öndunarvélarmeðferð, tími frá tilraim, félagsstaða, fyrri fjöldi sjálfsvígstilrauna og aðalgeðgreining voru þættir sem einnig voru rannsakaðir en enginn þessara þátta hafði marktækt forspárgildi. Þó að aðalgeðgreining hefði ekki forspárgildi fyrir lifun sýndi það sig að einstaklingar með geðklofa og geðhvörf höfðu hæst dánarhlutfall á eftirskoðunartíma (23% af geðklofahópi og 18% úr geðhvarfahópi dóu á eftirskoðunartímabili). Hins vegar höfðu einstaklingar með þunglyndis- og kvíðaraskanir lægri dánarlíkur (2%). Umræða Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru 4% allra innlagna á gjörgæsludeildir Landspítala LÆKNAblaöið 2010/96 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.