Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2010, Qupperneq 33

Læknablaðið - 15.02.2010, Qupperneq 33
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN meira en einni klukkustund fyrir komu eða ekki sé vitað um hvenær þeir tóku lyfin. Leiðbeiningar síðustu ár hafa bent á takmarkaða gagnsemi magaskolunar, lítinn klínískan árangur23, 24 og engan mun á dánartíðni.25 Jafnvel hefur verið sýnt fram á auknar líkur á ásvelgingu og innlögnum á gjörgæsludeild.26 Meðferð á gjörgæsludeild Um þriðjungur sjúklinga þurfti einungis hefðbundna vöktun og hefði hugsanlega mátt vakta annars staðar en á gjörgæsludeild. Annar þriðjungur þurfti meðferð í öndunarvél og var það í flestum tilfellum vegna skertrar meðvitundar og öndunar vegna inntöku lyfja. Er það í samræmi við stuttan miðgildistíma í öndunarvél (13 klst) og veru á gjörgæsludeild (19 klst). Asvelging vegna skertrar meðvitundar skýrir sennilega algengi lungnabólgu (16%). Um 5% sjúklinganna hlaut mjög alvarlegar aukaverkanir af völdum eitrunarinnar og þurftu flókna gjörgæslumeðferð. Stærsti hluti sjúklinga eftir sjálfsvígstilraun fer því í gegnum gjörgæsludvöl án verulegra eftirkasta. Afdrif sjúklinga eftir gjörgæsludvöl Avallt er leitað samráðs við geðlækna áður en sjúklingur sem gert hefur sjálfsvígstilraun útskrifast af gjörgæsludeild en mat geðlæknis fer þó stundum fram eftir að sjúklingar hafa verið fluttir á almenna legudeild. Um 80% sjúklinganna útskrifuðust á aðrar deildir sjúkrahússins af gjörgæsludeild en 11% útskrifuðust heim og þá alltaf í samráði við geðlækna (tafla II). Eftir að líkamlegum bata var náð eftir tilraunina hlaut ríflega þriðjungur meðferð inni á geðdeildum Landspítala og fjórðungi var fylgt eftir á göngudeild geðdeildar sjúkrahússins. í 10% tilvika var eftirfylgni á einkastofum geðlækna en öðrum úrræðum beitt í 11% tilvika (tafla III). Um 80% sjúklinganna bauðst því einhvers konar eftirfylgni innan geðheilbrigðiskerfisins. Gögn rannsóknarinnar gáfu ekki upplýsingar um hvernig þessari meðferð var háttað, gæði hennar, lengd eða meðferðarúrræði. Það er þekkt að þeir sem reynt hafa sjálfsvíg hafi jafnan efasemdir um eftirmeðferð og sinni henni illa.20-27Ástæða væri því til að skoða betur í framtíðinni skipulag eftirfylgdar þessara sjúklinga og hversu vel þörfum þeirra er mætt. Geðgreiningar Nær allir sjúklingarnir (99%) höfðu geðgreiningu, flestir fleiri en eina. Geðlagsraskanir og fíkn voru algengastar í hópnum. Vitað er að allir geð- sjúkdómar hafa sterka tengingu við sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir.1- 4-8- a 28- 29 Skoða þarf betur í Tafla IV. Aðalgeðgreiningar sjúklinga (n=249)‘ miðað við komur. Aðalgeðgreining Hlutfall (fjöldi) Fíkn 43,4% (108) Þunglyndi og kviðaraskanir 23,3% (58) Stress og aðlögunarraskanir 8,8% (22) Geðklofi 8,0% (20) Geðhvörf 7,2% (18) Persónuleikaröskun 4,8% (12) Átröskun 1,6% (4) Flogaveiki 1,6% (4) Vefrænir skaðar 0,8 % (2) Enginn örugg geðgreining 0,4% (1) 'Vantaði fullnægjandi upplýsingar um tvo einstaklinga til að gera geðgreiningu. Tafla V. Hjúskaparstaða sjúktinga samanborið við þjóðfélagshóp á sama aldursbili (16- 67ára).u Hjúskaparstétt Kyn Sjúklingahópur Almennt þýði Giftir Karlar 26% 48% Konur 27% 54% I sambúð Karlar 10% 18% Konur 25% 17% Skilin að lögum Karlar 19% 5% Konur 25% 7% Einhleypir Karlar 44% 24% Konur 23% 18% Tafla VI. Atvinnuþátttaka og bótaþega sjúkiinga samanborið við þjóðfétagshóp á sama aldursbili (16-74 ára).'5-,s Sjúklingahópur Almennt þýði Starfandi 37% 83% Á bótum 41% 6% Atvinnulaus 12% 3,0% framtíðinni nákvæmni geðgreininga (aðal- og aukagreiningar) og hvort einstaklingar hafi hlotið viðeigandi meðferð í samræmi við geðgreiningu. Félagslegar aðstæður í þessari rannsókn kom sterkt fram að sjúklingahópurinn aðskildi sig verulega frá almennu þýði. Mun fleiri voru einhleypir, bæði meðal karla og kvenna (tafla V), mun færri voru á almennum vinnumarkaði og fleiri atvinnulausir eða á bótum (tafla VI). Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna sem hafa í gegnum tíðina sýnt að sjálfsvígstilraunir tengjast félagslegum þáttum, til dæmis lágum tekjum, atvinnuleysi, skorti á menntun og einstæðingsskap.3-8'21'27-29-30 Lifun Dánarhlutfall sjúklingahópsins meðan á sjúkra- húsdvöl stóð var 3% sem er hátt fyrir þennan LÆKNAblaðið 2010/96 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.