Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2010, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.02.2010, Qupperneq 45
Ú R UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Valgerður Rúnarsdóttir lyflæknir valgerdurr@saa. is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Þórarinn Guðnason, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Kristján G. Guðmundsson Ragnar Gunnarsson Sigurður Böðvarsson Valentínus Þór Valdimarsson Valgerður Rúnarsdóttir í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur en hvernig vitum við hvað við áttum þegar við höfum misst það...? Skráum! Miklar aðgerðir ganga yfir landann vegna bágrar efnahagsstöðu. Yfirvöld gera hvað þau geta til að lækka ríkisútgjöld og auka tekjur ríkisins. Það fer ekki fram hjá okkur, hvorki sem einstaklingum né heilbrigðisstarfsmönnum. Lengi var hljóðið það að ekki skyldi skerða þjónustu við sjúklinga í þessum aðgerðum en nú heyrast raunsærri raddir, að þjónusta minnki en gætt verði að „öryggismörkum". Margir hafa borið sig vel og lýst árangri í hagræðingu og sparnaði, sem er vel, en um leið viðurkennt það að hagræðing og spamaður hér muni þýða aukin útgjöld þar. Óhagræði og óþægindi fyrir sjúklinga og jafnvel síðkomin heilsufarsáhrif er erfiðara að hafa með í reikningsdæminu. Hvemig má halda utan um það hvað tapast í heilbrigðiskerfinu við þessar miklu breytingar? Okkar embættismenn sinna auðvitað hlutverki sínu og stofnanir gera áreiðanlega hvað þær geta til að halda utan um margs konar skráningu á starfsemi, álagi, fylgikvillum og hvaðeina, og reyna að koma auga á viðvörunarmerki. En verðum við læknar í okkar daglegu störfum varir við breytingar sem vekja ugg og nást að okkar mati ekki inn í heildarskráninguna? Hvar er þessum breytingum sem við sjáum sjálf og okkar hugmyndum um mögulegar afleiðingar haldið til haga? Getur verið að slæm útkoma á einum stað náist einungis í skráninguna á öðrum stað í heilbrigðiskerfinu? Sem dæmi, aukin skilvirkni á Landspítala með færri eða styttri innlögnum og færri starfsmönnum fyrir þó veikari sjúklinga, þýðir líklega þörf fyrir aukna læknisþjónustu í heilsugæslu. Er hún í stakk búin að taka á sig aukasnúning? Er breytingin hagkvæm fyrir heil- brigðiskerfið í heild og heilsu sjúklinganna? Það má vera að svo sé og þetta sé allt saman til góðs fyrir okkur þegar upp er staðið. En áhyggjuraddir heyrast víða. Er ekki hugmynd að hver og einn finni til þeirrar ábyrgðar að skrá eftir bestu vitund breytingar sem koma upp á hans borð? Það má læra af því síðar og meta í stærra samhengi hvort þær hafi í raun haft slæm áhrif og svo framvegis. Ég hef heyrt áhyggjur margra lækna sem lýsa breytingum eins og töf á inngripi, lélegri meðferðarheldni vegna aukins kostnaðar sjúklings, auknu álagi á aðstandendur sjúklinga (aldraðir, börn), úrræði/þjónustu hætt og breyttu streymi sjúklingahópa vegna breytinga á þjónustu annars staðar. Persónulega hef ég til dæmis áhyggjur af afdrifum veikustu sjúklinganna með fíknsjúkdóm, nú þegar fækkað verður innlögnum á sjúkrahúsið Vog og ekki kostur að veita því sem að berst eins góða þjónustu og áður. Búast má við því að aðrar heilbrigðisstofnanir, bráðamóttökur og heilsugæsla verði fyrir meira álagi vegna þessa þunga hóps sjúklinga. Það er fljótt að snjóa yfir minninguna um hvernig hlutirnir voru og ekki víst að við munum eiga auðvelt með að draga fram eftirá það sem gengur vel í dag en mun breytast. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Höldum vöku okkar. Við höfum yfirsýn yfir læknisþjónustu sem veitt er, hvert á okkar starfsstað. Skráum. Ef til vill verður hagur af því í framtíðinni. Við vitum líka að hér verður ekki staðar numið í niðurskurði og við höfum hlutverki að gegna í að vakta og meta. Þannig getum við jafnvel haft áhrif til að minnka skaða. Ég vona að við sem læknar getum sammælst um að níða ekki niður skóinn hver af öðrum heldur halda áfram að bæta það sem hver og einn getur bætt í sínu (nær)umhverfi til að auka þjónustu, skráningu, forvarnir og lækningu okkar sjúklinga. Hugmynd samþykkt á fundi Læknafélags Reykjavíkur í vetur um „þjóðþing lækna" gæti verið vettvangur umræðu og skoðanaskipta um einmitt þessi niðurskurðarmál. Rödd hins almenna læknis, hvar sem hann nú starfar og hans sýn á hvar skórinn kreppir eða eldar loga. Hans tillögur um hvernig meta megi sem hlutlausast það sem hann telur að fari á verri veg og hugmyndir til úrbóta. Orð okkar nýja landlæknis, Geirs Gunnlaugs- sonar, í morgunútvarpi nýlega, um „. . . jafnan aðgang að hágæðaþjónustu . . ." hljómuðu vel í mín eyru. En ég er ekki viss um hvar það passar svo við þjónustu yfir „öryggismörkum". En „jafn aðgangur að hágæðaþjónustu" er einmitt sú mynd sem ég hef haft hingað til (og áreiðanlega margir aðrir) af okkar ágæta heilbrigðiskerfi. Vonum að svo verði áfram og þessi orð hvetji okkur lækna áfram til dáða. Ágætu læknar og aðrir lesendur Læknablaðsins, höldum áfram að standa vaktina og verja læknis- þjónustu við sjúklinga. LÆKNAblaðið 2010/96 1 1 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.