Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Síða 46

Læknablaðið - 15.02.2010, Síða 46
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR NÝR LANDLÆKNIR Faglegur ráðgjafi stjórnvalda Geir Gunnlaugsson nýskipaður landlæknir segir að hann hafi ekki stefnt á embættið í langan tíma. „Það er ekkert í mínum ferli sem gæti bent til þess, heldur hef ég fyrst og fremst leitast við að vinna að áhugaverðum og skemmtilegum verkefnum." Engum blandast þó hugur um að Geir hefur mikla reynslu af læknisstörfum og lýðheilsuverkefnum hér heima og erlendis sem nýtast munu í starfi hans sem landlæknir. „Eftir að ég lauk námi frá læknadeild Háskóla Islands og kandídatsári hér heima var ég við nám og störf erlendis í tæp 19 ár. Ég starfaði átta ár við barnadeild Karolinska í Stokkhólmi og lauk þar doktorsprófi og meistaraprófi í lýðheilsufræði. Auk þess starfaði ég í tvö ár við alþjóðlega mæðra- og barnadeild Akademíska sjúkrahússins í Uppsölum við kennslu, rannsóknir og í skólaheilsugæslu. Á þessum tíma starfaði ég einnig í samtals átta ár við heilsugæslu og lýðheilsustörf í Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku og hef síðastliðin 10 ár verið ráðgjafi Þróunarsamvinnustofnunar Islands við heilbrigðisverkefni hennar í Monkey Bay í Malaví í sunnanverðri Afríku. Ég kom heim árið 2000 og starfaði sem yfirlæknir og forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar bama fram á mitt sumar 2009. Undanfarin þrjú ár hef ég samhliða því starfi unnið við kennslu og rannsóknir við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík og það var í haust orðið mitt aðalstarf." Sömu grunngildi frá upphafi Landlæknisembættið stendur á gömlum merg, allt aftur til þess er það var stofnað á ofanverðri 18. öld og vissulega hefur hlutverk þess og tilgangur breyst á þeim tíma. Geir segir þó grunngildin enn hin sömu. Hávar „Landslagið er allt annað en á dögum fyrsta Sigurjónsson landlæknisins Bjama Pálssonar árið 1760 en gmnntónninn hefur þó alltaf verið bætt heilsa íbúa landsins. Eðli málsins samkvæmt hefur starfið og verkefnin gerbreyst. Bætt lýðheilsa á undanfömum áratugum hefur skilað okkur mjög góðum árangri varðandi skæða smitsjúkdóma, ungbarnadauða og næringarskort svo eitthvað sé nefnt. Engu að síður stöndum við frammi fyrir ýmsum nýjum vandamálum sem takast verður á við. Aldursskipting þjóðarinnar hefur breyst, langvinnir sjúkdómar sem fólk lifir með í dag þarfnast meðferðar auk þess sem hinir svo kölluðu lífsstílssjúkdómar kalla á aðgerðir. Allt eru þetta verkefni sem snerta landlæknisembættið og raunar fjölmarga aðra. Það má nefnilega ekki gleyma því að vinna við bætta lýðheilsu fer fram á vegum margra aðila, bæði á vegum ríkis, sveitarstjórna og frjálsra félagasamtaka. Fyrir mig er það mjög spennandi tækifæri að slást í hóp með öllu því góða fólki sem starfar á þessum vettvangi til að efla lýðheilsu í landinu." í lögum um landlæknisembættiö segir að landlæknir eigi að vera ráðgjafi stjórnvalda í heilbrigðismálum. „Hér vil ég leggja áherslu á orðið „ráðgjöf" þar sem landlæknir er ekki ákvörðunaraðili í stefnumótun heilbrigðismála. Það hlutverk er í höndum pólitískt kjörinna stjórnvalda." Telurðu að ráðgjöf landlæknis hafi ávallt verið fylgt sem skyldi? „Ég vil líta á samskipti landlæknisembættisins við stjórnvöld sem jákvæðar samræður þar sem embættið er faglegur ráðgjafi. Stjórnvöldum ber þó ekki að fylgja slíkri ráðgjöf. Sem dæmi má nefna að þegar Lýðheilsustöð var sett á laggirnar var ekki farið að ráðum embættisins um að efla landlæknisembættið og fjölga verkefnum þess fremur en bæta við annarri ríkisstofnun." Sérðu fyrir pér að pessar tvær stofnanir verið sameinaðar? „Það er einn af þeim möguleikum sem eru til skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins og ég lít á það sem stórkostlegt tækifæri fyrir alla sem 118 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.