Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2010, Side 47

Læknablaðið - 15.02.2010, Side 47
U M R Æ Ð U R N Ý R O G FRÉTTIR LANDLÆKNIR „Ég vil líta á samskipti landlæknisembættisins við stjórnvöld sem jákvæðar samræður," segir Geir Gunnlaugsson nýskipaður landlæknir. starfa innan þessara stofnana að sameina krafta sína með þeim hætti." Stjórnvöld hafa ákveðið að hefja ekki bólusetningar hjá ungum stúlkum gegn papillomavírus sem valdið getur krahbameini í leghálsi. Þá hefur verið hætt við átak í skimun gegn ristilkrabbameini sem boðað var að hæfist í ársbyrjun 2009. Báðar ákvarðanir eru teknar í sparnaðarskyni en enginn efast í rauninni um að þetta myndi draga úr dánartíðni af völdum beggja sjúkdóma. „Innan embættisins er starfandi sóttvarnarráð sem tekur ákvarðanir um hvort hefja skuli bólusetningar. Faglega geta verið mjög sterk rök fyrir því að hefja bólusetningar eða skimun gegn tilteknum sjúkdómum en kostnaðurinn getur hreinlega verið heilbrigðiskerfinu ofviða á þeim tímapunkti. Hér er því enn eitt dæmi um það að fagleg ráðgjöf ræður ekki alltaf úrslitum um ákvörðun stjórnvalda sem verða að horfa til annarra þátta en hreint faglegra." Á undanförnum árum hefur komið fram andstaða hjá ákveðnum hópi fólks gegn bólusetningum og sumir hafa gengið svo langt að vilja ekki láta bólusetja börn sín gegn alvarlegum smitsjúkdómum. „Ég hef í starfi mínu sem barnalæknir og forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna átt mörg samtöl við foreldra og aðra um þessi mál og reynsla mín er ótvírætt sú að bólusetningar eru almennt mjög vel metin heilbrigðisþjónusta. I starfi mínu í Afríku sunnan Sahara hef ég líka séð afleiðingar ónógra bólusetninga og þeir sem geta borið saman stöðu mála hér á landi í dag og fyrir nokkrum áratugum efast ekki eitt augnablik um mikilvægi bólusetninga fyrir heilbrigði þjóðarinnar, sérstaklega bama. Tökum mislinga sem dæmi. Þegar ég spurði mæður í Gíneu-Bissá hvað væri besta heilsuvemdin þá svöruðu þær að það væri bólusetningin gegn mislingum. Þær höfðu reynsluna af mislingafaraldri og háum barnadauða í kjölfarið. Hér á Vesturlöndum munum við ekki lengur eftir ástandinu eins og það var áður en bólusetningar hófust. Margir af þessum smitsjúkdómum eru þó enn til staðar víða úti í heimi. Um leið og óbólusettur einstaklingur yfirgefur ísland fer hartn í nýtt umhverfi og nýtur ekki góðs af vörninni sem allir þeir sem eru bólusettir hér á landi gefa honum. Viðkomandi getur því verið í aukinni hættu á að fá þessa sjúkdóma eftir því hvert hann fer. Þetta þarf að hafa í huga þegar rætt er um gagnsemi bólusetninga og ég tel reyndar að óþarflega mikið hafi verið gert úr andstöðu fólks við þær. Fólk metur bólusetningar og það sést best á því að þegar nýjar bólusetningar eru boðnar vill fólk fá LÆKNAblaðið 2010/96 1 19

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.