Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Síða 56

Læknablaðið - 15.02.2010, Síða 56
UMRÆÐUR 0 G LÆKNADAGAR F R É T T I R 2 0 10 Mikilvægt tækifæri til endurmenntunar Þátttaka í Læknadögum 2010 var með mesta móti í ár þó ekki lægju endanlegar tölur fyrir þegar Læknablaðið fór í prentun. Margrét Aðalsteinsdóttir sagðist telja líklegt að um 800 manns hefðu skráð sig en erfitt væri að segja til um þátttöku frá einum degi til annars þar sem langflestir hefðu keypt vikuaðgang. í opnunarræðu Læknadaganna sagði Arna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Fræðslustofnunar Læknafélags íslands að fjárhagur Læknadaganna væri erfiðari en áður, eigið fé væri minna og framlag stuðningsaðila einnig. Því hefði verið gripið til þess ráðs að allir þátttakendur aðrir en erlendir fyrirlesarar skyldu greiða aðgangsgjald. Ekki voru allir jafnsáttir við þessa ráðstöfun og þótti sumum eplið súrara en öðrum. Arna Guðmundsdóttir við setningu Læknadaganna. Hávar Sigurjónsson Gestafyrirlesari við opnun Læknadaga var Ragnar Jónsson rartnsóknarlögreglumaður sem sérhæft hefur sig í blóðferlagreiningu. Hann dró ekkert undan í fyrirlestri sínum, hvorki í máli né myndum, og rakti skilmerkilega hvernig hægt er að endurskapa atburðarás við ofbeldisglæpi með því að greina blóðferla á glæpavettvangi. Hann lagði áherslu á mikilvægi samstarfs lögreglunnar og lækna við þessi störf. Gagn og ánægja Þétt dagskrá Læknadaganna stóð alla fimm dag- ana frá morgni til kvölds og hafi einhver getað stundað dagskrána að fullu er óhætt að segja að sá hinn sami hafi fengið aura sinna virði. Blaðamaður gaf sig á tal við gesti í fyrirlestrar- hléum og forvitnaðist um hvað þeim þætti bitastæðast við Læknadagana. Hvorki var um formlega skoðanakönnun að ræða né vandlega unnið úrtak þátttakenda. Magnús Gottfreðsson: Læknadagar gegna ótví- rætt mikilvægu hlutverki endurmenntunar og ekki síður félagslegu. Það á kannski sérstaklega við núna því í því árferði sem við búum við eru eflaust margir sem hika við að fara erlendis og í því ljósi er samkeppnishæfni Læknadaganna meiri en áður. Mér finnst líka gaman að kynna mér nýjungar í öðrum greinum en minni eigin sérgrein. Það er svo mikil breidd í dagskránni að hér gefst mjög gott tækifæri til þess. Einar S. Björnsson: Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í Læknadögum en ég hef verið búsettur erlendis í 20 ár. Lengst af í Gautaborg. Nú er ég fluttur hingað aftur og tekinn við prófessorsembætti í melt- ingarlækningum. Ég hef haft bæði gagn og ánægju af Lækna- dögunum. Ég tók sjálfur þátt í mjög gagnlegu málþingi um lyfjanotkun þar sem rætt var um hvernig draga mætti úr kostnaði við lyfjanotkun, um fjöllyfjameðferð og bætta nýtingu lyfja svo eitthvað sé nefnt. María Heimisdóttir: Læknadagarnir eru frá- bært tækifæri til að hitta kollegana og kynna sér hvað er efst á baugi í hinum ýmsu greinum. Þetta er bæði lærdómur og ánægja. Tækifærin til endurmenntunar eru eflaust færri núna og mikilvægi Læknadaganna því enn meira en áður. Kosturinn við Læknadaga í samanburði við erlend þing er einnig sá að hér er maður ekki í burtu samfellt í marga daga. Leifur Bárðarson: Lækna- dagarnir eru mjög gott tækifæri til að kynna sér hvað er að gerast almennt í íslenskri læknisfræði. Hér gefst tækifæri fyrir stéttina til að bera saman bækur sínar og ræða á almennum nótum um 128 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.