Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2011, Síða 14

Læknablaðið - 15.07.2011, Síða 14
RANNSOKN 100% Já, hæfilegt Nei, of stutt Nei, of löng Mynd 3. Átiægja kvetwa með lettgd legunnar tniðað við raunverulegan legutíma. Konur íflýtibatameðferð janúar - maí 2008-9 (tt=54, *p=0,03). hvoru tímabili þar sem þurfti annars vegar innlögn (2007) og hins vegar endurteknar komur á göngudeild (2008-9). Göngu- deildarkomum fjölgaði af ástæðum sem ekki töldust til fylgikvilla, það er vegna blóðþrýstingsmælinga, viðtala við félagsráðgjafa og sykursýkimóttöku (p=0,05). Vegna skráningarágalla var fjöldi göngudeildarkoma vegna heftatöku ekki metinn. Aðeins 9% kvenna 2008-9 lágu inni fimm daga eða lengur, miðað við 18% árið 2007, en heftataka fer að jafnaði fram á fimmta degi. Fagrýni á flýtibatameðferð fljrsta árið eftir innleiðslu Rúmlega 80% kvennanna 2008-9 fengu flýtibatameðferð. í þeim tilvikum þar sem konur fylgdu ekki flýtibataferli var fyrirfram ráðlögð lengri lega. í örfáum tilfellum varð asablæðing við aðgerð sem leiddi til þess að þær konur fengu ekki flýtibatameðferð. Algengasta ástæða fyrir legu í meira en tvo sólarhringa við flýtibatameðferð var að barnið gat ekki útskrifast (mynd 1). Þegar konur í flýtibatameðferð voru spurðar hvort þær teldu dvalartímann á sængurkvennadeild hæfilegan, reyndust konur sem útskrifuðust innan 48 klukkustunda ánægðari en hinar sem lágu lengur (mynd 3). Heimferðartími virtist ekki hafa áhrif á hvort konur teldu sig hafa fengið næga aðstoð við brjóstagjöf. Þegar skoðaður var legutími fjölbyrja og frumbyrja, var ekki marktækur munur á því hvort útskrift náðist innan 48 tíma (RR=1,18, 95%CI: 0,62-2,25). Ekki fundust heldur tengsl milli fyrri keisaraskurða og legutíma. Tæplega 10% af konum í flýtibatameðferð voru 25 ára og yngri. Af þessum ungu konum fóru 11 af 19 heim innan 48 klukkustunda en af þeim sem voru eldri en 25 ára 139 af 173 (58% á móti 80%). Ungu konumar voru þannig líklegri en þær eldri til að liggja inni meira en tvo sólarhringa (p=0,04). Einungis tæpur helmingur kvennanna voru innan eðlilegra þyngdarmarka (18,5 BMI25), en 7% voru of léttar og 44% of þungar eða offeitar. Þyngdarflokkur virtist ekki hafa áhrif á hvort útskrift náðist innan 48 klukkustunda frá fæðingu. Engin fylgni fannst milli BMI eða þyngdaraukningar á meðgöngu og legutíma. Konur sem fengu flýtibatameðferð borðuðu að meðaltali fimm klukkustundum eftir fæðingu og allar höfðu borðað innan átta tíma. Þær fóru að jafnaði fram úr rúmi tveimur tímum eftir að þær borðuðu, þó 10% gerðu það eftir meira en 10 tíma. Engin tengsl voru milli þess hvenær konurnar hreyfðu sig fyrst og þess hvenær þær fóru heim. Konur sem fóru heim innan 48 klukkustunda borðuðu ekki fyrr en hinar sem lágu lengur (miðgildi hópanna 4 á móti 5 klst.; p=0,ll). Ellefu prósentum var gefið ógleðilyf, og tæplega helmingur þeirra kastaði upp. Ekki virtist samband milli þess og að liggja lengur inni en 48 klukkustundir (p=0,08). Heildarmagn morfíns á legutímanum var að meðaltali 15 mg á hverja konu, en 10% fengu meira en 30 mg. Konur í flýtibatameðferð sem lágu lengur en 48 tíma (n=40), fengu marktækt meira morfín en hinar sem fóru heim innan 48 tíma (17 mg á móti 10,5 mg; p=0,0001). Munurinn skýrðist af sex konum (af 182) sem gátu ekki útskrifast snemma vegna verkja. Af konum í flýtibatameðferð sem voru spurðar (n=54), töldu 94% verkjameðferð á deild fullnægjandi, en um 10% sögðust oft eða alltaf hafa verið með verki eftir heimkomu. Umræða Samkvæmt niðurstöðunum var snemmútskrift með heimaþjónustu möguleg hjá tveimur af hverjum þremur konum sem fæddu einbura með valkeisaraskurði og þær virtust ánægðar með það. Þetta er hliðstæður árangur og náðist í Kaupmannahöfn. Þar voru reyndar einungis skoðaðar konur sem fengu flýtibatameðferð, svo líklega fóru heldur fleiri snemma heim af Landspítalanum, enda heimaþjónusta í boði hér.9-16 Snemmútskriftir virtust ekki fjölga endurinnlögnum, en taka verður tölum um endurkom- ur með fyrirvara, vegna aukinnar rafrænnar skráningar göngu- deildarkoma 2007-2009 með tilkomu Lotukerfisins. Almennt virtist ekki hafa orðið breyting á fylgikvillatíðni, þó ýmis þjónusta færðist frá legudeild yfir á göngudeildarform. Fleiri endurkomur vegna heftatöku gætu hafa fylgt flýtibatameðferð þar sem fleiri konur voru farnar heim við heftatöku á fimmta degi. Fyrri fæðingar höfðu óveruleg áhrif á legutíma kvenna við flýtibatameðferð, en aldur hafði meiri þýðingu, að því marki sem hægt er að skilja þessa tvo þætti að í úrtaki af þessari stærð. Konur sem fæddu tvíbura með valkeisaraskurði lágu lengur inni, sem vænta mátti, og útskrift innan 48 tíma er þar almennt ekki raunhæfur kostur, þó það kunni að breytast í framtíðinni. Aðrir þættir sem voru skoðaðir, þar á meðal líkamsþyngdarstuðull og þyngdaraukning á meðgöngu, sýndu ekki afgerandi tengsl við legutíma. Stytting legutíma eftir valkeisaraskurð var meiri á einu ári eftir innleiðslu flýtibatameðferðar en milli áranna 2003 og 2007, og því er ályktað að breytingin sé að stórum hluta til komin vegna nýrrar meðferðar. Styrkur rannsóknarinnar liggur í því að allar fyrirfram ákveðnar keisarafæðingar á heilum árum voru teknar með. Ekki var hægt að útiloka truflandi þætti, né meta hvaða þættir meðferðarinnar stuðluðu helst að styttingu legutímans. Líklegt er að fræðsla og heimaþjónusta vegi þungt. Áður hefur verið sýnt að með því að breyta markmiði um legutíma og fræða konur endurtekið í meðgöngunni um snemmútskrift eftir fyrirhugaðan keisaraskurð, má stytta legutíma úr þremur í tvo sólarhringa, án annarrar íhlutunar.7 Vísbendingar eru um að heimaþjónusta fjölgi þeim sem eru tilbúnar til snemmútskrifta eftir fæðingu og auki ánægju.6- 17 Jafnframt hafa rannsóknir 410 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.