Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2011, Side 18

Læknablaðið - 15.07.2011, Side 18
RANNSÓKN Mynd 1. Staðsetning veðurstöðvar og sólarnema. Gögnin voru síðan flutt í töflureikninn Excel sem notaður var við úrvinnslu og línuritagerð. 1.4.2010 l.S.2010 1.6.2010 1.7.2010 1.8.2010 1.9.2010 Dagsetning Mynd 2. ÚF-stuðull <UV-index) sumarið 2010. Niðurstöður A mynd 2 má sjá UF-stuðul yfir sumarmánuðina árið 2010. Flesta daga fer ÚF-stuðullinn yfir þrjá. Þannig fór ÚF-stuðull yfir þrjá, 21 dag í maí, 26 daga í júní, 26 daga í júlí, 23 daga í ágúst, en einungis tvo daga í september.. Hæsta gildi mældist 18. júni 2010 kl. 13.25, og reyndist vera 7,3. Á mynd 3 má sjá línurit yfir fjölda staðlaða roðavaldandi skammta á klukkustund nokkra heiðskíra daga sumarið 2010. Valinn var einn heiðskír dagur í hverjum mánuði. Reynt var að velja dag sem næst miðjum mánuði, en það tókst ekki alltaf vegna þess að miðað var við sólríka heiðskíra daga. Nánari upplýsingar má síðan sjá í töflu I, fyrir tímabilið apríl til september 2010. Þar sem niðurstöður á mælingum á roðavaldandi geislum hafa ekki verið birtar áður hérlendis, er áhugavert að bera mælingar á íslandi við staði erlendis á svipaðri breiddargráðu. Þrándheimur í Noregi liggur á nánast sömu breiddargáðu, er nálægt sjó og er í svipaðri hæð og Skorradalur og varð því fyrir valinu.10 Niðurstöður þessa samanburðar má sjá í töflu II. Þar má sjá meðaltal ÚF-stuðuls, fjölda daga sem stuðullinn er hærri en þrír, fjölda daga þar sem hann er hærri en fimm og hæsta gildi sem mældist í hverjum mánuði. Tafla I. Niðurstöður mælinga á roðavaldandi geislum i Skorradal sumarið 2010. I fyrsta dálki er meðalgildi staðlaðra roðaskammta (SRS, SED), í næsta dálki há- og lággildi, síðan er talinn fjöldi daga þar sem fjöldi SRS (SED) er 20 eða meira. Öll gildi eru brotin niður eftir mánuðum. Mánuður SRS (SED) Meðalgildi á dag SRS (SED) Há- og lággildi Fjöldi daga þar sem SRS (SED) fer yfir 20 Apríl 7,2 1,6-19,2 0 Maí 15,5 6,1 -27,1 9 Júní 20,3 8,9 - 32,2 15 Júlí 17,5 3,8 - 30,0 11 Ágúst 14,1 6,4 - 23,5 6 September 5,3 1,3-11,6 0 Umræður Hér eru birtar fyrstu niðurstöður á mælingum á roðavaldandi geislum á íslandi. Sólargeislar hérlendis hafa oft verið taldir veikir í samanburði við önnur lönd. Sú fullyrðing hefur þó ekki verið byggð á gögnum. Gísli heitinn Jónsson prófessor var mikill áhugamaður um mælingar á útfjólubláum geislum hérlendis og tengsl þeirra við húðkrabbamein. í kringum 1995 hófu hann og samstarfsmenn hans mælingar á útfjólubláum geislum í Reykjavík með rófgreini (spectrometer). Ekki mun hafa verið um samfelldar mælingar að ræða. Þær mælingar tóku ekki tillit til mismunandi áhrifa geisla á húðina eftir bylgjulengd og eru því ekki samanburðarhæfar við núverandi niðurstöður. Frumgögnin munu vera til (upplýsingar: Ragnar Sigbjörnsson prófessor, janúar 2011). Það er verðugt verkefni að reikna ÚF-stuðul út frá þeim gögnum. Þær niðurstöður sem hér eru birtar benda til að styrkur roðavaldandi geisla sé hár hér á landi að sumarlagi. Mikilvægt er að slíkar upplýsingar séu aðgenglegar almenningi, læknum og vísindamönnum. Birting ÚF-stuðuls gagnast til þess að miðla upplýsingum til almennings um styrk útfjólublárra geisla, hvenær skuli nota sólvörn og hvenær sé æskilegt að forðast sólina. Má nefna sem dæmi að notkun sólvarnarkrema er ráðlögð þegar ÚF- stuðull er hærri en þrír. Einnig eru upplýsingar um ÚF-stuðul og magn roðavaldandi geisla mikilvægar til að skýra hvort tengsl séu við aukningu húðkrabbameina sem hefur sést hérlendis á undanfömum árum. Þrándheimur í Noregi er á svipaðri breiddargráðu og Skorra- dalur. ÚF-stuðull ætti að vera svipaður á þessum stöðum. Þó þarf að taka tillit til breytileika í veðurfari, staðbundinna aðstæðna og þykkt ósonlagsins. Þegar meðalgildi ÚF-stuðuls hvers mánaðar eru borin saman eru niðurstöður mjög sambærilegar í Skorradal og Þrándheimi. Fjöldi daga þar sem ÚF-stuðull mælist þrír eða hærri er einnig mjög sambærilegur á báðum stöðum. Þegar dagar þar sem ÚF- stuðull mælist fimm eða hærri eru skoðaðir, eru niðurstöður mjög sambærilegar, nema í júní, en þar sker Skorradalur sig úr (16 dagar miðað við einn í Þrándheimi). Sama gildir um hæstu gildi hvers mánaðar, en þar hefur Skorradalur greinilega vinninginn 414 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.