Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2011, Side 19

Læknablaðið - 15.07.2011, Side 19
RANNSÓKN 5 3,5 *?• . Klukkan •^24.4.2010 ♦24.5.2010 -«-11.6.2010 —19.7.2010 —10.8.2010 -♦-16.9.2010 Mynd 3. Slaðlaðir roðaskammlar (SRS, SED) á klukkustund á nokkrum sölríkum dögum sumarið 2010. (0-47% hærra hæsta gildi í Skorradal), nema í júlí (tafla II). Þess ber að geta að sumarið 2010 var óvenju gott á íslandi, júní var mjög sólríkur og hitamet voru slegin. Það ber að varast að alhæfa út frá niðurstöðum mælinganna á íslandi sumarið 2010. Ekki er hægt að leggja endanlegt mat á styrk sólarinnar á íslandi fyrr en samfelldar mælingar margra ára liggja fyrir. Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á hegðun íslendinga hér á landi á sólríkum dögum. Án slíkra gagna er erfitt að áætla hve mikla sól hinn dæmigerði íslendingur fær á sig að sumarlagi. Ef gert er ráð fyrir að einstaklingur í fríi sé úti í 8 klukkustundir á sólríkum degi, fari út klukkan 10, taki sér hvíld á milli 12 og 13 og sé síðan úti til klukkan 18, má áætla fjölda staðlaðara roðaskammta á slíkum degi. Miðað við þessar forsendur er um 24 staðlaða roðaskammta að ræða á sólríkustu dögunum, sem er nálægt fimmfaldur sá skammtur sem þarf til að húðin roðni. Ef miðað er við einstakling sem er í vinnu og tekur golfhring frá kl. 15-19 fær hann á sig 10 SRS, eða tvöfaldan þann skammt sem þarf til að sólbrenna. Hér er miðað við fólk með venjulega húðgerð. Þeir sem eru með mjög ljósnæma húð þurfa mun lægri skammta til að brenna. Hér kemur okkur Islendingum til tekna (eða öllu heldur taps) að við erum ekki á beltistíma, sólin rís hæst kl. 13:30 og er því tiltölulega hátt á lofti þegar fólk lýkur vinnu. I Noregi er töluverður munur á ÚF-stuðli eftir breiddargráðu. Þar hefur verið sýnt fram á að nýgengi sortuæxla eykst eftir því sem ÚF-stuðull hækkar samfara lækkandi breiddargráðu.11-12 í ljósi tiltölulega hás ÚF-stuðuls sem mældist hér sumarið 2010 er hugsanlegt að háa tíðni sortuæxla hérlendis beri ekki eingöngu að skýra með ljósabekkjanotkun og utanlandsferðum, heldur einnig að hluta til með íslenskri sól. Það er vitað að mikil sólargeislun á stuttu tímabili og sólbrunar auka áhættu á myndun sortuæxla meira en samfelld, jöfn hófsöm dvöl í sólinni yfir langan tíma. Niðurstöður þær sem kynntar eru hér, með sterkri sól á sólríkum dögum, en skýjuðum dögum á milli auka líkur á slíku mynstri. Einnig kemur fram að sólin á íslandi getur verið sterk að sumarlagi og að stuttan tíma þarf til að sólbrenna. Nauðsynlegt er að afla samfelldra gagna í mörg ár um sólarfar á íslandi. Æskilegt er að miðla í rauntíma upplýsingum um styrk sólarljóssins og auðvelda þannig almenningi að verja sig gegn sólinni. Tafla II. Samanburður á mælingum á ÚF-stuðli (UV-index) ÍSkorradal og Þrándheimi sumarið 2010. Mælingarstaðirnir eru á svipaðri breiddargráðu. Fyrst er meðalgildi borið saman, síðan fjöldi daga þar sem ÚF-stuðull mældist 3 eða hærri, fjöldi daga þar sem hann mældist 5 eða hærri og að lokum hæsta gildi sem mældist í hverjum mánuði. Mánuður ÚF-stuðull (meðaltal daglegs Fjöldi daga sem ÚF-stuðull Fjöldi daga sem ÚF-stuðull Hæsti ÚF-stuðull háglldis) mældist 3 eða hærri mældist 5 eða hærri Skorradalur Þrándheimur Skorradalur Þrándheimur Skorradalur Þrándheimur Skorradalur Þrándheimur Apríl 2,0 2,2 2 1 0 0 3,5 3,1 Maí 3,4 3,3 21 19 0 0 4,9 4,0 Júnl 4,8 4,2 26 30 16 1 7,3 5,1 Júlf 4,2 4,5 26 31 5 3 5,3 5,3 Ágúst 3,4 3,4 23 25 1 0 5,0 5,0 September 1,7 1,9 2 0 0 0 3,7 3,7 Heimildir 1. Upplýsingar um krabbamein. Krabbameinsskrá íslands. 2010. www.krabbameinsskra.is/ nóvember 2010. 2. Héry C, Tryggvadóttir L, Sigurðsson T, et al. A melanoma epidemic in Iceland: possible influence of sunbed use. Am J Epidemiol 2010; 172: 762-7. 3. Global Solar UV index. A practical guide. World Health Organization 2002. www.who.int/uv/publications/ globalindex/en/index.html /nóvember 2010. 4. Wulf HC, Eriksen P. UV-indeks og dets betydning. Ugeskr Laeger 2010; 172:1277-9. 5. Diffey BL, Jansen CT, Urbach F, Wulf HC. The stand- ard erythema dose: a new photobiological concept. Photodermatol Photoimmunol Photomed 1997; 13: 64-6. 6. Sigurgeirsson B, Wulf H. Roðavaldandi geislar sólarinnar og þýðing þeirra. Læknablaðið 2011; 97:415-8. 7. Davis Instruments. UV Sensor (Rev. F, 1 /5/07) 2007. davisnet.com/product_documents/weather/spec_ shee ts /6490_Spec_Re v_F.pd f. /2010. 8. Erythema Reference Action Spectrum and Standard Erythema Dose (CIE S 007/E-1998; ISO 17166:1999(E)). CIE, Geneve 1999. 9. Wireless Vantage Pro2™ Plus including UV & Solar Radiation Sensors. www.davisnet.com/weather/ products/weather_product.asp?pnum=06162./ 2010 10. www.temis.nl/uvradiation/archives/overpass/uv_ Trondheim_Norway_ENS_M8/nóvember 2010. 11. Bentham G, Aase A. Incidence of malignant melanoma of the skin in Norway, 1955-1989: associations with solar ultraviolet radiation, income and holidays abroad. Int J Epidemiol 1996; 25:1132-8. 12. Medhaug I, Olseth JA, Reuder J. UV radiation and skin cancer in Norway. J Photochem Photobiol B 2009; 96: 232- 41. LÆKNAblaðið 2011/97 415

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.