Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2011, Page 22

Læknablaðið - 15.07.2011, Page 22
Y F I R L I T Tafla I. Áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Áhrif Svörun í húðinni Athugasemdir og dæmi Snemmkomin Sólbruni Aðallega ÚFB-geislar Tafarlaus húðlitur Forstig litarefnis mynda litarefni. Tekur bara nokkrar mínútur eða klukkustundir. (ÚFA-geislar) Síðkominn húðlitur 24-72 klst. eftir geislun (ÚFB- geislar áhrifaríkastir). Er merki um DNA skemmdir Þykknun húðar (Lichtschwiele) Þykknun húðar (stratum corneum) verndar húðina fyrir sólarljósi. (Eingöngu ÚFB-geislar hafa þessi áhrif) Ónæmisbæling Bæði staðbundin og kerfisbundin Seinkomin Ljósöldrun Hrukkur, litarbreytingar, æðabreytingar lllkynja sjúkdómar Grunnfrumukrabbamein Forstigsbreytingar Flöguþekjukrabbamein Sortuaexli Útfjólubláir geislar hafa margs konar áhrif á lífverur og eru þessi áhrif í mörgum tilvikum skaðleg, en eru þó háð skammti. Útfjólublá geislun er þó ekki eingöngu skaðleg. Einungis minni háttar útfjólublá geislun á húð dugir til framleiðslu á D-vítamíni sem gegnir lykilhlutverki í fjölmörgum líffræðilegum ferlum. Ef ekki myndast nægilegt D-vítamín í húðinni, er nauðsynlegt að bæta það upp með fæðu, eða með töku D-vítamíns. Áhrif útfjólublárra geisla eru mest áberandi í húðinni (tafla I), en einnig hafa útfjólubláu geislamir áhrif á augun og ónæmiskerfið. Flestir þekkja vel snemmkomin áhrif útfjólublárra geisla á húðina sem sólbruna.5 Áhrifin koma fram fjórum til sex klukkustundum eftir veru í sólinni, ná hámarki eftir 12-24 klukkustundir og ganga yfir innan 72 klukkustunda. Einkennin eru hiti, roði, bjúgur og sviði í húðinni.5-6 Eitt aðalboðefnið sem losnar við sólbruna er prostaglandín. Oftast verða skemmdir í húðfrumum sem leiða til losunar TNF-a og IL-6 sem síðan leiðir til losunar sameinda sem valda bólgu. Losun þessara efna í húðinni skýrir almenn flensulík einkenni sem margir finna fyrir við alvarlegan, útbreiddan sólbruna. Langvinn áhrif sólarinnar eru ljósöldrun (photoaging) húðar- innar, en slík öldrun kemur þá fyrr fram hjá þeim sem eru mikið í sól. Húðin virðist þá eldri en lífaldur segir til um og er þetta vandamál meira áberandi hjá þeim sem hafa mjög ljósnæma Tafla II. Nokkrar staðreyndir um ÚF-stuðul (UV-index) og útfjólubláa geisla. 90% útfjólublárra geisla komast í gegnum þunna skýjahulu Snjór endurkastar 80% roðavaldandi geisla 60% útfjólublárra geisla fáum við á milli kl. 11:30 og 15:30. Þetta er seinna en I öðrum löndum vegna þess að við erum ekki á beltistíma ÚF-stuðull eykst um 4% fyrir hverja 300 hæðarmetra Skuggi dregur 50% úr roðavaldandi geislum Þeir sem vinna inni fá árlega um 20% af þeim roðavaldandi geislum sem þeir sem vinna úti verða fyrir Hvitur sandur endurvarpar um 15% útfjólublárra geisla 700 nm 400nm Sýnilegt Ijós Útv. geislar örbylgjur Innrauðir geislar ÚF geislar Röntgen geislar Gamma geislar 101 o - o - o • k o - o - &• 107 10-8 109 IQio 10-u Bylgjulengd (m) Mynd 1. Rnfsegulrófiö nærfrá orkulitlum útvarpsgeislum (útv.geislar) til orkuríkra gammageisla i stuttbylgjuendanum. Útfjólubláu geislamir (ÚF-geislar) byrja við mörk bláa enda sýnilcga litrófsins og ná aö röntgengeislum. húð. Einnig eru breytingarnar sem verða í húðinni aðrar við ljósöldrun en við venjulega öldrun. Útfjólubláu geislamir hafa áhrif á flestar frumur húðarinnar, bæði hymisfrumur (keratinocyte), sortufrumur (melanocyte), bandvefsfrumur og þelfmmur (endotehlial cells). Skemmdir í hymisfrumum lýsa sér sem forstigsbreytingar (actinic keratosis) sem geta leitt til flöguþekjukrabbameins með tímanum. Flest grunnfrumukrabbamein myndast í sólskaddaðri húð. Áhrif á sortufrumur geta verið allt frá brúnum sólarblettum (lentigines) í húð til myndunar sortuæxla. Útfjólubláu geislarnir leiða einnig til niðurbrots á bandvef sem hefur í för með sér tap á teygjanleika húðarinnar og hrukkumyndun. Einnig verður húðin þurr og þynnist, sem getur leitt til exems, húðrofs og marbletta. ÚFB-geislar eru mun líklegri til þess að valda sólbruna, en ÚFA-geislar og sá eiginleiki minnkar eftir því sem bylgjulengd geislanna lengist. Svokallaðir roðavaldandi geislar hafa verið skilgreindir á alþjóðlegum vettvangi og er alls staðar notast við sömu skilgreiningu.7 Átt er við þær bylgjulengdir sem geta valdið sólbruna og skemmdum á húðinni. Hver geislaskammtur vegur mun minna í þessu tilliti eftir því sem bylgjulengd hans er lengri. Þannig þarf 1000 hærri geislaskammta til að valda sólbruna við 340 nm, borið saman við 290 nm (mynd 2). ÚF-stuðull Útfjólublár stuðull (ÚF) (UV-index) er tala sem segir til um styrk roðavaldandi útfjólublárra geisla. Stuðullinn er án eininga, en því hærri sem hann er, þeim mun styttri tíma þarf til að brenna í sólinni.8'9 Upphaflega þróuðu Kanadamenn ÚF-stuðul árið 1992. Sá stuðull sem er notaður í dag var ákvarðaður 1995 og tóku margar alþjóðlegar stofnanir þar þátt í skilgrein- ingu hans, svo sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Umhverfismálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), Alþjóða- veðurfræðistofnunin (WMO) og Alþjóðageislavarnaráðið fyrir ójónandi geislun (ICNIRP), svo þær helstu séu nefndar. í flestum löndum er ÚF-stuðull birtur í fjölmiðlum auk þess sem spáð er fyrir um gildi næstu daga. ÚF-stuðull hefur ekki verið birtur reglulega hérlendis, en nú hefur orðið breyting þar á og er því ekki úr vegi að fjalla um gildi þessa stuðuls og hvernig nýta 418 LÆKNAblaðlö 2011/97 1

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.