Læknablaðið - 15.07.2011, Síða 27
Ú R SÖGU LÆKNISFRÆÐINNAR
uppgötvana Louis Pasteurs á bakteríum.11 Þegar sú grein birtist
var Stadfeldt hins vegar einn þeirra allra fyrstu sem hóf að nota
aðferðir Listers í fæðingafræðinni, með miklum árangri. Hann
áttaði sig á að barnsfarasóttin var sama eðlis og sárasýkingar og
að sömu aðferðir þyrfti að nota. Hann varð þannig áhrifamikill
brautryðjandi í Danmörku og á Norðurlöndum varðandi
barnafarasótt og sóttvamir á fæðingadeildum þótt hann væri ekki
sá allrafyrsti til að nota aðferðir Semmelweiss og Listers, meðal
annars aðeins á eftir fyrrum keppinauti sínum í Kaupmannahöfn,
Frantz Howitz. Stadfeldt var gætinn og ekki var auðhlaupið að
því að ganga gegn kenningum sér eldri manna án góðra gagna.
I þá daga sömdu menn, lásu upp og lögðu fram greinargerðir
á fundum lærðra manna (á ensku „to read a paper") og það
gerði hann á þingi í Brussel 1876, þegar hann skýrði í ýtarlegu
erindi á frönsku frá niðurstöðum 25 ára uppgjörs um fæðingar
í Kaupmannahöfn þar sem hann kom með nýjar kenningar um
forvarnir vegna barnsfarasóttar. Þetta vakti verðskuldaða athygli
og átti hvarvetna þátt f hröðum breytingum til batnaðar. Áhrif
sóttvarnanna voru „vidunderlig" að hans eigin mati. Árið 1890
gat hann skrifað í ársskýrslu spítalans að engin kona hefði látist
úr barnsfarasótt meðal 1500 fæðandi kvenna á deildinni, en tók
fram að slíkt gæti verið tilviljun („skyldtes vel tildels et Held"),
sem reyndar var, þó slík dauðsföll yrðu nú óalgeng.
Mynd 1. Asger Snebjom Nicolai Stadfeldt, 1830-96, prófessor og forstöðulæknir
fæðinga- og barnadeildanna á Friðriksspítala í Kaupmannahöfn, 1866-96. Myndfrá
yngri árum, með leyfi frá Medicinsk Museion, Kaupmannahöfn.
loftbærni- eða miasmakenningunni og ekki Semmelweiss) varð
Stadfeldt yfirlæknir smábarnadeildarinnar (Pleye Stiftelse for
de Nye Fadde Born) sem hafði verið stofnuð í næsta húsi
við fæðingadeildina og ári síðar var honum veitt lektorsstaða
í faginu „fæðingahjálp, kvensjúkdómafræði og barnalæknisfræði",
37 ára gömlum. Ári eftir það varð hann hlutskarpari hinum
álíka hæfa Frantz Howitz í umsókn um prófessorsstöðuna og
meðfylgjandi forstöðulæknisstöðu hinna sameinuðu fæðinga- og
nýburastofnana1 og var endanlega skipaður 1869.5-6-8
Asger Stadfeldt varð mikilvirkur og virtur læknir.6 Kennslubók
í ljósmóðurfræðum eftir Stadfeldt kom út 1870 og var endurbætt
tvisvar. Bók um misræmi milli fósturs og grindar (De Mekaniske
Misforhold under Fodselen), kennslubók um hvernig ætti að
höndla afbrigðilegar fæðingar, kom út 1873. Jón Hjaltalín var
þá landlæknir í Reykjavík og Gísli Hjálmarsson, vinur Jóns
Sigurðssonar, var aðstoðarlæknir Hjaltalíns. Þeir höfðu gert fyrsta
keisaraskurðinn á íslandi 1865 í moldarkofa í Þingholtunum,10 áður
en Joseph Lister birti grein sína um sóttvarnaaðgerðir 1867 á grunni
Eitt það fyrsta sem honum tókst að gera sem yfirmanni
fæðingastofnunarinnar á Friðriksspítala var að opna þar
göngudeild fyrir konur með kvensjúkdóma árið 1870, þó
innlagnadeild fyrir kvensjúkdóma yrði ekki að veruleika fyrr
en stuttu fyrir lát hans.6-8 Hann vildi sameina fæðingarhjálp
og kvensjúkdóma, en það tókst ekki vel vegna þess hve
allar aðstæður voru frumstæðar og lélegar á þessum gamla
spítala. Þama niður undir Amalíuborgarhöll kóngsins var
meginspítali Kaupmannahafnar og Danmerkur í nær 160 ár
fram að opnun Ríkisspítalans 1910. Svo til allir danskir og
velflestir íslenskir læknakandídatar lærðu þar að gera ytri og
innri vendingar, að draga niður bamið og leggja tangir, auk
hinna mikilvægu sóttvama. Þetta vom meginatriðin fyrir lækna
að kunna í fæðingarhjálp. Þar lærðu íslenskir læknanemar við
Kaupmannahafnarháskóla (alls um 25 á starfstíma Stadfeldts)
sín verklegu fræði og sóttu fyrirlestra, og þangað fóru
útskrifaðir kandídatar frá landlæknum (útskriftaleyfi veitt
1862) og Læknaskólanum í Reykjavík (stofnaður 1876) til að
sækja sér reynslu og þekkingu um fæðingarhjálp og með
tímanum kvensjúkdóma.12' 13 Frá 1849 hafði dönskum læknum
verið gert að skyldu að starfa um tíma á fæðingastofnuninni
í Kaupmannahöfn áður en þeir mættu hjálpa konum í
bamsnauð og sama skilyrði var áréttað árið 1871 fyrir lækna
sem útskrifuðust á Islandi. Fararstyrkur fékkst til þessa.12 Alls
störfuðu 19 danskir læknar á 19. öld á íslandi en allir nema
þrír voru í læknadeild Kaupmannahafnarháskóla fyrir tíma
Stadfeldts sem prófessors. Þeir sem gætu hafa þekkt hann
best, auk Jóns Hjaltalíns landlæknis (sem var þekktur maður í
Danmörku vegna vatns- og baðlækninga), Gísla Hjálmarssonar og
Jónasar Jónassens landlæknis, voru Hans Jacob Georg Schierbeck,
landlæknir og Peter Anton Schleisner sem rannsakaði ginklofann
Kfij. KGF FfiöTOSRAFH
GEÖRG F. HAHSFJaCOVP.
LÆKNAblaðið 2011/97 423