Læknablaðið - 15.07.2011, Side 32
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Miðlæg
lyfjaskrá á
landsvísu er
lykilatriði
Samkvæmt tölum síðasta ársfrá sjúkrahúsinu Vogi sprauta níu afhverjum tíu sprautufíklum sig með rítalíni.
Tillögur um úrbætur liggja fyrir
Páll Matthíasson framkvæmdastjóri
geðsviðs Landspítala rakti tillögur
nefndar sem hann sat í ásamt
landlækni og Kristni Tómassyni.
Nefndin skilaði ítarlegum tillögum
til velferðarráðherra í janúar á þessu
ári um hvemig mætti taka á þessum
vanda sem öllum sem vita vildu hafði
verið ljós um þó nokkurt skeið. A
málþingi um ADHD og rítalínnotkun
fullorðinna á Læknadögum í janúar
gerði Páll ennfremur grein fyrir
tillögunum. Samkvæmt upplýsingum
Lækmblaðsins hefur fátt gerst síðan
nefndin skilaði tillögum sínum.
Fyrr en nú. Og má þá velta fyrir
sér hvort faglegar ráðleggingar eru
léttvægari þegar kemur að viðbrögðum
embættis- og stjórnmálamanna en
óþægileg vakningarumræða á vettvangi
landsfjölmiðla. Umræða undanfarinna
vikna virðist hafa verið sú vakning
sem þurfti til að vekja þessa aðila
af doðanum og fá þá til að veita
fjármunum til þess brýna verkefnis
að stemma stigu við misnotkun
metýlfenídatlyfja. A málþinginu um
rétt fullorðinna til ADHD-meðferðar
á Læknadögum kom skýrt fram sú
afstaða hjá Tómasi Zoéga geðlækni
að Embætti landlæknis þurfi að nýta
lyfjagagnagrunn sinn og þau lagaúrræði
sem embættið hefur til að sinna eftirliti
með ávísunum ávanalyfja.
Það má því heita merkilegt að
læknar sem unnið hafa ötullega að
því að vekja athygli á vandanum og
koma með tillögur til úrbóta hafa á
umliðnum mánuðum beint og óbeint
verið sakaðir um að þeir hafi ekki
brugðist við vandanum og eigi jafnvel
beinlínis sök á honum. Þar hafa læknar
orðið fyrir barðinu á gagnrýni sem ætti
ekki síður að beinast að meingölluðu
lyfjaskráningarkerfi og sundurlausri
rafrænni sjúkraskráningu sem læknar
hafa um árabil óskað eftir að yrði
samræmd á landsvísu. En án fjármuna
og pólítísks vilja verða engar úrbætur
gerðar á gagnagrunnum og rafrænni
sjúkraskrá þrátt fyrir fögur orð.
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Viðar Om Eðvarðsson sérfræðingur í
bamalækningum hefur á undanfömum
missemm unnið með starfsfólki Upp-
lýsingatæknideildar Landspítalans að
málefnum rafrænnar sjúkraskrár. Hann
segir stöðu rafrænnar lyfjaumsýslu
á Islandi óviðunandi, bæði innan
og utan Landspítala, og allt of lítið
hafa breyst síðustu árin ef frá er tal-
in rafræn ávísun skráðra sérlyfja
sem nýlega er til komin. Viðar segir
að miðlæg lyfjaskrá sjúklings, með
upplýsingum um þau lyf sem sjúkl-
ingurinn tekur á hverjum tíma,
lyfjasögu sjúklings og yfirliti yfir
óinnleysta lyfseðla sé nauðsynleg
til að læknar geti haft nauðsynlega
yfirsýn og veitt rétta og markvissa
meðferð í öllum tilfellum. Nauðsynlegt
er að miðlæg lyfjaskrá verði hluti af
rafrænni sjúkraskrá.
„Mikilvægasta röksemdin fyrir miðlægri
lyfjaskrá er öryggi sjúklingsins en
einnig dregur slík skrá úr hættu á
lyfjamisnotkun." segir Viðar. „Þar sem
miðlæg lyfjaskrá sjúklings er ekki til,
er hvergi til öruggt yfirlit um virk lyf
sjúklings, lyfjasögu og lyfseðla. Þetta
ástand leiðir því miður til rangra
lyfjaávísana í einhverjum tilfellum og
óþarfa lyfjanotkunar sem jafnvel er
skaðleg fyrir viðkomandi, auk þess sem
læknir getur ekki stöðvað lyfjameðferð
sem hann veit ekki af."
Viðar segir miðlæga lyfjaskrá
þurfa að vera þannig útbúna að
hún uppfærist sjálfkrafa í hvert
sinn sem lyfseðlar eru innleystir
eða lyfjabreytingar gerðar. „Þannig
muni læknar geta séð strax hvaða
lyf sjúklingurinn er að taka, hver
lyfjasagan er og hvaða lyfseðlar hafa
verið gefnir út á sjúklinginn og hverjir
428 LÆKNAblaðið 2011/97