Læknablaðið - 15.07.2011, Page 34
UMFJOLLUN
G G R E I N A R
Fjölgun HlV-smitaöra er áhyggjuefni
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
„Það er ekkert nýtt við þessa umræðu um rítalínið núna í vor, við höfum bent á þessa þróun undanfarin ár.
Tölur um gríðarlega notkun rítalíns meðal sprautufíkla liggja fyrir frá síðasta ári héðan frá Vogi. Þar sést að 90%
sprautufíkla sem nota örvandi vímuefni, sprauta sig með rítalíni, eða 224 einstaklingar í fyrra," segir Valgerður
Rúnarsdóttir læknir á sjúkrahúsinu Vogi. „Vandinn hefur líka verið til umræðu síðustu ár hjá landlækni, í hópi
lækna og ég veit að geðlæknar hafa fjallað sérstaklega mikið um hann í vetur."
„Það sem er nýtt og verulegt áhyggju-
efni er mikil aukning HlV-smits meðal
sprautufíkla en bara frá áramótum hafa
13 einstaklingar greinst. Samkvæmt
upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum
sprauta þessir einstaklingar sig með
rítalíni. Þar sem rítalínfíklar sprauta
sig allt upp í 10-20 sinnum á dag
margfaldast líkurnar á smiti. Þetta er
ný staða fyrir smitsjúkdómalækna og
miklu flóknari, því einstaklingar með
örvandiefnafíkn geta verið erfiðir í
meðferð, eftirfylgni og allri uppvinnslu.
Það er einfaldlega mjög erfitt að eiga
við hóp af virkum fíklum sem sprauta
sig með örvandi efnum. Til að stöðva
þennan faraldur nýsmits af HIV þurfa
allir að leggjast á eitt, allar stofnanir
og allt kerfið sem sinna þessum hópi
sjúklinga, annars getum við átt von
á sprengingu í nýsmiti HIV," segir
Valgerður og leggur áherslu á að grípa
þurfi til aðgerða strax.
„Við höfum góða reynslu af
aðgerðum vegna bylgju ópíóíðafíknar
sem tók að bera á upp úr 1998. Þá
sóttu sprautufíklar í sterk verkjalyf,
meðal annars contalgin. Málið komst
í almenna umræðu, dauðsföll vegna
ofskammta og hörmungar hlutust
af. SÁÁ hóf viðhaldsmeðferð með
búprenófín og metadón fyrir ópíóíðafíkla
1999, þegar þörfin var orðin ljós,
en slík meðferð dregur sannanlega
úr hættum sem fylgja sprautufíkn.
Opinberar aðgerðir tóku til breytinga
á reglum um kódeinútskriftir og lög
um lyfjagagnagrunn landlæknis leyfðu
honum að skoða lyfjaútskriftir og grípa
til aðgerða. Þetta gerði það að verkum
að fækka tók nýjum morfínfíklum sem
lögðust inn á Vog eftir 2005. Það er
frábær árangur vegna aðgerða gegn
vá sem hefði getað haldið áfram að
versna. Við þurfum samt áfram að vera
á tánum og fylgjast vel með, því enn
sprauta fíklar morfínskyldum lyfjum
með alvarlegum afleiðingum. Þessi vandi
núna, vegna metýlfenídats, tekur til fleiri
einstaklinga og alvarleikinn er sá að
HIV smitast á milli þeirra."
Sérhæfð viðhaldsmeðferð
Valgerður segir að sú sérhæfða
viðhaldsmeðferð við ópíóíða-sprautufíkn
sem veitt er á Vogi, hafi gefið góða
raun en kalli á mikið utanumhald
og vinnuafl sérhæfðs starfsfólks og
teymisvinnu. Þessi hópur þurfi stöðugt
eftirlit, margs konar þjónustu og inngrip,
sérstaklega framan af meðferðinni. Slík
vinna verði ekki innt af hendi af einum
lækni á stofu.
Fyrir örvandiefnafíklana hafi einnig
þróast og aðlagast vel uppbyggð
meðferðarúrræði hjá SÁÁ sem taki til 14
mánaða alls, og þær komi mörgum til
bata. Nýjasta úrræðið sé í samvinnu við
Reykjavíkurborg, meðferðarheimilið Vin,
fyrir langt leidda sprautufíkla með mjög
mikilli meðferð fyrstu mánuðina en að
lokum útskrift í sjálfstæða búsetu og
félagslega virkni.
„Virkir sprautufíklar eru nú sérlega
útsettir fyrir HlV-smiti og það krefst
enn meira eftirlits með hópnum, enn
meira inngrips og meðferðar. Við eigum
að geta það með samstilltu átaki. Við
erum ekki það mörg hér á íslandi að
möguleikarnir á að ná utan um vandann
eru miklir ef við stöndum vel að því."
Valgerður segir að þeir sem komi
á Vog og eigi sér sögu um að hafa
sprautað sig séu prófaðir fyrir HIV
og lifrarbólgu C. „SÁÁ hefur lengi
óskað eftir að fá sérstaka fjárveitingu
frá ráðuneytinu til þessa en hingað til
hefur þetta verið greitt af rekstrarfé
stofnunarinnar. Það kemur niður á
annarri meðferð. Þetta verður að
breytast. Þess má geta að flest ný tilfelli
lifrarbólgu C hérlendis eru einmitt
greind á Vogi og við vísum nýsmituðum
til meltingarsérfræðinga á Landspítala
sem við eigum mjög gott samstarf við."
Valgerður segist vona að yfirvöld
hafi skilning á því að viðbrögð við
þessari bylgju af HIV krefjist aukinna
fjárframlaga: til smitsjúkdómadeildar
Landspítala, til fíknlækninga, til
fangelsa/löggæslu, til aukinnar skimunar
eftir HIV, eftir leiðbeiningum, - greiddra
úr sérstökum sjóði en ekki af einstökum
stofnunum, til forvarna á öllum stigum.
Rítalin, nauðsynlegt lyf eða
lífshættulegt fíkniefni?
Aðspurð hvort læknar á Vogi hafi
upplýsingar um hvaðan sprautufíklar
fái rítalín, segir Valgerður það ekkert
launungarmál. „Það rítalín sem er í
umferð virðist koma úr apótekum
landsins eftir lyfseðlum frá læknum.
Mikil aukning útskrifta á rítalíni til
fullorðinna er staðreynd. Mikið af því
rítalíni sem er misnotað virðist koma
frá einstaklingum sem fá lyfið en
nota það ekki sjálfir heldur selja það
á svartan markað eða skipta út fyrir
annað. Sumir sprautufíklar hafa sjálfir
fengið rítalín hjá lækni sem meðferð
við geðsjúkdómi, jafnvel þó læknirinn
viti að sjúklingurinn er fíkill. Það er að
mínu mati lífshættulegt fyrir sprautufíkil
að fá með sér skammta af lyfi sem
vitað er að hann getur sprautað í æð.
Læknar sem vinna einir á stofu koma
oft við sögu hjá okkar sjúklingum. Að
mínu mati er einyrki á stofu ekki í
aðstöðu til að sinna fíkli með lyfjum
sem hægt er að nota sem vímuefni.
Til þess þarf eftirlit, aðhald og fleiri
samhliða úrræði. Þetta er nefnilega ekki
430 LÆKNAblaðið 2011/97