Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2011, Síða 38

Læknablaðið - 15.07.2011, Síða 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR Þurfum aðgang að upplýsingum ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Vilhjálmur Ari Arason er heimilislæknir og starfar á heilsugæslunni Firði í Hafnarfirði og slysa- og bráðamóttöku Landspítala. Hann lauk doktorspróf frá læknadeild Háskóla Islands 2006 og er klínískur dósent við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá 2009. Vilhjálmur Ari hefur um árabil verið skeleggur talsmaður skynsamlegrar lyfjanotkunar og rannsóknarverkefni hans til doktorsprófs fjallaði um notkun og ofnotkun sýklalyfja á íslandi. Hann tjáir sig reglulega á bloggsíðu Eyjunnar um lyfjanotkun almennt og skynsamlega notkun heilbrigðiskerfisins en með tilkomu netmiðla hefur opnast ný leið til að miðla upplýsingum til almennings. Læknablaðið ræddi við Vilhjálm á dögunum og kynnti sér jafnframt skrif hans á Eyjunni á undanförnum mánuðum. í rannsókn sem Vilhjálmur stóð að ásamt fleirum sem gæðaþróunarverkefni innan heilsugæslunnar í samstarfi við sýklafræðideild Landspítala, voru tæmandi upplýsingar um árssölu sýklalyfja 1993 og 1998 fengnar úr lyfjagagnagrunnum apóteka á nokkrum stöðum á landinu. Ennfremur voru upplýsingar um ástæður sýklalyfjanotkunar fengnar úr sjúkraskrám heilsugæslustöðva á sömu svæðum 1993, 1998 og 2003 frá um 2500 börnum þar sem foreldrar höfðu veitt samþykki fyrir þátttöku, auk viðhorfa þeirra til sýklalyfjanotkunar með viðhorfskönnunum. Jafnframt var fylgst með tíðni sýkinga meðal barna (ástæðu sýklalyfjanotkunarinnar) og þróun sýklalyfjaónæmis helstu sýkingarvalda meðal barnanna (pneumókokkanna) og þeir ræktaðir úr nefkoki þeirra. Þrefaldur munur var í lok rannsóknartímabilsins 2003 á sýklalyfjanotkun barna á Austurlandi, þar sem lyfjanotkunin var minnst og hafði minnkað mest, og í Vestmannaeyjum. Notkunin var í nær helmingi tilfella á öllum svæðum vegna miðeyrnabólgu. Að sama skapi var margfaldur munur á notkun breiðvirkra sýklalyfja milli svæðanna. Skilningur foreldra á skynsamlegri sýklalyfjanotkun hélst í hendur við fyrri notkun sýklalyfja hjá bömum og heildarnotkun á búsetusvæðunum. Vissar vísbendingar voru einnig um bætta eyrnaheilsu barna þar sem dregið var marktækt úr sýklalyfjanotkuninni, eins og til að mynda á Austurlandi þar sem börnum sem þurftu að fá hljóðhimnurör fækkaði einnig martækt (í um 17% barna) en fjölgaði þar sem notkun var mest í Vestmannaeyjum eða upp í um 44% barna. Misnotkun og ofnotkun „Þótt Islendingar noti mest allra af lyfjum þarf það ekki endilega að þýða að við ofnotum öll lyf. I einhverjum tilvikum getur verið að við séum á undan öðrum þjóðum að tileinka okkur lyf á markaðinum og að við meðhöndlum jafnvel sjúklingana okkar betur en aðrar þjóðir," segir Vilhjálmur. „Við bjóðum kannski líka upp á meira aðgengi að læknisþjónustu hverskonar og þá jafnframt lyfjameðferð í kjölfarið. En vandinn liggur kartnski einmitt þarna, því getur ekki verið að of gott aðgengi að sundurlausri læknisþjónustu og skyndivöktum leiði til of margra lyfjaávísana? Það er oft auðveldasta leiðin til að afgreiða mál að beita skyndilausnum og í sumum tilvikum er það jafnframt öruggasta leiðin til að baktryggja sig í leiðinni og gefa fyrirbyggjandi lyfef eitthvað óvænt skyldi gerast síðar. Ef einhver kemur með slæmt kvef og berkjubólgu er „auðveldasta" leiðin að gefa viðkomandi sýklalyf ef svo ólíklega vildi til að hann fengi lungnabólgu í framhaldinu, sem kemur kannski fyrir einn af hverjum hundrað. Þannig að í stað þess að bíða og sjá til hver þróunin verður og meðhöndla þá aðeins þann eina þegar einkenni lungnabólgu koma fram, þá meðhöndlum við kannski alla hundrað! Það hlýtur að vera umhugsunarefni ef meira en þriðjungur samskipta við lækni fer fram eftir að dagvinnu lækna lýkur, á kvöldin og um helgar, og vaktþjónustan er allt að átta sinnum Úr bréfi Vilhjálms til heilbrigðisráðherra og heilbrigöisnefndar Alþingis í febrúar 2009 Nýjustu upplýsingar frá sýklafræðideild Landspítala sýna að tveir algengustu sýkingarvaldarnir sem valda flestum hálsbólgum, eyrnabólgum og lungnabólgum eru í nær helmingi tilfella með ónæmi fyrir penicillinlyfjum eða helstu varalyfjum. Stór hluti barna ber þessar bakteríur, sérstaklega eftir að hafa fengið sýklalyf. Erfiðleikar eru þegar í dag að átta sig á kjörlyfjum og skammtastærðum sem duga til að meðhönda alvarlegar sýkingar sem þessar bakteríur geta valdið, ekki síst meðal barna. Sýklalyfjanotkunin hér á landi er allt að 40% meiri en á hinum Norðurlöndunum auk sem sem meira er notað breiðvirkum sýklalyfjum. Hlutfallslega er notkunin langmest hjá yngstu börnunum eða sem samsvarar um fjórðungi af allri sýklalyfjanotkun utan sjúkrahúsa. í samanburði við sýklalyfjanotkunina eins og hún var 10 árum áður í íslenskri rannsókn (1998) að þá hafði hún aukist um 35% hjá bömum undir 5 ára aldri. Allt þjóðfélagið líður fyrir ofnotkun þegar sýklalyfin eiga í hlut, ekki síst ofnotkun breiðvirkra sýklalyfja meðal barna sem eru viðkvæmari fyrir áhrifum lyfjanna en fullorðnir. Sýklalyfjameðferða sem í upphafi var í mörgum tilfellum óþörf. Alvarlegustu afleiðingarnar eru auðvitað þegar ekki tekst að meðhöndla sýkingar sem sýklalyfjaþolnar bakteríur valda og leggja þarf börn inn til sýklalyfjagjafar á spítala til að fá sterkustu lyf sem völ er á, í æð eða vöðva þess vegna. Það þarf ekki sterkt ímyndunarafl til að sjá til hvers slík þróun leiðir fyrir þjóðfélagið allt með tímanum. 434 LÆKNAblaöið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.