Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2011, Page 40

Læknablaðið - 15.07.2011, Page 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR gáttina getur aðeins sjúklingur sótt afgreiðsluna með aðstoð lyfjafræðings í apóteki. Gáttin er eins konar rafrænn banki sem geymir útgefnar lyfjaávísanir í allt að ár og engin hefur yfirlit yfir nema sjúklingurinn sjálfur, efhann á annað borð hefur vit á og veit hvað hann hefur fengið frá hverjum og einum lækni, hvað hann hefur tekið út áður og hvað bíður betri tíma. Sumir lyfseðlarnir sem sendir eru, eru nefnilega líka fjölnota, gilda í allt að ár og fyrir fjórar ávísanir. Það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til þess að sjá hvaða glundroði getur skapast með þessu fyrirkomulagi. Ekki síst meðal gamals fólks sem hefur farið til margra lækna og tekur mörg lyf en engin einn læknir hefur heildarsýn yfir. Heimilislæknir hefur bara yfirsýn yfir þau lyf sem hann sjálfur hefur ávísað eða læknar sem vinna á sömu stofnun. Hvað aðrir læknar úti í bæ hafa gefið út veit hann ekkert um nema í þeim fáu tilfellum þegar læknabréf berast honum. Til að flækja þetta enn meira er sama lyfið oft til undir mismunandi heitum, því alltaf er verið að breyta verðlagningu lyfja og ódýrasta samheitalyfið valið hverju sinni. Ekki er óalgengt að eldra fólk taki þannig sama lyfið undir mismunandi heitum í mörgum skömmtum á jafnvel sama tíma. Þannig verða lyfjaskammtarnir auðvitað allt of stórir. Eins getur verið um að ræða alvarlegar milliverkanir á milli lyfja sem læknar ávísa ef þeir vita ekki hvaða önnur lyf sjúklingarnir taka, eða réttara sagt þeir gera ekki ráð fyrir að þau séu til staðar í lyfjaumhverfi sjúklings. Stundum á inntakan auðvitað aðeins við varðandi ákveðin tímabundin veikindi. Að taka út lyfið síðar, þegar honum er batnað, á auðvitað ekki við. Dæmi eru nefnilega um að fólk taki út lyf sem lá í gáttinni frá fyrri tíma í góðri trú á að það sé við nýja kvillanum. Hætt er við að sjúklingar sem misnoti lyf safni í gáttina lyfjum frá eins mörgum læknum og þeir geta. Lyfjagagnagrunnur landlæknis nær aðeins yfir heildarmagn útleystra lyfja sem eru undir sérstöku eftirliti. Apótekin geta ekki séð hvað hin eru búin að afgreiða, aðeins það sem liggur inni í rafrænni bið hjá þeim og í allsherjar „gáttinni". Það hljóta allir að sjá að þetta kerfi býður heim hættunni á misnotkun og allsherjar rugli, ekki síst þegar gamalt fólk á hlut að máli. Öryggi sjúklinga og almennings er þannig stefnt í hættu. Skyndilausnir og afgreiðslur hingað og þangað valda líka því að heimilislæknirinn fær ekki heildarsýn á lyfjanotkun eins og varðandi sjálfa sjúkdómana í sjúkraskránni. Heimilislæknirinn á nú einu sinni að kallast gæsluvörður sjúkraskrárinnar. Persónuverndarsjónamið standa hins vegar í vegi fyrir að við fáum þessar upplýsingar. Gátt er auðvitað ekki gátt nema hægt sé að kíkja að minnsta kosti inn fyrir. Við þurfum einfaldlega aðgang að þessum upplýsingum til að geta unnið vel okkar starf." Ný tækifæri i lyfjastjórnun Rafræn skráning gefur auðvitað mikil tækifæri á að upplýsingar berist fljótt og vel á milli. Rafræna sjúkraskráin „Sagan" hefur verið allt of lengi í þróun og á ennþá langt í land auk þess sem hún er ekki nema að litlu leyti samtengd milli heilbrigðisstofnana. „Rafræna gátt" lyfseðlaafgreiðslunnar er eins og hvert annað tækifærisverkefni sem var ekki hugsað til enda en er mikil framför ef gengið er frá lausu endunum. Þannig mætti koma alveg í veg fyrir fölsun lyfseðla sem er töluvert vandamál og auðveldara væri að rekja til baka allar lyfjaafgreiðslur," segir Vilhjálmur. Hann segir að lokum að nýta megi reynsluna sem rannsóknin á sýklalyfjunum hefur gefið til að stuðla að bættum lyfjaávísanamálum almennt. „Þar var um gæðaþróunarverkefni að ræða sem spratt upp hjá læknunum sjálfum og höfðaði til skilnings almennings á virkni og gagnsemi lyfja. Eitt af meginhlutverkum landlæknis er að fylgjast með eftirritunarskyldum lyfjum og lyfjanotkuninni almennt. Mikilvægast er þó fyrir heilbrigðisyfirvöld að vita hvernig nýta megi grunninn til skynsamlegrar lyfjastjórnunar almennt í framtíðinni. Þannig að læknar geti horft á sínar ávísanavenjur út frá sínum vinnuhóp og hópar út frá heildinni. Einhliða inngripsaðgerðir og ákvarðanir heilbrigðisyfirvalda án samráðs við faghópa valda hins vegar mikilli óánægju og eru dæmdar til að misheppnast. Oftar er farsælla að innleiða breyttan hugsunarhátt hjá læknum og almenningi varðandi lyfjaávísanir út frá bestu þekkingu á notkun lyfja hverju sinni, til dæmis með gæðaþróunarverkefnum eins og okkar sem er fylgt eftir til margra ára. Þegar hefur heilsugæslan sýnt frumkvæði í þessum efnum með rannsókn á sýklalyfjanotkun, þróun sýklalyfjaónæmis yfir áratug og breytingum sem má gera þegar vilji er fyrir hendi. Þannig var hægt að draga úr sýklalyfjanotkun heils heilsugæsluumdæmis á Héraði um helming, jafnframt því sem eyrnaheilsa barna virtist skána og skilningur foreldra á réttri notkun lyfjanna aukast. Meiri fræðsla og þekking kom í stað skyndiúrlausna. Þetta akveðna verkefni hefur vakið eftirtekt erlendis en því miður síður hjá stjórnvöldum hér heima þar sem þörfin er einna mest," segir Vilhjálmur sem talaði fyrir daufum eyrum því bréfi hans fyrir rúmlega tveimur árum var aldrei svarað, hvorki af hálfu ráðherra né heilbrigðisnefndar Alþingis. 436 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.