Læknablaðið - 15.07.2011, Síða 53
Sildenafil Actavis -50 mg og 100 mg
Sildenafil Actavis - sildenafil 50 mg og 100 mg
filmuhúðaðar töflur. Virk innihaldsefni og styrkleikar:
Hver tafla inniheldur 50 mg síldenafíl (sem sítrat).
Hjálparefni: 124,76 mg laktósi einhýdrat í hverri töflu.
Sildenafil Actavis 100 mg filmuhúðaðartöflur. Hvertafla
inniheldur 100 mg síldenafíl (sem sítrat). Hjálparefni:
249,52 mg laktósi einhýdrat í hverri töflu. ÁbendingarrTil
meðferðar við ristruflunum hjá karlmönnum en það er
þegar stinning getnaðarlims næst ekki eða helst ekki
nægilega lengi til að viðkomandi geti haft samfarir á
viðunandi hátt.Til þess að Sildenafil Actavis verki þarf
kynferðisleg örvun að koma til. Skammtar og lyfjagjöf:
Lyfið er ætlað til inntöku. Notkun handa fullorðnum.
Ráðlagður skammtur er 50 mg sem tekinn er eftir þörfum
um það bil 1 klst. fyrir samfarir. Með hliðsjón af verkun og
þoli má auka skammtinn í 100 mg eða minnka hann í 25 mg.
Hámarksskammtur sem mælt er með er 100 mg.
Hámarksskammtatíðni sem mælt er með er einu sinni á
sólarhring. Sé Sildenafil Actavis tekið inn með mat getur það
seinkað verkun lyfsins miðað við töku þess á fastandi maga.
Notkun handa öldruðum. Ekki er þörf á að breyta skömmtum
hjá öldruðum. Notkun handa sjúklingum með skerta
nýrnastarfsemi. Leiðbeiningar um skammta undir
yfirskriftinni„Notkun handa fullorðnum" eiga einnig við
sjúklinga með vægt- til meðalskerta nýrnastarfsemi
(kreatínín úthreinsun = 30-80 ml/mín.). Þar sem úthreinsun
síldenafíls er lægri hjá sjúklingum með alvarlega skerta
nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun <30 ml/mín.) er mælt
með notkun 25 mg skammts. Með hliðsjón af verkun og þoli
má auka skammt í 50 mg og 100 mg. Notkun handa
sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Þar sem úthreinsun
síldenafíls er lægri hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi
(t.d. skorpulifur) er mælt með notkun 25 mg skammts. Með
hliðsjón af verkun og þoli má auka skammt í 50 mg og
100 mg. Notkun handa börnum og unglingum. Sildenafil
Actavis er ekki ætlað einstaklingum yngri en 18 ára. Notkun
handa sjúklingum, sem nota önnur lyf. Mælt er með að gefa
sjúklingum, sem eru samtímis meðhöndlaðir með CYP3A4
hemlum öðrum en rítónavíri, 25 mg upphafsskammt.
Rítónavír á ekki að taka samtímis síldenafíl.Til að draga úr
líkum á réttstöðuþrýstingsfalli, eiga sjúklingar sem nota alfa-
blokka að vera í stöðugu ástandi áður en meðferð með
síldenafíli hefst. Einnig ætti að hugleiða að hefja meðferð
með 25 mg skammti síldenafíls. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. í samræmi
við þekkt áhrif síldenafíls köfnunarefnisoxíð/hringlaga
gvanósíneinfosfat (cyclic guanosine monophosphate
(cGMP))-efnaferilinn hefur verið sýnt fram á að það eykur
lágþrýstingsvaldandi áhrif nítrata og má því ekki nota það
samtímis efnum sem gefa frá sér köfnunarefnisoxíð (svo
sem amýlnítrít) og hvers konar nítrötum. Lyf til meðferðar
við ristruflunum, þar með talið síldenafíl, á ekki að gefa
körlum sem ráðið er frá því að stunda kynlíf (t.d. sjúklingum
með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma eins og hvikula
hjartaöng eða alvarlega hjartabilun). Sjúklingar sem hafa
tapað sjón á öðru auga vegna framlægs sjóntaugarkvilla
vegna blóðþurrðarán slagæðabólgu (non-arteritic anterior
ischaemic optic neuropathy (NAION)), hvort sem það er talið
tengjast notkun hemla fosfótvíesterasa af gerð 5 (PDE5
hemla) eða ekki eiga ekki að nota Sildenafil Actavis. öryggi
af notkun síldenafíls hefur ekki verið rannsakað hjá
eftirtöldum sjúklingahópum og því mega þeirekki nota
það: Alvarlega skert lifrarstarfsemi, lágþrýstingur
(blóðþrýstingur lægri en 90/50 mmHg), sjúklingar sem
nýlega hafa fengið heilablóðfall eða kransæðastíflu og
þekktur arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu (retina)
eins og sjónufreknur (retinitis pigmentosa) (lítill hluti
þessara sjúklinga er með arfgengan sjúkdóm í
fosfótvíesterasa sjónhimnu). Varúð: Kanna skal
sjúkdómssögu og rannsókn gerð til greiningar á hvort um
ristruflanir sé að ræða og ganga úr skugga um hugsanlega
undirliggjandi orsök áður en ákvörðun er tekin um notkun
lyfsins. Áður en einhver meðferð við ristruflunum hefst skal
læknirinn rannsaka ástand hjarta- og æðakerfis sjúklingsins
þar sem nokkur áhætta er fyrir hendi hvað varðar hjartað í
tengslum við samfarir. Síldenafíl hefur æðaútvíkkandi
eiginleika, sem valda vægri og tímabundinni lækkun
blóðþrýstings. Læknirinn skal íhuga vandlega áður en
síldenafíli er ávísað, hvort sjúklingar með ákveðna
undirliggjandi sjúkdóma gætu fengið aukaverkanir vegna
slíkra æðaútvíkkandi áhrifa, einkum í tengslum við samfarir.
Sjúklingar, sem eru í aukinni hættu vegna æðaútvíkkandi
áhrifa eru m.a. þeir sem eru með útflæðisteppu í vinstra
slegli (t.d. ósæðarþrengsli, hjartavöðvakvilla með
útstreymishindrun) eða þeir sem eru með mjög sjaldgæf
heilkenni fjölþættrar visnunar æðakerfis sem einkennist af
alvarlega skertri sjálfstjórn á blóðþrýstingi. Sildenafil Actavis
eykur blóðþrýstingslækkandi áhrif nítrata. Eftir
markaðssetningu hefur, í tengslum við notkun síldenafíls,
verið greint frá alvarlegum hjarta- og æðaáföllum, þar á
meðal kransæðastíflu, hvikulli hjartaöng (unstable angina),
skyndilegum hjartadauða, sleglatakttruflunum,
heilablæðingu, skammvinnum heilaeinkennum vegna
blóðþurrðar (transient ischemic attack), háþrýstingi og
lágþrýstingi. Flestir þessara sjúklinga, en þó ekki allir, voru
fyrir í hættu að fá hjarta- eða æðaáfall. Mörg þeirra tilvika
sem greint var frá áttu sér stað meðan á samförum stóð eða
fljótlega að þeim loknum og nokkur tilvikanna áttu sér stað
skömmu eftir inntöku síldenafíls án þess að samfarir ættu
sér stað. Ekki er unnt að kveða upp úr með það hvort þessi
atvik tengjast þessum þáttum beint, eða öðrum þáttum.
Gæta skal varúðar við notkun lyfja við ristruflunum, þar með
talið síldenafíl, hjá sjúklingum með vanskapaðan
getnaðarlim (t.d. vinkilbeygðan lim, bandvefshersli í
getnaðarlim (cavernous fibrosis) eða Peyronies-sjúkdóm)
eða hjá sjúklingum sem haldnir eru sjúkdómum sem geta
valdið standpínu (t.d. sigðfrumublóðleysi, mergæxli
(multiple myeloma) eða hvítblæði). Öryggi og verkun af
notkun síldenafíls samtímis meðhöndlun með öðrum lyfjum
við ristruflunum hefur ekki verið rannsökuð. Samtímis
meðferð er því ekki ráðlögð. Greint hefur verið frá
sjónskerðingu og tilvikum um framlægan sjóntaugarkvilla
vegna blóðþurrðarán slagæðabólgu (non-arteritic anterior
ischaemic optic neuropathy (NAION)), í tengslum við notkun
síldenafíls og annarra PDE5 hemla. Ráðleggja á sjúklingum
að hætta töku Sildenafil Actavis og hafa strax samband við
lækni ef þeir finna fyrir skyndilegri sjónskerðingu. Ekki er
mælt með samtímis notkun síldenafíls og rítónavírs. Gæta
skal varúðar þegar síldenafíl er gefið sjúklingum sem nota
alfa-blokka þar sem samtímis notkun þessara lyfja getur
valdið einkennum lágþrýstings hjá fáeinum viðkvæmum
einstaklingum. Líklegast er að einkennin komi fram á fyrstu
4 klst. eftir töku síldenafíls.Til að draga úr líkum á
réttstöðuþrýstingsfalli, eiga sjúklingar sem nota alfa-blokka
að vera í stöðugu blóðaflfræðilegu ástandi áður en meðferð
með síldenafíli hefst. Hugleiða ætti að hefja meðferð með
25 mg skammti síldenafíls. Auk þess ætti læknir að ráðleggja
sjúklingum hvernig eigi að bregðast við einkennum
réttstöðuþrýstingsfalls. Rannsóknir//jw'frobenda til þess, að
síldenafíl auki verkun nítróprússíðs gegn samloðun
blóðflagna í mönnum. Engar upplýsingar liggja fyrir um
öryggi við notkun síldenafíls hjá sjúklingum með
blæðingasjúkdóma eða virkt ætissár. Síldenafíl skal því
aðeins gefið þessum sjúklingum eftir ítarlegt mat á kostum
þess gegn áhættu. Sildenafil Actavis töflurnar innihalda
laktósa einhýdrat (mjólkursykur). Sildenafil Actavis skal ekki
gefa mönnum með galaktósaóþol, laktasaskort eða
vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir
arfgengir kvillar. Sildenafil Actavis er ekki ætlað konum.
Milliverkanir: Áhrif annarra lyfja á síldenafíl. In vitro
rannsóknir: Umbrot síldenafíls verða fyrst og fremst fyrir
áhrif cýtókróm P450 (CYP) ísóensíma 3A4 (að mestu leyti) og
2C9 (í minna mæli). Því geta hemlar þessara ísóensíma
dregið úr úthreinsun síldenafíls. In vivo rannsóknir: Mat á
lyfjahvörfum hjá mönnum, sem byggt er á gögnum úr
klínískum rannsóknum, bendirtil þess að úthreinsun
síldenafíls minnki séu CYP3A4 hemlar gefnir samtímis (eins
og t.d. ketókónazól, erýtrómýsín og címetidín). Enda þótt
tíðni aukaverkana hjá þessum sjúklingum hafi ekki aukist
þegar síldenafíl var gefið samtímis er ráðlegt að nota 25 mg
skammt í upphafi. Við samtímis gjöf HIV próteasahemilsins
rítónavírs, sem er mjög öflugur P450 hemill, við stöðuga
þéttni í blóði (500 mg tvisvar sinnum á dag) og eins
skammts af síldenafíli (100 mg) varð 300% (ferföld) hækkun
á Cmax síldenafíls og 1.000% (ellefuföld) hækkun á AUC
síldenafíls í blóði. Eftir 24 klst. voru blóðgildi síldenafíls enn
u.þ.b. 200 ng/ml, en þegar síldenafíl var gefið eitt sér voru
blóðgildi þess u.þ.b. 5 ng/ml. Þetta er í samræmi við þá
umtalsverðu verkun, sem rítónavír hefur á fjöldann allan af
P450 ensímhvarfefnum (substrates). Síldenafíl hafði engin
áhrif á lyfjahvörf rítónavírs. Með hliðsjón af niðurstöðum úr
þessum lyfjahvarfarannsóknum er ekki mælt með samtímis
notkun síldenafíls og rítónavírs, en sé slíkt gert á
heildarskammtur síldenafíls ekki að fara yfir 25 mg á 48 klst.
tímabili. Við samtímis gjöf HIV próteasahemilsins
sakvínavírs, sem er CYP3A4 hemill, við stöðuga þéttni í blóði
(1.200 mg þrisvar sinnum á dag) og eins skammts af
síldenafíli (100 mg) varð 140% hækkun á C^ síldenafíls og
210% hækkun á AUC síldenafíls í blóði. Síldenafíl hafði engin
áhrif á lyfjahvörf sakvínavírs (sjá kafla 4.2). Öflugri CYP3A4
hemlar eins og ketókónazól og ítrakónazól eru taldir hafa
meiri áhrif. Eftir inntöku eins 100 mg skammts af síldenafíli
með erýtrómýsíni, sem er sértækur CYP3A4 hemill, við
stöðuga þéttni í blóði (500 mg tvisvar sinnum á dag í
5 daga) varð 182% hækkun á aðgengi síldenafíls (AUC). Hjá
venjulegum heilbrigðum körlum, sem voru sjálfboðaliðar,
komu engar vísbendingar í Ijós um að azitrómýsín (500 mg
daglega í 3 daga) hefði áhrif á AUC, C^, t^, stuðul
útskilnaðarhraða né heldur í kjölfar þess á helmingunartíma
síldenafíls eða þess umbrotsefnis, sem mest er af í blóði. Hjá
heilbrigðum sjálfboðaliðum olli címetidín (800 mg), sem er
cýtókróm P450 hemill og ósértækur hvað varðar CYP3A4,
56% aukningu á blóðþéttni síldenafíls þegar það var gefið
samtímis síldenafíli (50 mg). Greipaldinsafi, sem er vægur
hemill á CYP3A4 umbrot í þarmavegg, getur valdið lítils
háttaraukningu á blóðþéttni síldenafíls.Taka eins skammts
af sýrubindandi lyfi (magnesíumhýdroxíð/álhýdroxíð) hafði
ekki áhrif á aðgengi síldenafíls. Enda þótt sérstakar
rannsóknir hafi ekki verið gerðar á milliverkunum við öll lyf,
kom í Ijós við mat á lyfjahvörfum, að samtímis notkun
eftirtalinna lyfja hafði ekki áhrif á lyfjahvörf síldenafíls:
CYP2C9 hemlar (eins og tólbútamíð, warfarín og fenýtóín),
CYP2D6 hemlar (eins og sértækir serótónín endurupptöku
hemlar og þríhringlaga geðdeyfðarlyf), tíazíð og skyld
þvagræsilyf, mikilvirk (loop-) og kalíumsparandi þvagræsilyf,
ACE-hemlar, kalsíumgangalokar, beta-blokkar eða lyf sem
örva CYP450 umbrot (eins og rífampisín, barbítúröt).
Nicoarandil er blanda kalsíumgangavirkjara og nítrata.
Vegna nítrat innihaldsins getur það haft alvarlegar
milliverkanir við síldenafíl. Áhrifsíldenafíls á önnurlyf. In vitro
rannsóknir: Síldenafíl hefurvæga hamlandi verkun á
cýtókróm P450 ísóensím 1A2,2C9,2C19, 2D6,2E1 og 3A4
(IC50> 150 pM). Við hámarksblóðþéttni síldenafíls sem er um
1 pM eftir ráðlagða skammta, er ólíklegt að Sildenafil Actavis
breyti úthreinsun hvarfefna þessara ísóensíma. Engin gögn
liggja fyrir um milliverkanir síldenafíls og ósértækra
fosfótvíesterasa hemla eins og teófýllíns eða dípýrídamóls.
In vivo rannsóknir: í samræmi við þekkta verkun síldenafíls á
köfnunarefnisoxíð/cGMP-ferilinn hefur verið sýnt fram á, að
síldenafíl eykur blóðþrýstingslækkandi áhrif nítrata.
Samtímis notkun efna sem gefa frá sér köfnunarefnisoxíð
eða nítrata á hvaða formi sem er, er því frábending.
Samtímis notkun síldenafíls hjá sjúklingum sem nota alfa-
blokka getur valdið einkennum lágþrýstings hjá fáeinum
viðkvæmum einstaklingum. Líklegast er að einkennin komi
fram á fyrstu 4 klst. eftirtöku síldenafíls. Síldenafíl (25 mg,
50 mg eða 100 mg) var í þremur sértækum lyfja
milliverkanarannsóknum, notað samtímis alfa-blokkanum
doxazósín (4 mg og 8 mg) hjá sjúklingum með góðkynja
stækkun blöðruhálskirtils sem voru í stöðugu ástandi á
doxazósín meðferð. Hjá þessu þýði var
meðaltalsviðbótarlækkun blóðþrýstings í láréttri stöðu
7/7 mmHg, 9/5 mmHg og 8/4 mmHg og
meðaltalsviðbótarlækkun blóðþrýstings í uppréttri stöðu
6/6 mmHg, 11/4 mmHg og 4/5 mmHg talið í sömu röð.
Þegar sjúklingum í stöðugu ástandi á doxazósín meðferð var
gefið síldenafíl og doxazósín samtímis, greindu einstaka
sjúklingarfrá einkennum réttstöðuþrýstingsfalls, þar með
talið sundl og yfirliðstilfinning, en ekki yfirlið. Engar
marktækar milliverkanir komu í Ijós við töku síldenafíls
(50 mg) samtímis tólbútamíði (250 mg) eða warfaríni
(40 mg), en þau umbrotna bæði fyrir tilstilli CYP2C9.
Síldenafíl (50 mg) jókekki lengdan blæðingartíma af
völdum asetýlsalisýlsýru (150 mg). Síldenafíl (50 mg) jók
ekki blóðþrýstingslækkandi áhrif alkóhóls í heilbrigðum
einstaklingum, þegar C^ alkóhóls í blóði var að meðaltali
80 mg/dl. Á heildina litið sýndu eftirtaldir flokkar
blóðþrýstingslækkandi lyfja engan mun á aukaverkunum
hjá sjúklingum sem tóku síldenafíl í samanburði við þá sem
tóku lyfleysu: Þvagræsilyf, beta-blokkar, ACE-hemlar,
angíótensín II hemlar, blóðþrýstingslækkandi lyf
(æðavíkkandi lyf eða lyf með miðlæga verkun), adrenvirkir
taugafrumuhemlar, kalsíumgangalokarog alfa-blokkar. í
einni sértækri rannsókn á milliverkunum, þarsem
sjúklingum með háþrýsting var gefið síldenafíl (100 mg)
ásamt amlódipíni kom í Ijós aukin lækkun á slagbilsþrýstingi
í útafliggjandi stöðu eða um 8 mmHg. Samsvarandi lækkun
á þanbilsþrýstingi í útafliggjandi stöðu var 7 mmHg. Þessi
aukna blóðþrýstingslækkun varaf hliðstæðri stærðargráðu
og þegar síldenafíl var gefið eitt sér heilbrigðum
einstaklingum. Síldenafíl (100 mg) hafði ekki áhrif á
lyfjahvörf HIV próteasa hemlanna sakvínavírs og rítónavírs
við stöðuga blóðþéttni þeirra, en þeir eru báðir CYP3A4
ensímhvarfefni. Aukaverkanir: Mjög algengar (^1/10);
Höfuðverkur. Algengar (>1/100 til <1/10); Sundl,
sjóntruflanir, truflun á litaskyni, hitasteypur/roði, nefstífla,
meltingartruflanir. Sjaldgæfar (£1/1.000 til <1/100);
Svefnhöfgi, minnkað snertiskyn, röskun í augnslímu,
augnsjúkdómar, óeðlileg táraseyting, aðrir augnsjúkdómar,
svimi, eyrnasuð, hjartsláttarónot, hraðtaktur, uppköst,
ógleði, munnþurrkur, húðútbrot ,vöðvaþrautir, brjóstverkur,
þreyta, aukinn hjartsláttur. Mjög sjaldgæfar (£1/10.000 til <1
/1.000); Ofnæmi, heilablóðfall, yfirlið, heyrnarleysi*,
háþrýstingur, lágþrýstingur, hjartadrep, gáttatif, blóðnasir.
Tíðni ekki þekkt (£1/10.000); Skammvinnt blóðþurrðarkast
(transient ischemic attack), flog, endurtekin flog, framlægur
sjóntaugarkvilli vegna blóðþurrðarán slagæðabólgu (non-
arteritic anterior ischaemic optic neuropathy (NAION)), stífla
í æðum sjónu og skerðing á sjónsviði, sleglasláttarglöp,
hvikul hjartaöng, skyndilegur hjartadauði, standpína,
langvarandi stinning getnaðarlims. * Eyrnakvillar: Skyndilegt
heyrnarleysi. Eftir markaðssetningu og í klínískum
rannsóknum hefur verið greint frá nokkrum tilfellum um
skyndilega heyrnarskerðingu eða heyrnarleysi við notkun
hvaða PDE5 hemils sem er, þ.á m. síldenafíls. Pakkningar
og hámarksverð í smásölu (1. júní 2011): 50 mg, 4 stk:
4.509 kr., 50 mg, 12 stk: 11.088 kr., 100 mg, 4 stk: 4.885 kr.,
100 mg, 12 stk: 13.304 kr. Afgreiðslutilhögun: R.
Greiðsluþátttaka: 0. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC
ehf. Júní 2011.
actavis
LÆKNAblaðið 2011/97 449