Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2012, Page 7

Læknablaðið - 15.06.2012, Page 7
RITSTJÓRNARGREIN Heimilislækningar á íslandi í vanda Þórarinn Ingólfsson Formaður Félags íslenskra heimilislækna torarinn.ingolfsson@heilsugaeslan.is Þegar ég var ungur læknir á Siglufirði árið 1991 með brennandi áhuga á heim- iiislækningum, kvaddi ég mér hljóðs á kosningafundi Jóns Baldvins og Sighvats Björgvinssonar á Hótel Höfn. Það var aug- ljóst að Sighvatur yrði heilbrigðisráðherra, enda handleggsbrotinn og prýddur forláta gifsumbúðum á handlegg. Ég mannaði mig upp og spurði þá félaga hvort Alþýðu- flokkurinn ætti einhverja framtíðarstefnu í heilbrigðismálum. Það varð fátt um svör og þeir fóstbræður slógu þessu öllu upp í grín, enda var mjög gaman á fundinum. Sighvatur varð heilbrigðisráðherra og reyndi að koma á þjónustustýringu í heil- brigðiskerfinu en varð frá að hverfa með slíkar hugmyndir. Á þessum tíma var hver einasta staða heimilislæknis mönnuð, bæði í þéttbýli og dreifbýli, og mikið hugsjóna- starf unnið innan heimilislæknisfræð- innar. í dag eru fjölmargar stöður á lands- byggðinni lausar og heilu landshlutarnir án fastra lækna. Nýlega voru 7 stöður sér- fræðinga í heimilislækningum auglýstar í heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Enginn sótti um. Við erum sem sagt enn í sömu sporum, heilbrigðisráðuneytið er nú deild í velferðarráðuneyti, enn olnbogabarn stjórnmálamanna með tíðum ráðherra- skiptum, útgjaldadrýgsta ráðuneytið sem ekki virðist teljast nein upphefð í að stjórna. Atburðarásin um og eftir efnahagshrun er hins vegar grafalvarleg. Heilbrigðisyfir- völd virðast í skjóli niðurskurðar vera á góðri leið með að ganga af heimilislækn- ingum dauðum. Haustið 2007 var gerð reglugerðarbreyting sem skyldar heilsu- gæslustöðvarnar til að skrá fólk „á heilsu- gæslustöð" án heimilislæknis þó listar allra lækna þar séu löngu yfirfullir og læknarnir hafi enga möguleika á að sinna þessu sem skyldi og er þannig grafið undan læknis/- sjúklingssambandinu og þjónustunni sem veitt er. Þannig er vandinn falinn án þess að koma með raunhæfar aðgerðir til að bregðast við heimilislæknaskorti. Á vormánuðum 2010 var sagt upp samn- ingi við 12 sjálfstætt starfandi heimilis- lækna sem sinna tugþúsundum skjólstæð- inga og veita persónulega og góða þjónustu eftir hugmyndafræði heimilislækninga. Boðuð var á sama tíma starfræksla svokall- aðrar „forvaktar" í samstarfi Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Til- kynnt var einnig að samningur yrði ekki endurnýjaður við Læknavaktina sem veitir öllum sem þangað leita skjóta þjónustu sér- fræðinga í heimilislækningum utan dag- vinnutíma, hvort sem þeir hafa skráðan heimilislækni eða ekki. Boðuð var sameining og stækkun stöðva innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stækkun og samræming átti að koma í stað fjölbreytni og dreifstýringar. Ekkert var litið til reynslu nágrannaþjóða eða annarra rekstrarforma sem hafa þó reynst vel og komið vel út úr þjónustukönnunum (Lág- múlastöðin, Salastöðin, sjálfstætt starfandi heimilislæknar). Boðuð var samræming sem virtist þjóna hagsmunum stjórnsýslu stórfyrirtækisins en ekki þörfum íbúanna. Heimilislæknarn- ir sjálfir voru hins vegar ekki hafðir með í ráðum að neinu leyti, en samt vita þeir best hvar skórinn kreppir að á sínu svæði, hvaða mannafla þeir hafa yfir að ráða til að sinna þörfum sinna skjólstæðinga og hvernig á að forgangsraða verkefnum. Fag- félag heimilislækna hefur verið tilneytt til að verjast vondum hugmyndum frekar en að nýta fagþekkingu til að móta breytingar til framtíðar. Heilsugæslan skiptist í tvö meginsvið, læknasvið og hjúkrunarsvið. Þessi tvö svið skarast vissulega. Hefðbundin hjúkrun er í góðum farvegi, mönnun viðunandi og aðgengi gott. Þetta á við um ýmsa heilsu- vernd, hjúkrunarmóttöku, ungbarnaeftir- lit og mæðravernd. Öðru máli gegnir um heimilislæknamóttökuna. Langflestir vilja hafa greiðan aðgang að heimilislækni. Lækni sem er hæfur og vel menntaður og þekkir til þeirra og þeir geta treyst fyrir sínum heilsufarsmálum, annaðhvort leyst úr þeim eða komið þeim í réttan farveg. Heimilislæknamóttakan er þjónusta sem fólk vill hafa í lagi. Það er þetta sem hug- myndafræði heimilislækninga gengur út á. Hugmyndafræði sem heimilislæknar hafa haldið á lofti síðustu áratugina. Á hinum Norðurlöndunum, þar sem velferð er hvað þróuðust í heiminum, forðast heilbrigðis- yfirvöld miðstýringu í heimilislækningum. Best hefur reynst að láta heimilislæknana sjálfa bera ábyrgð á umsjá skjólstæðinga sinna, enda hafi þeir mesta þekkingu á aðstæðum þeirra og þörfum. Staðan er við- kvæm núna, heimilislæknar eru of fáir og margir yngri heimilislæknar hafa þegar hætt störfum og flust búferlum og þeir sem eldri eru nálgast eftirlaun eða íhuga að draga sig í hlé eða fara í önnur verkefni. Ekki fást hæfir umsækjendur í stöður sem eru auglýstar. Samningar við sérgreinalækna á stofum hafa ekki verið gerðir og fellur kostnaðar- auki undanfarinna ára óskiptur á sjúklinga sem þurfa á þjónustu þeirra að halda. Þess eru mörg dæmi að fólk biðst undan til- vísun til sérfræðings vegna kostnaðar. Slíkt er óásættanlegt. Heilbrigðisyfirvöld þurfa að viðurkenna að heilbrigðiskerfi Islendinga eins og annarra þróaðra þjóða hvílir á þekkingargrunni læknisfræðinnar. Læknar sem fagstétt verðskulda að haft sé samráð við þá um meiriháttar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Tortryggni sú sem hefur verið leiðarljós yfirvalda undanfarinn ára- tug gagnvart fagfélögum lækna er óverð- skulduð og hefur þegar valdið of miklum skaða. Icelandic General Practice crisis Thorarinn is a General Practitioner practicing in Reykjavik and president of the lcelandic College of General Practitioners. LÆKNAblaðið 2012/98 331

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.