Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 25
RANNSÓKN Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Guörún Dóra Clarke' læknir, Jón Steinar Jónsson23 læknir, Magnús Ólafsson1 læknir, Sigrún Sif Jóelsdóttir4 Ms í sálfræði, Gunnar Guðmundsson3-5 læknir ÁGRIP Inngangur: Þótt reykingar hafi minnkað mikið undanfarin ár hefur meiri- hluti Islendinga yfir 40 ára aldri samt einhvern tíma reykt. Lítið er vitað um greiningu langvinnrar lungnateppu (LLT) í þessum hópi, öndunarfæraein- kenni og ráðleggingar um reykleysi í heilsugæslu. Tilgangur rannsóknar- innar var að kanna algengi LLT hjá skjólstæðingum heilsugæslunnar sem eiga sér sögu um reykingar. Efniviður og aðferðir: Á heilsugæslustöðinni á Akureyri fengu allir yfir 40 ára aldri sem leituðu læknis á fjórum vikum afhentan spurningalista um reykingar, öndunarfæraeinkenni og læknismeðferð. Alls var um að ræða 416 manns og var svarhlutfall 63%. Boðið var upp á blásturspróf hjá þeim sem höfðu einhvern tíma reykt. Niðurstöður: Af 259 sem svöruðu voru 150 (57,9%) með sögu um reykingar. Af þeim voru 117 (45,2%) hættir að reykja en 33 (12,7 %) voru enn að reykja. Hjá þeim sem höfðu sögu um reykingar voru 16% með LLT samkvæmt biástursprófi og 2/3 vissu ekki um greininguna. Öndunarfæra- einkenni fóru vaxandi með aukinni teppu á blástursprófi. Af þeim sem höfðu áður reykt hafði 26% aldrei verið ráðlagt af lækni að hætta að reykja. Af öllum hóþnum sögðust 14,3% hafa verið greindir með lungna- þembu, langvinna lungnateppu eða langvinna berkjubólgu. Alls sögðust 23,5% hafa verið greindir með astma, berkjubólgu af völdum astma eða berkjubólgu af völdum ofnæmis. Ályktun: Saga um reykingar var algeng meðal skjólstæðinga heilsu- gæslunnar. Einn af hverjum 6 sem hafði sögu um reykingar var með LLT og meirihlutanum var ókunnugt um það. Öndunarfærasjúkdómar voru algengir. Með athugun á lungnastarfsemi greinast margir sem hafa reykt með áður óþekkta langvinna lungnateppu. ’Heilsugæslustöðinni á Akureyri, 2heilsugæslu Garðabæjar, 3læknadeild Háskóla íslands, 4rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, 5lungnadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Gunnar Guðmundsson ggudmund@landspitali. is Greinin barst: 22. janúar 2012, samþykkt til birtingar: 30. maí 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Undanfarin ár hefur frábær árangur náðst á íslandi í að fækka þeim sem reykja og þar með að draga úr skaðsemi reykinga til lengri tíma. Samkvæmt rannsókn sem birtist í Læknablaðinu árið 2007 hafa þó yfir 60% íslendinga yfir 40 ára aldri reykt áður eða eru enn að reykja.1 Það er því enn langt í að tíðnitölur sjúkdóma sem orsakaðir eru af reykingum fari lækkandi. Þó svo stór hópur reykingamanna sé til staðar í samfélaginu er samt lítið vitað um öndunarfæraeinkenni þessa hóps, greiningu langvinnrar lungnateppu og ráðleggingar um reykleysi til þessa hóps. Langvinn lungnateppa (LLT) er yfirheiti teppusjúkdóma í lungum, svo sem langvinnrar berkjubólgu, lungnaþembu og lokastigs astma.2 LLT er skilgreind sem sjúkdómur er einkennist af teppu í lungum sem ekki er að fullu afturkræf eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfja.2 Um allan heim hefur algengi LLT vaxið mikið á undanförnum árum en árið 1990 var LLT talin sjötta algengasta dánarorsök í heiminum og búist við að hún kæmist í þriðja sæti árið 2020.3 Nú þegar veldur LLT miklum kostnaði í íslensku heilbrigðiskerfi og fyrirsjáanlegt er að sá kostnaður muni aukast enn á næstu árum og áratugum.4 íslensk rannsókn frá 1996 sýndi að 8% 50 ára karlmanna í almennu þýði höfðu klínísk einkenni um langvinna berkjubólgu.5 íslenska BOLD-rannsóknin sýndi að algengi LLT í almennu þýði yfir 40 ára aldri var 9% fyrir teppu á stigi II eða hærra. Langvinnur hósti hjá þeim sem höfðu reykt lengur en í 20 pakkaár sást hjá um 20% karla og langvinnur slím- uppgangur hjá um 13% kvenna. Þessi hópur hefur því umtalsverð öndunarfæraeinkenni.1’6 BOLD-rannsóknin sýndi einnig að einungis 8% þeirra sem reyndust hafa LLT höfðu verið áður greindir af lækni.1 Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna greiningu LLT í heilsugæslu hjá skjólstæðingum sem höfðu sögu um reykingar, öndunarfæraeinkermi og ráðleggingar um reykleysi á einni heilsugæslustöð utan höfuðborgar- svæðisins. Efniviður og aðferðir Urtakið voru allir 40 ára og eldri sem leituðu til Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri á fjórum samfelldum vikum í febrúar og mars 2010. Þeir fengu afhentan spurningalista hjá móttökuriturum um reykingar, öndunarfæraeinkenni og læknisgreiningu. Þeir tóku listann með sér heim og eftir útfyllingu var hann póst- lagður til aðalrannsakanda. Alls var um að ræða 416 manns og var svarhlutfall 63%. Notaðir voru staðlaðir spurningalistar þar sem leitað var upplýsinga um helstu einkenni LLT.W Spurninga- listinn var unninn upp úr þeim listum sem notaðir voru í alþjóðlegu BOLD-rannsókninni.1'6 Þar höfðu allir spurningalistar verið þýddir úr ensku og aðlagaðir ís- lenskri málvenju en síðar þýddir aftur á ensku af lög- giltum skjalaþýðanda sem var ókunnugt um frumút- gáfuna. Niðurstöður spurningalistanna voru færðar í gagnagrunn, ópersónubundið, og unnið úr þeim töl- fræðilega. Langvinn lungnateppa er yfirheiti teppusjúkdóma í lungum, og önnur heiti sem notuð eru um einstakar gerðir LLT eru langvinn berkjubólga og lungnaþemba. Þess vegna var spurt um þessi heiti þegar leitað var eftir læknisgreiningum. Að jafnaði eru LLT og lungnaþemba talin mismunandi nöfn á sama sjúkdómi. LÆKNAblaðið 2012/98 349
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.