Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 28
RANNSÓKN ekki hafa fengið ráðleggingar um reykleysi. LLT, lungnaþemba og astmi voru algengar greiningar. í þessari rannsókn höfðu um 45% þátttakenda einhvern tímann reykt og 12,7% voru enn að reykja. Þannig höfðu einungis um 42% verið reyklausir alla ævi. Þessar niðurstöður eru svipaðar íslensku BOLD-rannsókninni. Þar var einnig um að ræða úrtak einstak- linga 40 ára og eldri en einungis af höfuðborgarsvæðinu. Þátt- takendur voru valdir af handahófi og svöruðu spurningalistum og fóru í blásturspróf. í þeim hópi höfðu 61% sögu um reykingar, 18,2% voru enn að reykja og 42,8% voru fyrrum reykingamenn.l Þannig styðja þessar rannsóknir vel hvor aðra. Grein í Lækna- blaðinu frá 2003 sýndi að 16% 50 ára kvenna á Akureyri reyktu og 17% karla 50 ára karla.8 Höfundum er ókunnugt um aðrar sam- bærilegar rannsóknir á reykingum fyrir Akureyri og því erfitt að öðru leyti að leggja mat á hvort reykingavenjur hafi breyst fyrir sama svæði. Ráðgjöf um meðferð við reykingum má alltaf bæta í heilsu- gæslu á Islandi. Af núverandi reykingamönnum sem þátt tóku í rannsókninni sögðust 26% ekki hafa fengið hvatningu frá lækni um að hætta reykingum. Erlend rannsókn sýndi að tæplega 75% reykingamanna sem skráðir voru nýir í rafræna sjúkraskrá heim- ilislækna árið 1990 sögðu ekki frá því að þeir reyktu, en hlutfallið hafði lækkað í tæplega 27% árið 2006.8 Læknar eru þjálfaðir í að greina sjúkdóma og veita viðeigandi meðferð. Átak í skráningu tóbaksfíknar (ICD: F17) og reykingasögu er ein af forsendum þess að reykingamenn fái viðeigandi meðferð og ráðgjöf. Rannsókn þessi skoðaði hins vegar ekki hvernig skráningu á tóbaksfíkn var háttað á Akureyri þar sem ekki var sótt um leyfi til vísindasiða- nefndar um slíkt. Blásturspróf var eingöngu gert hjá reykingafólki, bæði nú- verandi og fyrrverandi, og reyndist umtalsverður hluti hópsins hafa LLT. Hér var eingöngu um að ræða greiningu með blásturs- prófi en einkenni voru ekki tekin með. Það er í samræmi við aðrar faraldsfræðilegar rannsóknir á LLT sem gerðar hafa verið í heiminum á undanförnum árum.1 Teppa á blástursprófi getur átt sér margar orsakir. Með því að taka eingöngu með þá sem ekki höfðu viðsnúanleika á blástursprófi eftir gjöf salbútamóls minnka líkur á að þeir sem eru með astma, bráða berkjubólgu eða aðrar tímabundnar ástæður fyrir teppu á blástursprófi greinist í þessari rannsókn og trufli þar með niðurstöður.2 Almennt hefur verið ráðlagt í daglegu klínísku starfi að eingöngu þeir sem hafa einkenni frá öndunarfærum fari í blásturspróf.2 Þá þarf einnig að hafa í huga að blásturspróf getur ofgreint LLT hjá öldruðum.2 Þá ætti ekki að greina LLT nema gert hafi verið blásturspróf sem sýnir lungnateppu.2 Þannig er athyglisvert að hluti þeirra sem áður höfðu verið greindir með LLT voru með eðlilegt blástur- spróf. I rannsókninni greindust rúm 11% með LLT í fyrsta sinn og flestir höfðu sjúkdóminn á vægari stigum. Þetta endurspeglar mikilvægi blástursprófa í heilsugæslu við greiningu LLT. Þannig er hægt að taka á áhættuþáttum og minnka áhættu á framgangi sjúkdómsins.10 Nýleg rannsókn frá Spáni sýndi einnig mikilvægi blástursprófs í meðferð tóbaksfíknar.11 Rannsóknir frá Svíþjóð hafa einnig sýnt svipaðar niðurstöður.1213 Margir í rannsókninni höfðu verið greindir með lungnasjúk- dóma áður. Þannig höfðu 6,3% verið greindir með lungnaþembu og langvinn berkjubólga verið greind hjá 11%. Þá höfðu 23,5% verið greindir með astma, berkjubólgu af völdum astma eða berkjubólgu af völdum ofnæmis. Þessar niðurstöður endurspegla hve lungna- sjúkdómar eru algengir í samfélaginu og hve starfsfólk heilsu- gæslu þarf að vera vel upplýst um greiningu og meðferð lungna- sjúkdóma.14 Breytt skipulag í meðferð og greiningu ákveðinna sjúkdóma getur leitt til betri árangurs og minni kostnaðar fyrir samfélagið. Dæmi um það er 10 ára áætlun í Finnlandi um meðferð og greiningu astma þar sem undirstaðan var í heilsugæslunni og leiddi til færri sjúkrahúsinnlagna, fækkunar sjúklinga með örorku og almennt lækkuðum kostnaði vegna astma, þrátt fyrir að tíðni astma færi vaxandi á sama tíma.15 Styrkleikar rannsóknarinnar felast í því að notaðar voru viður- kenndar rannsóknaraðferðir sem notaðar hafa verið í alþjóðlegum rannsóknum. Sérstaklega er hér átt við spurningalista sem staðl- aðir höfðu verið með viðurkenndum aðferðum og blásturspróf sem öll voru framkvæmd af einum rannsakanda með sama tækja- búnaði í öll skiptin og gæðakröfur voru strangar. Samanburður á hlutfalli reykingafólks milli rannsóknanna endurspeglar sam- bærilegar niðurstöður. Meðal veikleika rannsóknarinnar er að valið var inn í rann- sóknina með því að bjóða þeim þátttöku sem komu á heilsugæslu- stöðina á fjögurra vikna tímabili. Þannig er líklegt að valist hafi þeir sem þjást af kvillum fyrir og það getur verið ástæðan fyrir því hve margir í rannsókninni eru með einkenni. Þá er mögulegt að þeir sem svöruðu spurningalista og eru því þátttakendur í rann- sókninni geri það vegna þess að þeir finni fyrir einkennum og því sé hærra hlutfall þátttakenda með einkenni. Taka verður með í reikninginn misminni þegar niðurstöður þessar eru túlkaðar. Mögulegt ér að þátttakendur hafi svarað spurningum um reyk- ingavenjur af ónákvæmni, það er að segja um það hvort læknir hafi ráðlagt þeim að hætta reykingum. Margir reykingamenn eru í afneitun gagnvart fíkn sinni og líkamlegum áhrifum reykinga og því má gera ráð fyrir einhverri skekkju í svörum við slíkum spurningum. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til þess að lítill hluti þeirra sem hafa LLT hafi verið greindir og þegar LLT greinist er stór hluti þeirra með langt genginn sjúkdóm.1 Tíundi hver einstaklingur með sögu um reykingar sem leitaði til heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri reyndist vera með LLT sem ekki var þekkt. Það ætti að vera þeim sem starfa innan heilsugæslunnar hvatning til að vinna markvisst að því að rannsaka skjólstæðingana sem hafa reykinga- sögu með tilliti til LLT. Slík markviss vinnubrögð gætu verið for- senda þess að bæta greiningu á LLT í samfélaginu, að sjúklingar greinist fyrr og fái markvissari meðferð í tíma. í samantekt sýndi þessi rannsókn að saga um reykingar var algeng meðal skjólstæðinga heilsugæslunnar sem þátt tóku í rann- sókninni. Hluti þeirra sagðist ekki hafa fengið ráðleggingar um reykleysi. Margir greindust með LLT, meirihlutinn í fyrsta sinn. Lungnaþemba, langvinn berkjubólga og langvinn lungnateppa voru algengar greiningar. Þessar niðurstöður geta hjálpað starfs- fólki á heilsugæslustöðvum til að forgangsraða lungnasjúkdómum innan heilsugæslunnar og auka skráningu á reykingasögu í raf- rænu sjúkraskrárkerfi og efla þar með meðferð við reykingum. 352 LÆKNAblaðiö 2012/98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.