Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Síða 31

Læknablaðið - 15.06.2012, Síða 31
SJÚKRATILFELLI Ehlers-Danlos-heilkenni af gerð IV. Sjúkratilfelli og sjúkdómseinkenni Signý Ásta Guðmundsdóttir', Páll Helgi Möller12, Reynir Arngrímsson13 ÁGRIP Lýst er sjúkrasögu og einkennum fullorðins fólks sem hefur greinst með Ehlers-Danlos-heilkenni af gerð IV á íslandi ásamt yfirliti um öll helstu einkenni sjúkdómsins. Alvarlegir fylgikvillar hafa greinst í fjórum ein- staklingum, tveir voru með garnarof við 32 ára aldur, tveir létust eftir ósæðarrof (34 og 44 ára) og einn greindist með víkkun á ósæðarrót (36 ára). Flestir höfðu auk þess vægari einkenni, einkum frá stoðkerfi og húð, svo sem æðahnúta, voru marblettagjarnir, voru með þunna húð og bersæjar bláæðar, endurtekin liðhlaup eða ilsig. Hvorki legbrestur né fyrirburafæðingar greindust hjá konum. Meðferðarúrræðum og tillögum að reglubundnu eftirliti eru gerð skil í greininni. Inngangur ’Læknadeild Háskóla íslands, 2skurðlækninga- og 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala. Fyrirspurnir: Reynir Arngrímsson reynirar@landspitali. is Ehlers-Danlos-heilkenni (EDS) er hópur arfgengra bandvefssjúkdóma sem skipt er í 6 undirflokka (tafla I). Elver undirflokkur hefur sín sérkenni en allir einkenn- ast af minnkuðum styrk og heilleika húðar, liða, æða og annarra vefja.1 Heilkennið er sjaldgæft en það kemur fyrir hjá einum af hverjum 10.000 til 25.000 fæddum einstaklingum.2 Undirflokkarnir eru komnir til vegna ólíkra stökkbreytinga sem leiða til galla í myndun, seytun eða starfshæfni kollagena eða ensíma sem taka þátt í framleiðslu og vinnslu þess.3 í EDS IV verður stökkbreyting í COL3A1-geni sem leiðir til myndunar afbrigðilegs prókollagens III sem frumunni tekst hvorki að seyta né nýta á eðlilegan hátt.4,5 Alvarlegustu ein- kenni EDS IV eru alvarlegir æðasjúkdómar, svo sem ósæðarrof, garnarof og legbrestur í fæðingu (tafla II).6-7 Hér er lýst einkennum einstaklinga í einni íslenskri fjöl- skyldu þar sem sjúkdómurinn hefur greinst og fjallað um helstu sjúkdómseinkenni og fylgikvilla sem fram geta komið í þessum sjúkdómi. Sjúkratilfelli Af 10 einstaklingum sem sjúkdómsgreiningin hefur verið staðfest hjá eru 7 enn á lífi. Sjúkdómurinn var fyrst staðfestur hjá konu (32 ára) með garnarof, en móð- ir hennar hafði einnig fengið garnarof mörgum árum áður þegar hún var á sama aldri. Fjórir einstaklingar eru látnir og í tveimur tilvikum reyndist dánarmein þeirra vera ósæðarrof (34 ára og 44 ára). Samkvæmt sjúkra- og krufningaskýrslum er hægt að rekja EDS IV í þessari fjölskyldu aftur til einstak- lings 1-1 sem varð bráðkvaddur árið 1956, aðeins 44 ára að aldri. í krufningu kom í ljós stór þverrifa á ósæð- inni. Flysja hafði rutt sér leið niður að hjarta og ósæðin hafði rofnað inn í gollurshúsið. Hjartavöðvinn og garnir voru meyrar og rofnuðu í sundur við minnstu snertingu. Einnig fundust allmargir marblettir, en allir framangreindir þættir gefa til kynna að um hafi verið að ræða EDS IV-heilkennið. Einstaklingur 1-1 hefur eignast 23 afkomendur en af þeim hafa 9 sjúkdóminn (39%) (mynd 1). Greinin barst: 2. nóvember 2011, samþykkt til birtingar: 9. maí 2012. Höfundar tiltaka engin hagsmunatengsl. Tafla I. Undirflokkar Ehlers-Danlos-heilkennis samkvæmt Villefranche-flokkunarkerfinu. Tafla staðfærð eftir Beighton'og Germain.'0 Núverandi flokkun Fyrrum heiti Klínisk einkenni Erfðir Stökkbreyting Hefðbundin (Classical) EDS I Mjúk teygjanleg húð. Marblettir. Sígarettupappírslík ör. Yfirhreyfanleiki liðamóta. Lítil áhrif á innri líffæri. A-litnings ríkjandi COL5A1 EÐSII Líkt og EDS I en vægari svipgerð COL5A2 Liðugleika (Hypermobility) EDS III Mjúk teygjanleg húð. Yfirhreyfanleiki liða. Endurtekin liðhlaup. Prálátir liðverkir. A-litnings rikjandi Óþekkt Æðabreytingar (Vascular) EDS IV Þunn gegnsæ húð. Bersæjar bláæðar. Marblettagirni. Æðarof. Garnarof. Einkennandi andlitsfall. A-litnings ríkjandi COL3A1 Hryggskekkju (Kyphoscoliosis) EDS VI Meiriháttar vöðvaslappleiki við fæðingu. Hryggskekkja. Viðkvæm augnhvita og augnrof. A-litnings víkjandi Lysýl hýdroxýlasi Liðloss (Arthrochalasia) EDS VIIA EDS VIIB Meðfætt mjaðmaliðhlaup. Mikill liðleiki. Endurtekið liðhlaup. A-litnings ríkjandi COL1A1 COL1A2 Húðsprettu (Dermatosparaxia) EDS VIIC Mjög mjúk og viðkvæm húð, ekki yfirteygjanleg. Marblettir. Naflakviðslit. A-litnings víkjandi Skortur á N-próteasa LÆKNAblaðið 2012/98 355

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.