Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2012, Side 33

Læknablaðið - 15.06.2012, Side 33
SJÚKRATILFELLI Tafla III. Klínísk einkenni og heilsufarsþættir fjölskyldumeðlima með EDS IV. Tilfelli Andlit Húð Liðir Æðar Annað 1-1 t Marblettir. Bráðkvaddur, þverrifa i brjósthluta ósæðar og flysjun niður í gollurshús. DNA-greining ekki gerð. 11-1 t Rof og flysjun á kviðarhluta ósæðar. DNA- greining ekki gerð. II-2 t Mjótt beint nef, þunnar varir. Langt milli augna. Þunn, viðkvæm og gegnsæ húð. Marblettir. llsig. Ekki yfirhreyfanleiki. Smellur í kjálkalið. Krepptar tær. Miklar blæðingar i aðgerð. Æðahnútar. Stífla i æðum til smáþarma og ristils. Rof á ristli. 2°spangarbrestur i fæðingu. DNA-greining jákvæð. II-3 t Bláæðaber. Æðaflækja i heila. Lést úr heilablæðíngu. DNA-greining neikvæð 111-1 Mjótt beint nef. Þunnar varir, stór augu, langt milli augna. Þunn, viðkvæm, gegnsæ húð. Bersæjar bláæðar. Ekki yfirhreyfanleiki. Óstöðugleiki í hné. Æðahnútar. Spangarbrestur við fæðingu. Miklartíðablæðingar. DNA-greining jákvæð IN-2 Beint nef, þunnar varir. Langt á milli augna. Húðslit á innanverðum upphandlegg. Marblettir. Ilsig. Æðahnútar. Víkkun á ósæðarrót (4,1 cm) DNA-greining jákvæð. III-3 Beint nef, þunnar varir. Stór augu. Breiðleitur augnsvipur. Aukinn liðleiki. Hsig. Læsing í kjálkalið. Stoðkerfisverkir. Sársaukafullar og miklar tíðablæðingar. Spangarbrestur við fæðingu. Grindargliðnun. DNA-greining jákvæð III-4 Mjótt beint nef, þunnar varir. Breiðleitur augnsvipur. Bláleit augnhvíta. Þunn, viðkvæm gegnsæ húð. Bersæjar bláæðar. Marblettir. Ilsig. Endurtekin liðhlaup. Krónískir liðverkir. Marblettagjörn. Æðahnútar. Rof á ristli. Samgróningar i grindarbotni. DNA-greining jákvæð. (n=l). Einn hafði greinst með sinabólgur og annar með vefjagigt. Tveir höfðu einkenni um fótaóeirð. Fjórir voru á langvarandi verkjalyfjameðferð vegna þrálátra stoðkerfisóþæginda. Enginn reyndist vera með ofurteygjanlega húð eða sígarettu- pappírslík ör. Hjá þremur var sárgróning eðlileg og ör vel formuð. Hins vegar höfðu tveir sögu um ljótan örvef og lélega sárgrón- ingu, meðal annars í kjölfar garnaaðgerðar þar sem upp kom gliðnun í kviðvegg og þurfti að flytja til húð á net þar sem ekki tókst að sauma sárkanta beint saman. Þrír voru með þunna húð og bersæjar bláæðar sem voru sérstaklega áberandi yfir öxlum, framanverðum brjóstkassa og handleggjum. Ein kona var með miklar punktblæðingar (petechiae) í húð fótleggja en það lýsti sér í rauðum flekkjum á stærð við títuprjónshaus (mynd 3). Helstu einkenni í andliti sem lýst hefur verið í ESD-IV eru stór augu, beint fíngert nef, þunnar varir og eyru án eyrnasnepils. Öll þessi einkenni voru mjög væg eða ekki til staðar hjá þátttakendum þessarar rannsóknar. Ótímabær öldrunareinkenni í andliti og húð útlima er vel lýst í EDS IV og hefur verið talið tengjast rýrnun á húðbeðsfitu. Aðeins einn þátttakandi hafði merki um slíkt í höndum. Blóðþrýstingur var mældur hjá fjórum einstaklingum. Meðal slagbilsþrýstingur var 128 mmHg en meðal þanbilsþrýstingur var 89 mmHg. Blóðþrýstingur eins einstaklings mældist 165/110 mmHg. Sá var ekki á háþrýstingsmeðferð. Tveir sjúklingar voru á blóðþrýstingslækkandi lyfjum en þeir voru með 114/83 mmHg og 120/90 mmHg í blóðþrýsting. Mælingar á líkamshlutföllum, svo sem lengd faðms, hæðar og handa, sýndu lítil frávik frá því sem búast mátti við. Hlutfall faðms/hæðar var innan viðmiðunarmarka hjá öllum nema einum Mynd 3. Myndir sem sýnci einkennifrá húð og æðakerfi. (A) Dæmigert er að æðar séu bersæjar á bringu, öxlum og kvið. (B) Punktblæðingar í húð fótleggja í kjölfar háreyðingar- meðferðar. (C) Nærtnynd afhúð, punkt- blæðingar eru á stærð við títupjónshaus. LÆKNAblaðið 2012/98 357

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.