Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 34
SJUKRATILFELLI (1,06). Önnur hlutföll, svo sem fingurlengd/handarlengd, voru innan viðmiðunarmarka. Mælingar á bili milli augnkróka og mið- punkta sjáaldra lágu við 99. hundraðsmark hjá tveimur einstak- lingum, sem undirstrikar að þeir voru breiðleitir, en hjá öðrum var slíku ekki til að dreifa. Þrjár konur með EDS IV höfðu eignast börn áður en þær greindust með heilkennið. Enginn meiriháttar fylgikvilli kom fram á meðgöngu eða í fæðingu. Engin kvennanna fékk legrof við meðgöngu en spangarbrestir komu fram í öllum fæðingum nema einni, en þar var barn tekið með bráðakeisara vegna andlitsstöðu. Fyrirmálsrifnun belgja var ekki vandamál í þessum fæðingum. Aðeins eitt barn fæddist fyrir tímann (36 vikur) og hjá konu II-2 rifnuðu saumar upp vegna lélegs bandvefs og varð að sauma aftur. Allar konurnar lýstu sársaukafullum og miklum tíðablæð- ingum. Ein kona hafði farið í útskröpun vegna mikilla blæðinga. Hjá henni var leg síðar fjarlægt að fullu ásamt eggjastokkum og eggjaleiðurum í kjölfar greiningar á legslímuofvexti. í aðgerðinni kom rof á æðar, hægri þvagleiðari var tekinn í sundur, auk rofs á görn. í aðgerðalýsingu kemur fram að illa hafi gengið að fá sauma til að halda og vefir hafi verið viðkvæmir og látið undan minnsta átaki. Ekki tókst að endurtengja hægri þvagleiðara og í dag er nýrað óstarfhæft. Sjúkdómsgreining var staðfest með DNA-prófi og við sam- anburð í gagnabanka telst vera um að ræða nýtt afbrigði af splæsstökkbreytingu í COL3A1, c.3417+5G>A / (IVS47+5G>A) í COL3A1. Stökkbreytingin í COL3A1 felst í því að púrín-núkleót- íðið gúanín (G) á litningi númer 2 er skipt út fyrir pýrimýdín- núkleótíðið adenín (A) á 5' enda innraðar númer 46. Þetta leiðir til brottfalls á útröð númer 47 þannig að 18 amínósýrur, í stöðu 955-972, í þríþráða helix-hluta prótínsins prókollagen af gerð III falla út og eru ekki tjáðar. Af þeim 18 amínósýrum sem falla út eru 6 glýsín, fjórar prólín, þrjár alanín og tvær glútamín. Ein ísólúsín-, serín- og arginín-amínósýra falla einnig út. Umræða Greining á EDSIV getur verið erfið þar sem einkenni eru breytileg, greiningarrannsóknir flóknar, hátt hlutfall tilfella eru komin til vegna nýrra stökkbreytinga og fjölskyldusaga er ekki leiðbeinandi nema í rúmum helmingi tilfella. Lágt nýgengi heilkennisins gerir það enn fremur að verkum að fáir læknar hafa reynslu af klínískri greiningu þess. Við sjúkdómsgreiningu á EDS IV er stuðst við aðal- og viðbótarskilmerki Villefranche-flokkunarkerfisins1 sem samanstanda af klínískum einkennum og fjölskyldusögu sjúk- lings (tafla II). Aðalskilmerkin eru æðarof eða rof á innri líffærum eins og legi og görnum, ásamt jákvæðri fjölskyldusögu. Hafi ein- staklingur eitt eða fleiri aðalskilmerki bendir það sterklega til að hann hafi heilkennið. Þannig er tilvist eins eða fleiri aðalskil- merkja nauðsynleg til sjúkdómsgreiningar. Tilvist eins eða fleiri viðbótarskilmerkja gefa hins vegar til kynna tiltekinn undirflokk af EDS, en ef aðalskilmerki vantar eru viðbótarskilmerki ein og sér ekki næg til þess að staðfesta greininguna.1 Klínískri greiningu skal alltaf fylgja eftir með rannsókum á vefja- eða blóðsýnum til að staðfesta greiningu. Þá er leitað að afbrigðileika í framleiðslu og seytingu á prókollageni III.4 Einnig er hægt að skoða hvort stökk- breyting í COL3A1 geni sé fyrir hendi.1-7 í fjölskyldunni sem hér um ræðir koma fram helstu og alvar- legustu fylgikvillar EDS IV, en þó ekki legrof og fæðingar hafa gengið vel. Alvarleg vandamál í meðgöngu kvenna með EDS IV eru vel þekkt, til dæmis blæðing í kjölfar rofs á meginæðum legs.4 Einnig geta garnir, leggöng, spangarsvæði, endaþarmur, þvagrás og þvagblaðra rifnað illa, ásamt því að legið sjálft getur rifnað í hríðum.8-9 Blæðingar frá legi eru algengar eftir fæðingu og eru stundum óviðráðanlegar svo grípa getur þurft til legnáms.10 Fyrir- burafæðingar eru vel þekktar og meiri líkur á slíku ef fóstrið er einnig með EDS IV.11 Enn er ekki ljóst hvort þessi sjúkdómur er útbreiddari á íslandi en í þessari einu fjölskyldu, til dæmis sem afleiðing nýrra stökk- breytinga. Frekari lýðfræðilega grundaðar rannsóknir þurfa að fara fram til að afla þeirrar vitneskju. Stökkbreytingum sem valda EDS IV má skipta í tvo meginflokka. I tveimur þriðju tilfella valda punktstökkbreytingar því að einni amínósýru er skipt út fyrir aðra. Það er einkennandi fyrir EDS IV að í flestum tilfellum leiðir stökkbreytingin til útskiptingar á amínósýrunni glýsín í GLY-X-Y endurtekningum í kollagen-sameindinni. I um þriðjungi tilfella eru dæmi um splæsivillur sem leiða til brottfalls á útröð, eins og um er að ræða í þessari fjölskyldu. Flóknari og sjaldgæfari ferlum hefur einnig verið lýst.7 Ekki er til nein árangursrík meðferð á Ehlers-Danlos-heilkenni, aðeins stuðnings- og einkennameðferð ásamt fræðslu og erfðaráð- gjöf. Einstaklingar með EDS IV ættu alls ekki að reykja. Þá er mikilvægt að þeir stundi reglulega vöðvastyrkjandi líkamsrækt og fái leiðbeiningar um líkamsbeitingu og stöðu. Minnkaður styrkur bandvefs leiðir til óeðlilegrar stöðu og sveigjanleika í liðamótum og baki, sem aftur leiðir til langvarandi lið- og vöðvaverkja sem er algengt vandamál hjá einstaklingum með EDS.12 Þrátt fyrir að EDS IV sé mjög sjaldgæft heilkenni ættu læknar að vita af tilvist þess og vera á verði gagnvart einkennunum, sérstaklega frá hjarta- og æðakerfi og meltingarfærum. Einkenni hjá börnum eru sjaldgæf, en 12% barna með EDS IV fæðast með klumbufætur og 3% með meðfætt mjaðmaliðhlaup. I æsku geta endurtekin liðhlaup eða loftbrjóst verið vísbending um sjúkdóminn.7 í kjölfar meiriháttar fylgikvilla, svo sem æða- eða garnarofs, er skurðaðgerð nauðsyn- leg en mikilvægt er að skurðlæknar séu meðvitaðir um undirliggj- andi ástand sjúklings og hugsanlega fylgikvilla sem komið geta upp í og eftir aðgerð. Inngrip í líkamsvefi skal halda í lágmarki, forðast æðamyndatökur með inngripi og æðaleggjum, sem og flóknar æðahjáveitur. Reglubundið eftirlit er mikilvægt í þessum sjúklingahópi, sérstaklega með blóðrauðagildum, vegna hættu á duldum blæðingum í meltingarvegi, blóðþrýstingsmælingum og blóðfitugildum. Lagt er til að meðhöndla blóðþrýstingshækkun og að markgildi meðferðar sé 110/70 mmHg. Mæla ber blóðþrýsting hjá börnum sem greinst hafa með sjúkdóminn. Hægðatregða getur spilað stórt hlutverk í meinmyndun garnarofs svo að EDS IV-sjúk- lingar ættu að fá næringarráðgjöf, vera á trefjaríku mataræði og nota jafnvel hægðamýkjandi lyf að staðaldri. Af sömu ástæðu ætti ekki að ávísa þessum sjúklingahópi verkjalyfjum sem innihalda ópíumafleiður eða kódein. Forðast ber hefðbundnar ristilspeglanir og mælt er með öðrum rannsóknaraðferðum.7 Þá hafa komið fram tillögur um reglubundið eftirlit með æðakerfi, en árangur þess er þó ekki þekktur í dag. Mælt hefur verið með víðtækri segulómun af æðakerfi, með eða án skuggaefnis.7-1114 358 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.