Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2012, Page 43

Læknablaðið - 15.06.2012, Page 43
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Framþróun krabba- meins í líkamanum getur tekið tnörg ár og þeirri þróun getum við hraðað í rannsóknar- stofunni," segir Sævar Ingþórsson doktorsnemi. sig að breytingum og þá byrjar boltinn að rúlla í áttina að verri formgerð" Bremsan eða bensínið Þetta eru þó aðeins forsendur rannsóknar- verkefnis Sævars en hann hefur einbeitt sér að rannsókn á hlutverki yfirborðs- prótína sem þekjufrumurnar tjá á yfir- borði sínu. Þessi prótín nefnast tíró- sínkínasaviðtakar. Sérstaklega hefur Sævar verið að skoða EGFR-viðtakafjöl- skylduna. „Þetta eru fjórir viðtakar sem gegna mjög mikilvægu hlutverki í þroskun og viðhaldi þekjuvefja og hefur verið mikið skoðað í mörgum krabbameinum, sérstak- lega í brjóstaæxlum sem hafa magnanir á EGFR2 sem er yfirleitt kallaður HER2. Ef mikil tjáning á þessum viðtaka greinist er hægt að miða meðferð við að óvirkja hann og það hefur áhrif á æxlisvöxtinn. Brjóstaæxli eru flokkuð í margar mismun- andi undirgerðir og meðferð miðast við greiningu á undirgerðinni, oft með góðum árangri. Við svokölluðum þríneikvæðum æxlum sem greinast helst hjá yngri konum eru ekki til sérstaklega góð meðferðarúr- ræði. Á síðustu árum hafa rannsóknir leitt í ljós að ef þessi æxli tjá mikið af EGFRl eru horfurnar verri fyrir sjúklinginn. Enn- fremur að þessi æxli geta átt uppruna í stofnfrumum brjóstþekjuvefsins og þá komum við að því hversu gagnlegt er að nota D492 frumulínuna við þessar rann- sóknir. Það sem við gerðum var að yfirtjá EGFRl í frumulínunni og höfum fylgst með því hvað áhrif það hefur. Það er ljóst að vöxturinn verður mun hraðari og frum- urnar eru ekki eins háðar umhverfinu um vöxt sinn, en þetta tvennt er eitt af mikil- vægustu forsendum krabbameinsvaxtar. Við sjáum líka að frumulínan skríður hraðar og þroskast ekki eðlilega miðað við ómeðhöndlaðar frumur. Vefjagerðin verður flóknari og greinóttari og einnig myndar hún bandvefslíkar þyrpingar, sem er merkilegt því bandvefsfrumur og þekju- frumur eru í rauninni gerólíkar og þegar krabbameinsfrumur gera þetta er það sérstaklega slæmt. Æxli sem hafa undir- gengist bandvefsumbreytingu eru oft ill- viðráðanleg." Sævar hefur einnig rannsakað hlutverk sprouty-prótína í frumuvextinum og segir að komið hafi í ljós að dempun á tjáningu þeirra hafi mjög svipuð áhrif á frumu- vöxtinn og yfirtjáning kínasanna. „Þetta er einsog að fjarlægja bremsuna eða stíga bensínið í botn. Þetta erum við að skoða núna og munum á næstunni birta grein sem skilgreinir hlutverk þessara prótína." Aðspurður um hagnýtt gildi þess- ara rannsókna segir Sævar að vissulega megi leyfa sér að vona að í framtíðinni verði hægt að nýta þessar upplýsingar til bættrar meðferðar krabbameina en leiðin frá grunnrannsóknum af þessu tagi til lyfja á markaði sé bæði löng og gríðarlega kostnaðarsöm. „Þetta hefur lítið verið rannsakað ennþá í rauninni en getur að sjálfsögðu nýst við rannsóknir á mun fleiri krabbameinum en eingöngu í brjósti." ÓSKA EFTIR ÍBÚÐ í STOKKHÓLMI Óska eftir íbúð í Stokkhólmi til lengri eða skemmri tíma. Allt kemur til greina. Reykleysi og góð umgengni. Vinsamlegast hafið samband í tölvupósti til viktors@islandia.is eða 895-7721. Viktor Sighvatsson LÆKNAblaðið 2012/98 367

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.