Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2012, Side 48

Læknablaðið - 15.06.2012, Side 48
UMFJÖLLUN O G GREINAR Röntgenrannsóknir æða og hjarta í 50 ár Ásmundur Brekkan Með nokkrum rétti má segja að saga innri rannsókna hjarta og æða hafi byrjað árið 1711 þegar fræðingur að nafni Stephen Hales rak einhverskonar æðalegg upp í hjarta á hrossi og gerði þrýstingsmælingar. Einhver brögð munu að svipuðum æfing- um á næstu áratugum, en það er þó varla fyrr en með líffræðingnum og lækninum Claude Bernhard, um 1840, að skipulegar hjarta/æðarannsóknir hefjast. Með áfram- haldandi þróun til vorra daga. Fyrstu skuggaefnisrannsóknir á hjarta og æðum með röntgenmyndatöku hófust um 1925 og var forgöngumaður í þeim efnum Portú- galinn Egas Moniz (1927), en næstur er oft nefndur til sögunnar Þjóðverjinn Werner Forssmann, sem rak árið 1929 æðalegg um litla beina ástungu á bláæð á upphandlegg upp í hjarta og fylgdist með í skyggningu. Hann hafði ekki röntgenmyndatökutæki við hendina, svo hann stökk með æðalegg- inn í handleggnum upp á næstu hæð og var þar tekin röntgenmynd af lungum í skuggaefnisinndælingu. I framhaldi þessa varð talsverð hreyfing á þræðingum og mælingum í og útfrá hægri hjartahólfum, en veruleg töf varð á markvissri þróun skuggaefnisrannsókna eftir að í Ijós kom að þau skuggaefni sem Moniz og spor- genglar höfðu notað voru illilega geisla- virk og krabbameinsvaldandi. Engu að síður og einmitt af þeim sök- um upphófust þegar á fyrstu árum fjórða áratugarins mjög umfangsmiklar, metn- aðarfullar og dýrar rannsóknir og tilraunir í framleiðslu leysanlegra og joðheldra röntgenskuggaefna sem væru nothæf í þolanlegu magni og jafnframt laus við aukaefni eða aukaverkanir. A grunni þess- ara rannsókna og þekkingu sem af þeim leiddi eru nú einvörðungu notuð skugga- efni sem eru í skynsamlegum skömmtum laus við hverskonar efnislegar aukaverk- anir og auk þess nánast ísótón, það er með sama osmósuþrýsting og líkamsvessarnir. Jafnframt þessari þróun fleygði fram fjölbreytni og afköstum tækjabúnaðar og getu allrar tækni. Sú þróun er enn á fullu, með síauknum hraða, bæði hvað snertir tæknibúnað og þekkingu og árangur rannsóknaraðferða. Ég hefi nú orðið talsverða persónulega reynslu af ótrúlegum framförum í allri aðferð og árangri nútímaæða- og hjarta- þræðinga og því rifja ég til gamans upp hvernig að var staðið fyrir hálfri öld síðan. Æðarannsóknir með skuggaefnisinn- dælingu héldu áfram að þróast um allt, en talsverður galli var, að oftast þurfti að skera lítillega niður á þá æð, sem fara skyldi í, ástungu þurfti að gera með all- gildum nálum til að koma hæfilega víðum leggjum í æðina. Af þessu stafaði hætta, bæði á skemmdum á æðaveggnum og ekki síður talsverð blæðingaráhætta eftir að- gerð. Á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi var þegar í lok fimmta áratugarins farið að huga alvarlega og markvisst að þessum vanda, og snemma á árinu 1952 lá fyrir bráðsnjöll lausn á honum. Ungur læknir á röntgendeildinni, Sven Ivar Seldinger, var þá tilbúinn með mjög einfaldan tækjabúnað og aðferð til nálar- stungu og inndælingar, sem síðan hafa verið nýtt um allan heim og ber nafn hans, Seldingertæknin. Eins og oft verður um meiriháttar uppfinningar eru hugmyndin og búnaðurinn sáraeinföld: Sérsmíðuð ástungunál, sérhannaður leiðarstrengur fyrir æðalegg, ásamt nokkrum einföldum tólum til undirbúnings æðaleggjanna. Leiðarstrengir höfðu áður verið notaðir, en strengur Seldingers var sérhannaður af Stille-Werner, þéttvafinn málmgormur utan um þunnan málmstreng og þannig mjög meðfærilegur í uppfærslu og til- færslu innan í æðaleggnum. Þetta leiddi svo til hagræðingar við sérþræðingar ein- stakra æða (mynd 1). Tæknin sjálf er einföld: Nálarástunga án undanfarandi smáskurðar; nálin rekin inn í æðina og leiðarstrengnum skotið inn. Því næst er nálin dregin út af leiðar- strengnum og æðaleggurinn þræddur inn og upp eftir æðinni. Að því loknu er leiðarstrengurinn dreginn út. Röð tilviljana gerði það að verkum að ég komst inn í þróun þessa þáttar röntgen- greiningarinnar allsnemma. Ég hóf störf á röntgendeild Lénssjúkrahússins í Halm- stad í Svíþjóð um áramót 1956, og hafði þá þriggja ára starfsreynslu sem aðstoðar- læknir á skurðdeildum (m.a. í Halmstad) en svolitla reynslu af röntgendeild að auki. í Halmstad var einmitt verið að ljúka endurnýjun röntgendeildar undir stjórn ágæts og metnaðarfulls yfirlæknis, Bengt Lilja, en hann var aftur í nánum tengslum við röntgendeild Karolinska-sjúkrahúss- ins og þróun fræðanna þar. Á deildinni í Halmstad var einmitt verið að ganga frá öllum nýjasta búnaði til æðarannsókna sem þróaður var í Stokkhólmi af fyrir- tækinu Elema-Schönander: Hraðvirkum tækjastýrðum filmuskiptara og nýrri gerð skuggaefnisdælu og -skammtara, smíðað hjá Elema-Schönander og að nokkru hjá Siemens í Þýskalandi eftir prófunum og ábendingum frá Karolinska-sjúkrahúsinu. Þá má ekki gleyma þýðingarmesta hjálpar- tækinu okkar, sem var fyrsti skyggni- magnarinn sem settur var upp í Svíþjóð utan Stokkhólms. Þetta töfratæki var að vísu með aðeins 25 sentimetra sjónsvið en algjör bylting frá því menn athöfnuðu sig í þreifandi myrkri við „gamla" röntgen- skyggningu. Ég var svo heppinn að detta inn í þetta ferli og komst í nána tengingu við málin þegar frá upphafi, væntanlega vegna vissrar „handlæknisreynslu" ásamt áhuga á tækjabúnaðinum, auk þess sem okkur Lilja varð sérlega vel til vina. Þá er þess að geta, að Seldinger „sjálfur" heimsótti okk- ur nokkrum sinnum og leiðbeindi mér um rannsóknartæknina. I fyrstu notuðum við aðeins örþunna og gegnsæja polyetylen- æðaleggi, sennilega um 2 mm í þvermál, en brátt setti Stille-Werner-Kifa á markað nýtt ógagnsætt æðaleggjaefni í þremur mismunandi víddum; að mig minnir 0,5, 372 LÆKNAblaöið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.