Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 15
RANNSÓKN Fæðuneysla var í flestum tilfellum í samræmi við niðurstöður Könnunar á mataræði íslendinga,15 sem gefur til kynna að mat- aræði þátttakenda hafi ekki verið verulega frábrugðið mataræði annarra Islendinga í sama aldurshópi. Nokkur kynjamunur kom fram í rannsókninni. Neysla á mörg- um vítamínum og steinefnum var hærri meðal karla en kvenna og endurspeglast það í meiri orkuinntöku meðal karla (2042 kcal/d) samanborið við konur (1662 kcal/d). Neysla undir lágmarksskammti var sjaldgæf þegar kom að vítamínum og steinefnum. Af þeim vítamínum og steinefnum sem könnuð voru var lítil neysla D-vítamíns algengust þar sem 19,3% þátttakenda fengu minna en lágmarksskammt. Jákvæð fylgni var á milli D-vítamínneyslu og lýsisneyslu og flestir þátttakendur sem fengu minna en lágmarksskammt (<2,5 pg/d) tóku ekki inn lýsi. Fæðutegundir sem ríkar eru af D-vítamíni eru fáar og ónóg D-vítamínneysla er þess vegna vel þekkt vandamál.16 Meðalneysla D-vítamíns var 11,3 pg/d meðal karla og 15,2 pg/d meðal kvenna. I sama aldurshópi (a65 ára) í Könnun á mataræði Islendinga var meðalneysla 12,9 pg/d meðal karla og 8,4 pg/d meðal kvenna.15 I breskri neyslukönnun á sama aldurshópi voru meðalgildi mun lægri, eða 4,1 pg/d meðal karla og 2,9 pg/d meðal kvenna.16 Líklegt er að þessi munur sé tilkominn vegna þess hve lýsisneysla er útbreidd á íslandi. Neysla B6-vítamíns var að meðaltali 1,9 mg/d meðal karla og 1,5 mg/d meðal kvenna. Mun fleiri karlar en konur fengu minna en lágmarksskammt af B6-vítamíni, eða um 17%, samanborið við 4% hjá konum. Þessi munur endurspeglar að einhverju leyti hærri ráðlagðan dagsskammt B6-vítamíns fyrir karla. Talsverður hluti þátttakenda fékk minna en lágmarksskammt af joði, eða 12% meðal karla og 13% meðal kvenna. Einnig fékk 26% karla minna en lágmarksskammt af járni og 12% kvenna. Hærri lágmarksþörf meðal karla (7 mg/d) samanborið við konur (5 mg/d) gæti skýrt þennan kynjamun. Kjöt er rík uppspretta af járni og B6-vítamíni og neysla þessara tveggja næringarefna helst því oft í hendur. Próteinneysla var að meðaltali 1,0 g/kg/dag og um 45% þátt- takenda uppfylltu ráðlagða neyslu próteina (1,0 g/kg/d) fyrir aldr- aða.4 Neysla á próteinum virðist að jafnaði hafa verið nægjanleg (83%), ef hún er miðuð við núverandi ráðleggingar fyrir fullorðna, 0,8 g á kg líkamsþyngdar á dag.4 Neysla á próteinum, í prósentum af heildarorkuneyslu, var oftast í takt við ráðleggingar. Engir þátttakendur voru fyrir neðan ráðlagða orkuprósentu próteina, en 30% þátttakenda voru yfir ráð- lagðri prósentu. Orkuprósenta fitu var yfir ráðleggingum meðal 60% þátttakenda. Mikil neysla fitu og próteina gerir það að verkum að orkuprósenta kolvetna lækkar. Aðeins 3,8% þátttakenda voru innan ráðlegginga fyrir kolvetni og engir yfir ráðlagðri orkupró- sentu. Trefjaneysla var einnig minni en ráðleggingar segja til um hjá flestum þátttakendum (56,9%), sem endurspeglar að öllum líkindum litla neyslu kolvetna. Margir þátttakendur voru yfir ráðleggingum fyrir saltneyslu, 45,5% karla og 37,2% kvenna. Raunveruleg saltneysla er hins vegar líkleg til að vera talsvert hærri, þar sem salt er oft notað við elda- mennsku og ekki skráð. Neysla fiskmetis var næg meðal flestra þátttakenda. Ávaxta- og grænmetisneysla var hins vegar minni en tiltekið er í ráðleggingum meðal 25% þátttakenda. Algengt er að neysla ávaxta og grænmetis sé minni en ráðleggingar segja meðal eldra fólks á íslandi og í öðrum löndurn.15-17 Mat á fæðuneyslu tók ekki með í reikninginn inntöku á fæðubótarefnum, öðrum en lýsi, vegna skorts á upplýsingum um næringarefnainnihald fæðubótarefna í íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla. Vítamín tóku 43% þátttakenda og 17% þátttakenda náttúrulyf og/eða náttúruefni. Rannsóknin var sambærileg Könnun á mataræði Islendinga að því leyti að hún tók ekki tillit til neyslu næringarefna úr fæðubótarefnum, öðrum en lýsi. Brottfall var 14% þar sem nokkur fjöldi þátttakenda skilaði ekki matardagbókum eða fyllti þær ekki rétt út. Til þess að lágmarka skekkjur voru matardagbækur 18% þátttakenda til viðbótar ekki hafðar með í útreikningum vegna verulegrar vanskráningar. Þó orkuinntaka og neysla næringarefna hafi verið marktækt lægri hjá þeim sem vanskráðu samanborið við aðra þátttakendur, reyndist samsetning mataræðisins hins vegar ekki marktækt frábrugðin. Neysla lýsis var jafnframt sambærileg. Þó ekki sé hægt að fullyrða um það er þó hugsanlegt að neysla ákveðinna matvæla, eins og til dæmis sælgætis, hafi verið hlutfallslega meiri meðal þeirra sem vanskráðu. Að öðru leyti voru þeir sem vanskráðu ekki frábrugðnir öðrum þátttakendum. Rétt er að minnast á nokkra aðra takmarkandi þætti í rann- sókninni. Ekki var um handahófsúrtak að ræða og þess vegna er rannsóknarþýðið mögulega ekki einkennandi fyrir eldri Islend- inga. Auk þess var blóðþrýstingur mældur með sjálfvirkum mæli en slíkir mælar eru taldir ónákvæmir samanborið við handvirka mæla.18 Þriggja daga vegin fæðuskráning getur einnig verið óná- kvæmt mat á mataræði, sérstaklega hjá fólki sem er ekki vanafast í mataræði. Með veginni fæðuskráningu er heldur ekki tekið tillit til árstíðabundinna sveiflna í mataræði. Að lokum má álykta að lýsisneysla tengist lægri blóðþrýstingi meðal eldra fólks og hafi á þann hátt mögulega jákvæð áhrif á heilsufar. Ef miðað er við neyslu á venjulegu fæði, og tekið tillit til lýsisneyslu en öðrum fæðubótarefnum sleppt, var stór hluti þátt- takenda í áhættuhópi vegna skorts á D-vítamíni, B6-vítamíni, joði og járni. Þakkir Tækniþróunarsjóði RANNÍS og Rannsóknasjóði Háskóla íslands er þakkað fyrir veittan fjárstuðning við framkvæmd rann- sóknarinnar. LÆKNAblaðið 2012/98 519
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.