Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 12
RANNSÓKN
Tafla I. Meðalgildi, ± staðalfrávik, fyriraldur, líkamsþyngd (kg), hæð (cm),
þyngdarstuðul (BMI, kg/m2), orkuneyslu (kcal/dagur), grunnorkuþörf (kcal/
dagur), og slag- og þanbilsþrýsting (mmHg) fyrir alla þátttakendur (n=236).
Taflan sýnir einnig þann fjölda þátttakenda sem tók blóðþrýstingslækkandi lyf.
Karlar Konur
Aldur, ár 74,6 ± 5,9 72,8 ± 5,9
Þyngd, kg 93,9 ± 16,7 74,6 ±13,1
Hæð, cm 177,5 ±7,6 162,9 ±5,6
BMI, kg/m2 29,7 ±4,6 28,1 ± 4,9
Grunnorkuþörf, kcal/dag 1741,3 ±264,5 1329,6 ± 137,0
Slagbilsþrýstingur, mmHg 150,6 ±20,6 139,8 ±18,2
Þanbilsþrýstingur, mmHg 77,9 ± 10,1 74,8 ± 9,5
Notkun háþrýstingslyfja, n 60 64
2393) að láni. Niðurstöður fæðuskráningar voru færðar inn í vef-
forrit, byggðu á íslenska gagnagrunninum um efnainnihald mat-
væla (ÍSGEM), sem reiknaði út næringarefnainnihald þeirra mat-
væla og drykkjarfanga sem skráð voru.
Fæðuneysla og næringarefnainntaka var metin með sam-
anburði við íslenskar og norrænar ráðleggingar4 um ráðlagðan
dagsskammt, meðalþörf, lágmarksskammt, hámarksskammt, auk
orkuprósentu fyrir orkugefandi næringarefni. Ráðlagður dags-
skammtur af næringarefni uppfyllir næringarþörf langflestra
fyrir viðkomandi efni, eða um 97-98% heilbrigðs fólks. Með nær-
ingarþörf er átt við að næringarefnið geti sinnt hlutverki sínu fyrir
starfsemi líkamans og auk þess viðhaldið eðlilegum birgðum hans.
Meðalþörf ákveðins næringarefnis uppfyllir þörf 50% einstaklinga.
Lágmarksskammtur segir til um minnsta magn sem kemur í veg
fyrir skortseinkenni eða hörgulsjúkdóm. Sá hluti hópsins sem ney tir
minna magns af næringarefni en lágmarksþörf segir til um, á þess
vegna á hættu að skortseinkenni komi fram. Hámarksskammtur
af næringarefni er örugg neysla fyrir langflesta, eða um það bil
97-98% fólks, án ofhleðslu eða eitrunareinkenna. Hluti hópsins
sem neytir meira magns af tilteknu næringarefni en hámarks-
þörf segir til um, getur fengið eitrunareinkenni ef neysla er lengi
svo há.4 Orkuprósenta orkugefandi næringarefnis er skilgreind
sem hlutfall orku úr tilteknu næringarefni af heildarorkuinn-
töku.
Mælingar á blóðþrýstingi
Eftir 12 tíma föstu við upphaf rannsóknar var blóðþrýstingur
mældur að morgni með sjálfvirkum blóðþrýstingsmæli fyrir upp-
handlegg, Medisana S1000 (Medisana AG, Neuss, Þýskalandi).
Allar mælingar á blóðþrýstingi voru framkvæmdar af hjúkrunar-
fræðingi á meðan þátttakandi sat kyrr og afslappaður í uppréttri
setu og hvíldi hægri upphandlegg á borðbrún með olnbogabót í
hjartahæð. Tveir hjúkrunarfræðingar önnuðust mælingar í rann-
sókninni. Tvær mælingar voru gerðar með tveggja mínútna milli-
bili og meðaltal þeirra reiknað út. Ef munur á mælingunum tveim-
ur var meiri en 10 mmHg, var þriðja mælingin framkvæmd og
meðaltal þriggja mælinga notað. Fyrsta stigs háþrýstingur var skil-
greindur sem slagbilsþrýstingur (SBÞ) &140 mmHg og/eða þanbils-
þrýstingur (ÞBÞ) a90 mmHg. Einangraður slagbilsháþrýstingur var
skilgreindur sem SBÞ al40 mmHg og ÞBÞ <90 mmHg, og einangr-
aður þanbilsháþrýstingur sem SBÞ <140 og ÞBÞ a90.5-6 Þátttakendur
Tafla II. Meðalneysla, ± staðalfrávik, valinna næringarefna, vitamína, steinefna
og fæðuflokka (n=160). Orkuprósenta orkugefandi næringarefna (E%) er einnig
sýnd.
Karlar Konur
Næringarefni
D vítamín, gg/dag 11,3 ± 11,3 15,2 ± 18,6
C vitamín, mg/dag 87,6 ±51,0 89,2 ± 56,2
B6 vitamín, mg/dag 1,9 ±0,8 1,5 ±0,6
Fólasín, gg/dag 269,2 ± 125,5 233,6 ± 95,5
Kalk, mg/dag 946,0 ± 375,2 814,8 ±220,7
Magnesíum, mg/dag 290,5 ± 73,0 252,2 ± 56,4
Joð, gg/dag 211,7 ± 135,0 170,5 ± 123,9
Járn, mg/dag 11,0 ±5,9 8,7 ± 4,2
Salt, g/dag 6,9 ± 2,0 5,7 ±1,6
Alkóhól, g/dag 6,9 ±12,0 3,2 ± 5,4
Þrótein, g/kg/dag 1,0 ± 0,2 1,0 ±0,2
Þrótein, E% 18,8 ±3,8 18,0 ±3,1
Fita, E% 37,0 ± 7,0 37,3 ± 5,8
Kolvetni, E% 40,1 ± 6,2 41,5 ±5,3
Unninn sykur, E% 6,9 ± 3,6 7,1 ±3,8
Trefjar, E% 1,8 ±0,5 2,0 ± 0,6
Langar ómega-3 fitusýrur, g/dag 1,3 ±1,2 1,5 ±1,8
Fæðuflokkar og matvæli, g/dag
Mjólkurvörur 308,7 ±219,7 270,0 ± 150,5
Ostar 31,9 ±25,7 31,3 ±24,7
Fiskur 98,0 ±71,0 71,9 ±47,5
Lýsi 3,77 ± 4,62 4,82 ± 5,45
Ávextir og grænmeti 207,8 ± 168,6 230,0 ±145,2
Ávextir 107,0 ± 115,0 127,3 ±115,2
Grænmeti 100,8 ±83,6 102,7 ±71,7
voru fastandi og höfðu ekki tekið inn blóðþrýstingslækkandi lyf
fyrir mælinguna. Blóðþrýstingslækkandi lyf voru skilgreind sem
lyf í ATC-flokkum C02-C04 og C07-C09.
Vanskráning
Til þess að minnka skekkjur voru þeir sem vanskráðu mataræði
ekki hafðir með í útreikningum. Vanskráning var metin út frá
orkuinntöku, grunnorkuþörf og hreyfistuðli (physical activity level)
með því að nota formúlu sem nefnd hefur verið Goldberg-stýfing
tvö (Goldberg cut-off2)7'9 Formúlan gefur það hlutfall orkuinntöku
og orkuþarfar sem talið er lágmark til að viðhalda eðlilegu lífi.
Þátttakendur sem voru fyrir neðan þetta hlutfall eða stýfingarmark
(cut-off limit) voru taldir hafa vanskráð mataræðið.
Hreyfistuðullinn 1,58 var fenginn út frá viðmiðunargildum
fyrir sama aldurshóp sem byggð eru á efnaskiptarannsóknum sem
notast hafa við tvímerkt vatn.8 Grunnorkuþörf var reiknuð út með
Harris-Benedict-jöfnunni.10 Leiðrétt var fyrir fitumassa með því að
nota 50% leiðréttingarþátt hjá offeitum einstaklingum (þyngdar-
stuðull a30 kg/m2). Við leiðréttingu var eftirfarandi formúla notuð
til þess að reikna út þyngd sem síðan var sett í Harris-Benedict-
516 LÆKNAblaðið 2012/98
J