Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREIN Fiskneysla og forvarnir Margrét Leósdóttir hjarta- og lyflæknir við hjartadeild Háskóiasjúkra- hússins á Skáni, Malmö, Svíþjóð Margret.Leosdottir@med.lu.se Nytsemi ómega-3 fitusýra hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misserin. Nýlega var birt stór safngreining (meta- analysis) 20 tvíblindra slembirannsókna með nærri 70.000 þátttakendum þar sem áhrif ómega-3 neyslu á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma var skoðuð.1 í yfirgnæfandi meirihluta rannsóknanna var um ómega-3 fæðubótarefni að ræða. Niðurstöður grein- ingarinnar sýndu engin verndandi áhrif af ómega-3 fæðubótarefnum, hvorki á dánar- tíðni né nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma. Staðfesting á gagnsemi fiskneyslu er hins vegar vísindalega mun sterkari en ómega-3 fæðubótarefna. I nýendurskoðuðum ráð- leggingum Evrópsku hjartasamtakanna er sem fyrr mælt með að borða fisk að minnsta kosti tvisvar í viku til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma.2 Fiskur og lýsi hafa gegnum aldirnar verið mikilvægur þáttur í mataræði ís- lendinga. Margir hafa leitt líkur að því að neysla þessara matvæla sé að minnsta kosti að hluta til ástæða þess að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi er tiltölulega lág miðað við mörg grannlanda okkar. Þó ekki skorti tröllatrúna á íslenska lýsinu eru áhrif þess á hjarta- og æðasjúkdóma lítið þekkt í vísindalegu samhengi. Flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið eru annaðhvort dýratilraunir eða rannsóknir þar sem líf- eðlisfræðilegir staðgengilsendapunktar eru notaðir, svo sem mælikvarðar á bólgu, fitu- sýrusamsetning í frumuhimnum eða við- loðunarhæfni blóðflagna. Þess vegna ber að fagna að í þessu tölublaði Læknablaðsins birta Atli Arnarson og meðhöfundar grein um tengsl lýsisneyslu og blóðþrýstings í stóru úrtaki eldri íslendinga. Niðurstöð- urnar sýna að lýsisneysla tengist lægri blóðþrýstingi og má þannig álykta að hún hafi jákvæð áhrif á heilsu. Því miður hefur hinni íslensku hefð fyrir ríkulegri fisk- og lýsisneyslu hnignað með nýjum kynslóðum. Könnun á mat- aræði íslendinga 2010-2011 sýndi, eins og könnunin þar á undan frá 2002, að fisk- neysla meðal ungs fólks (18-30 ára) er lítil, eða helmingi minni en í elsta aldurshópn- um (61-80 ára) miðað við magn (grömm) á dag.3 Samkvæmt könnuninni borðuðu 41% ungra karla og 45% ungra kvenna fisk ein- ungis einu sinni í viku, sjaldnar eða aldrei, meðan samsvarandi hlutföll í elsta aldurs- hópnum voru 16% og 10%. Fiskneyslan á Islandi er ívið meiri en í nágrannalandi okkar Svíþjóð, þar sem könnun á mataræði var einnig gerð 2010-2011.4 Munurinn skýr- ist af meiri neyslu í eldri aldurshópunum hérlendis en enginn munur var á fiskneyslu ungs fólks á íslandi og í Svíþjóð. Sérstaða Islands hvað varðar ríkulega fiskneyslu virðist því vera að hverfa með komandi kynslóðum. Gleðilegt er að lýsisneysla á Islandi hefur aukist frá síðustu könnun. Munurinn á lýsisneyslu ungra og gamalla er þó enn meiri en á fiskneyslunni, en ungir einstaklingar taka einungis þriðjung af því magni lýsis sem eldra fólkið tekur (g/dag). Lítil neysla á fiski og lýsi meðal ungs fólks er áhyggjuefni, í samfélagi þar sem offita og hreyfingarleysi eru einnig stór vandamál. Fyrsta og annars stigs forvarnir eru áhrifaríkasta leiðin til að lækka dánartíðni hjarta- og æðasjúkdóma.5 Heilbrigðisþjón- usta á að snúast jafn mikið um að fyrir- byggja eins og að meðhöndla sjúkdóma. Slíkt sparar peninga, þjáningar og líf til langs tíma. Niðurskurður í heilbrigðisþjón- ustu hefur skiljanlega þær afleiðingar að lækningu sjúkra er forgangsraðað fram yfir að viðhalda heilbrigði frískra eða minnka líkur á að þeir sem hafa náð sér eftir áföll veikist á ný. Lokun göngudeildar krans- æðasjúklinga á Landspítala er dæmigerð fyrir þessa forgangsröðun, en það er mun „auðveldara" að skera burt slíka þjónustu en til dæmis að hætta að gera kransæða- víkkanir hjá þeim sem fá bráða kransæða- stíflu, þó svo rannsóknir hafi sýnt fram á að hið fyrrnefnda er mun áhrifaríkari leið til að bjarga mannslífum til langs tíma.5 Læknar gegna stóru hlutverki í forvarnar- starfi, ekki síst þegar kemur að því að miðla upplýsingum til almennings og stjórnvalda og hafa þannig áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku um forgangsröðun í heil- brigðiskerfinu. Ég hvet íslenska lækna til að gleyma því ekki að axla þessa mikilvægu ábyrgð á niðurskurðartímum. Heimildir 1. Rizos EC, Ntzani EE, Bika E, Kostapanos MS, Elisaf MS. Association between omega-3 fatty acid supplementation and risk of major cardiovascular disease events: a sys- tematic review and meta-analysis. JAMA 2012; 308: 1024- 33. 2. Perk J, De Backer G, Gohlke H, Graham I, Reiner Z, Verschuren M, et al. European Guidelines on cardiovas- cular disease prevention in clinical practice (version 2012). The Fifth Joint Task Force of the European Society of Cardiology and Other Societies on Cardiovascular Disease Prevention in Clinical Practice (constituted by representatives of nine societies and by invited experts). Developed with the special contribution of the European Association for Cardiovascular Prevention & Rehabilitation (EACPR). Eur Heart J 2012; 33:1635-701. 3. Þorgeirsdóttir H, Valgeirsdóttir H, Gunnarsdóttir I, Gísladóttir E, Gunnarsdóttir BE, Inga Þórsdóttir I, et al. Hvað borða íslendingar? Könnun á mataræði íslendinga 2010-2011. Embætti landlæknis, Matvælastofnun og rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla íslands og Landspítala-háskólasjúkrahús, Reykjavík, ísland, 2011. 4. Svenska Livsmedelsverket. Riksmaten - vuxna 2010-2011. Livsmedels- och náringsintag bland vuxna i Sverige. Livsmedelsverket, Uppsala, Sverige, 2012. 5. Aspelund T, Gudnason V, Magnusdottir BT, Andersen K, Sigurdsson G, Thorsson B, et al. Analysing the large decline in coronary heart disease mortality in the Icelandic population aged 25-74 between the years 1981 and 2006. PLoS One 2010; 5: e!3957. Fish consumption and cardiovascular disease prevention Margrét Leósdóttir, PhD, cardiologist at the Department of Coronary Heart Disease, Skáne University Hospital, Malmö, Sweden LÆKNAblaðið 2012/98 511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.