Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 22
RANNSÓKN Mynd 2. Beinþéttni í lendhrygg annars vegar og í lærleggshálsi hins vegar sem fall afþyngd. 1,4 _ 1,3 1,2 3 OD 1 1 ÖD | !>0 J 0,9 1 0,8 3 0,7 “ 0,6 0,5 *ÍP cfl í □ • Lystarstolshópur □Samanburðarhópur 30 50 70 90 Þyngd (kg) 110 E § 2 *C4 1,4 1,3 1,2 U 1 0,9 0,8 0,7 0,6 0,5 % CD • Lystarstolshópur □Samanburöarhópur 30 50 70 90 Þyngd (kg) 110 Tengsl beinþéttni og annarra þátta meðal lystarstolssjúklinga Meðal kvenna með lystarstol var mest fylgni beinþéttni við lægstu þyngd í veikindum (r=0,482-0,499, p<0,01) og magn mjúkvefjar (kg) (r=0,443-0,560, p<0,01) (tafla III). Ekki kom fram marktæk fylgni beinþéttni við aldur við beinþéttnimælingu, aldur við upp- haf átröskunar, lengd átröskunar, aldur við upphaf blæðinga né tímalengd blæðinga meðal lystarstolshóps. Þær konur sem stund- uðu líkamsrækt þrisvar eða oftar í viku voru með marktækt hærri heildarbeinþéttni (6,5%, p=0,040) en hinar sem æfðu minna, en ekki var munur á beinþéttni í lendhrygg eða mjöðm. Ekki var marktækur munur á beinþéttni eftir því hvort konurnar í lystar- stolshópnum tóku lýsi og/eða vítamín, tóku kalktöflur, reyktu/ höfðu reykt, tóku p-pilluna eða voru með reglulegar blæðingar. Skoðuð voru nokkur blóðgildi kvenna með lystarstol með til- liti til hugsanlegra tengsla við beinþéttni, meðal annars kalíum og kortisól. Til voru mælingar fyrir kalíum hjá 38 konum og kortisóli hjá 33 konum en þær mælingar voru fæstar gerðar í tengslum við beinþéttnimælinguna. Ekki var fylgni milli beinþéttni og þessara blóðgilda. Þegar skoðuð var beinþéttni kvennanna eftir því hvort fyrir lægju blóðgildi utan viðmiðunarmarka eða ekki, kom í ljós að hjá þeim konum sem höfðu mælst með kalíum undir viðmiðunar- mörkum 3,5 mmól/L (n=12) var beinþéttnin marktækt lægri en hjá hinum sem höfðu ekki sögu um kalíumskort (n=26). Þær sem höfðu sögu um kalíumskort höfðu lægri beinþéttni í lendhrygg (8,9%, p=0,048), lærleggshálsi (8,9%, p=0,021), nærenda lærleggs (10,5%, p=0,008) og heildarbeinþéttni (6,4%, p=0,032). Endurteknar beinþéttnimælingar í lystarstolshópnum lágu fyrir fleiri en ein beinþéttnimæling hjá 26 konum með 2,6 (1,2-5,7) ára millibili. Fyrir allan hópinn varð að meðaltali ekki marktæk breyting á beinþéttni milli mælinga en magn fitu jókst um 33,9% (p=0,038). Hugsanlegir áhrifaþættir voru skoðaðir í sambandi við breytingar á beinþéttni og ekki fannst munUr eftir því hvort konurnar tóku lýsi og/eða vítamín, tóku kalktöflur né hvort þær reyktu/höfðu reykt. Er lystarstolshópnum var skipt eftir því hvort konurnar þyngdust eða léttust milli beinþéttnimælinga kom í ljós að þær sem þyngdust bættu á sig 2 (1-31) kg (n=17). Ekki varð breyting á beinþéttni þeirra, en magn fitu jókst um 54,6% (p=0,003) og magn mjúkvefja um 6,6% (p=0,023). Þær sem léttust töpuðu 4 (1-7) kg milli beinþéttnimælinga og lækkuðu í beinþéttni í lærleggshálsi um 6,6% (p=0,030) ásamt því að tapa mjúkvef (6,5%, p=0,028) (n=9). Hjá þeim konum sem voru að mestu með LÞS yfir 17,5 milli beinþéttnimælinga, óháð þyngdarbreytingu, breyttist beinþéttnin ekki marktækt. Þær konur sem voru með LÞS undir 17,5 milli Tafla III. Fylgni beinþéttni við hæð og þyngd hjá lystarstolshópi og samanburðarhópi. Lystarstolshópur (n=40) Samanburðarhópur (n=58) Beinþéttni lendhryggur Beinþéttni lærleggsháls Beinþéttni nærenda lærleggs Heildar- beinþéttni” Beinþéttni lendhryggur Beinþéttni lærleggsháls Beinþéttni nærenda lærleggs Heildar- beinþéttni Þyngd við mælingu 0,410" 0,455" 0,368* 0,319 0,604" 0,440" 0,354" 0,390** Hæð við mælingu 0,336* 0,434" 0,424** 0,350* 0,048 0,085 0,177 0,177 LÞS við mælingu . 0,274 0,260 0,164 0,189 0,573** 0,342" 0,255 0,273* Minnsta þyngd 0,499" 0,482** 0,490" 0,497" - - - - Mesta þyngd 0,308b 0,290“ 0,133“ 0,338 - - - - Þyngd fitu 0,259 0,190 0,211 0,067 0,178 0,071 0,070 -0,088 Þyngd mjúkvefjar 0,463" 0,560** 0,433* 0,443 0,588" 0,425** 0,455" 0,493** Fylgnistuðull (r). •p<0,05, "p<0,01, 'n=33, bn=39. LÞS - Líkamsþyngdarstuðull. 526 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.