Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 47
UMFJOLLUN O G GREINAR Ritstjórarnir Helga GottfreÖsdóttir og Herdís Sveinsdóttir. Útlitsdýrkun og markaðsvæðing Herdís bendir þó á að ekki megi einblína um of á kynin þegar rætt er um heilsufar. „Tvíflokkun af þessu tagi getur verið mis- vísandi. Breytileikinn á milli kynjanna er sannarlega mikill en aldur og félagsleg staða hefur einnig mikil áhrif á heilsufar og því getur samanburður á konum um tvítugt og sextugt verið ónákvæmari en á milli stráks og stelpu um tvítugt sem lifa svipuðu lífi. Við þurfum líka að huga að þessu." Áhrif samfélagsins á ímynd og útlit kvenna eru einnig tekin til umfjöllunar og þar má nefna kafla Sæunnar Kjartans- dóttur „Útlit - Innlit: um meint lýti innri skapabarma". „Hér er spurt hvort markaðsvæðing samfélagsins hafi náð til heilbrigðiskerfisins og þar sé verið að koma til móts við væntingar fremur en raunverulega þarfir," segir Helga. „í kafl- anum er fjallað um undirliggjandi hug- myndir kvenna um útlit sitt, en ómeðvitað leitast konur oft við að uppræta vanmátt og ná tökum á lífi sínu með því að ráðsk- ast með líkamann. Jafnframt er horft til samfélagslegra viðhorfa og gildismats sem gerir lítinn greinarmun á ímynd og veru- leika, hampar útliti kvenna með átröskun og elur á bábiljum um að samhengi sé á milli útlits og sjálfsmyndar. Heilbrigðis- starfsfólk fer ekki varhluta af áróðri mark- aðsaflanna um áhrifamátt „rétts útlits". Þess vegna er lögð áhersla á að heilbrigðis- starfsfólk grandskoði hugmyndir sínar um eðlilegt útlit kvenna og leitist við að sjá við áróðri markaðsaflanna jafnt sem eigin fordómum." Kafli Ástríðar Stefánsdóttur sem ber yfirskriftina „Er staðgöngumæðrun heil- brigðisþjónusta?" varpar fram þeirri spurningu hvort barnleysi sé heilbrigðis- vandi. „í kaflanum rökstyður höfundur tvíþætt áhrif sem staðgöngumæðrun sem hluti af heilbrigðisþjónustu getur haft: Annars vegar geti staðgöngumæðrun í þeim tilgangi að ráða bót á barnleysi valdið samfélagslegum þrýstingi á fleiri hópa að nýta sér þessa þjónustu og stuðlað þannig að því að sjúkdómsvæða barnleysi. Hins vegar megi segja að ef líta eigi á staðgöngumæðrun sem lækningu sem heilbrigðisþjónustan býður upp á geti staðgöngumóðirin orðið að „tæki heil- brigðisstarfsfólks" til að lækna ófrjósemi. Komið sé út á hála braut þar sem liður í heilbrigðisþjónustu er að hafa milligöngu um staðgöngumæðrun og bent á slíkt sem lausn við ófrjósemi. Hún setji fagfólk í vandasama stöðu. Þetta vekur upp margar spurningar varðandi frjósemi og afleiðingar fæðinga sem stofnað er til með læknisfræðilegu inngripi en það er staðreynd að slíkar fæðingar hafa vandamál í för með sér sem ekki hafa verið rædd eða rannsökuð til hlítar." í kafla Helgu Gottfreðsdóttur og Helgu Sólar Ólafsdóttur „Ófrjósemi - af- leiðingar meðferðar fyrir konur" er fjallað um þetta, en ófrjósemi er í nútímasam- félagi skilgreind sem heilsufarsvandi sam- kvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni. „Þróun í meðferð við ófrjósemi hefur aðallega beinst að úrræðum fyrir konur en rannsóknir sýna að slíkum meðferðum fylgja líkamlegar og tilfinningalegar aukaverkanir. Hér má nefna rannsóknir á þunglyndi en vísbendingar eru um að konum sem finna fyrir þunglyndi í kjölfar tæknifrjóvgunarmeðferðar sé hættara við þunglyndi síðar á ævinni. Jafnframt eru líkamleg vandamál eins og háþrýstingur algengari og fyrirburafæðingar tíðari." Herdís fjallar um upphaf tíðablæðinga hjá stúlkum í kaflanum „Varð ég kona í dag?" og bendir á að þótt blæðingar séu sameiginleg reynsla kvenna fer umræða um þær ekki hátt og samræður mæðra og dætra um blæðingar eru mismiklar. „Jákvæð viðhorf til blæðinga og að þekkja og vita hvað tekur við þegar þær hefjast virðist hins vegar skipta máli í þroska unglingsstúlkna. Neikvæð viðhorf hafa tengst því að konur hlutgeri sjálfar sig en það getur haft neikvæðar sálrænar afleið- ingar, svo sem líkamsskömm. Meðalaldur stúlkna við fyrstu blæðingar lækkaði á síðustu öld og er nú um 13 ár. Aldurs- lækkunin kom fyrst fram hjá stúlkum í efri stigum samfélagsins og er ástæðan meðal annars rakin til betri næringar þeirra. Áhrifaþættir aldurs við fyrstu blæðingar virðast þó vera að breytast frá því að vera jákvæðir, eins og betri næring, í að vera neikvæðir, til dæmis ofneysla matar, minni hreyfing og efnamengun en þetta eru allt þættir sem valdið hafa miklum heilsufarsvandamálum í nútíma- samfélögum. Að byrja fyrr en jafnöldrur á blæðingum virðist auka líkur á að stúlkur eigi erfitt með að takast á við unglings- árin. Fleiri þunglyndiseinkenni hafa mælst hjá þeim stúlkum, auk þess sem þeim er hættara við átröskun og ýmsum hegðunarvandamálum. Takmarkaðar ís- lenskar rannsóknir eru fyrir hendi um fyrstu blæðingar. í ljósi þess að umhverfi og félagslegar aðstæður stúlkna hafa áhrif á hvernig þær takast á við fyrstu blæðing- ar er því mikilvægt að afla upplýsinga um hvernig íslenskar stúlkur bregðast við." Háskólaútgáfan gefur bókina út og hún er fáanleg í Bóksölu stúdenta og helstu bókabúðum. L LÆKNAblaðið 2012/98 551
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.