Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Fæðuvenjur og fylgni við blóðþrýsting meðal eldri Islendinga Atli Arnarson1 næringarfræðingur, Ólöf Guðný Geirsdóttir25 næringarfræðingur, Alfons Ramel1-5 næringarfræðingur, Pálmi V. Jónsson2'3 4 læknir, Laufey Steingrímsdóttir1'5 næringarfræðingur, Inga Þórsdóttir1'5 næringarfræðingur AGRIP Tilgangur: Tíðni langvinnra sjúkdóma, svo sem háþrýstings, eykst með hækkandi aldri, en fæðuvenjur og aðrir lífsstílsþættir geta haft áhrif á þessa þróun. Þar sem háþrýstingur er einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma meðal eldra fólks eru tengsl mataræðis og blóðþrýstings mikilvægt rannsóknarefni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl fæðuþátta, sérstaklega lýsis, við blóðþrýsting meðal eldri (slendinga á höfuðborgarsvæðinu og meta fæðuneyslu þeirra með samanburði við íslenskar og norrænar ráðleggingar um mataræði og næringarefni. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 236 talsins, 65 til 91 árs gamlir íslendingar af höfuðborgarsvæðinu. Níutíu og niu karlar (42%) og 137 konur (58%) tóku þátt. Mataræði þeirra var metið með þriggja daga veginni fæðuskráningu og blóðþrýstingur mældur eftir 12 tíma föstu. Niðurstöður: Flestir þátttakendur fengu meira en lágmarksskammt af öllum nauðsynlegum næringarefnum. Hins vegar fengu 19% minna en lágmarksskammt af D-vítamini, 13% af joði, 17% karla af B6-vítamíni, og 26% karla og 12% kvenna afjárni. Marktæk neikvæð fylgnivará milli lýsisneyslu og slagbilsþrýstings. Þessi tengsl voru enn til staðar eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, þyngdarstuðli, kyni og inntöku á blóðþrýstingslækkandi lyfjum (p=0,01). Neysla á löngum ómega-3 fitusýrum tengdist slagbilsþrýstingi einnig marktækt. Aðrir fæðuþættir tengdust ekki blóðþrýstingi. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að neysla á lýsi sé tengd lægri blóðþrýstingi meðal eldra fólks og hafi á þann hátt jákvæð áhrif á heilsufar. Stór hluti þátttakenda var í áhættuhópi vegna skorts á D-vítamíni, B6-vítamíni, joði og járni. 1Rannsóknarstofu í næringarfrasöi HÍ og Landspítala, 2rannsóknarstofu í öldrunarfræðum, 3læknadeild Háskóla íslands, 4öldrunarlækningadeild Landspítala, 5matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Fyrirspurnir: Atli Arnarson atliarnar@gmail. com Greinin barst: 8. maí 2012, samþykkt til birtingar: 13. ágúst 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Tíðni langvinnra sjúkdóma eykst með hækkandi aldri en bættar fæðuvenjur og aðrir lífsstílsþættir, eins og hreyfing, geta hægt á þessari þróun.1 Háþrýstingur er einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma meðal fullorðins fólks og þar af leiðandi er mikilvægt og áhugavert að rannsaka tengsl mataræð- is og blóðþrýstings.2 Sterkar vísbendingar eru um að ákveðin næringarefni geti lækkað blóðþrýsting meðal einstaklinga með háþrýsting ef þeirra er neytt reglulega í nægu magni í ákveðinn tíma. Dæmi um slíkt næring- arefni eru langar ómega-3 fitusýrur (EPA og DHA) úr fiskiolíu.3 Neysla á fiskiolíu er tiltölulega mikil á íslandi, og þá helst úr lýsi, en lýsisneysla er eitt af sérkennum íslensks mataræðis. Mat á fæðuneyslu er nauðsynlegt til þess að hægt sé að greina tengsl mataræðis við heilsufarsbreytur og hvort ráðleggingum um mataræði sé fylgt. Mark- mið rannsóknarinnar var að meta fæðuneyslu eldra fólks á höfuðborgarsvæðinu og kanna tengsl einstakra fæðuþátta við blóðþrýsting, með sérstakri áherslu á lýsi. Megintilgátan var að fylgni væri á milli lýsisneyslu og lægri blóðþrýstings. Þetta er að öllum líkindum fyrsta rannsóknin sem skoðar tengsl mataræðis við blóðþrýst- ing meðal eldri íslendinga. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er undirþáttur fæðuíhlutunarrannsóknar sem hönnuð var til þess að kanna áhrif mismunandi íþróttadrykkja á árangur styrktarþjálfunar eldri íslend- inga. Um er að ræða lýsandi áhorfsrannsókn (descriptive observational study) sem byggist á mælingum á mataræði og blóðþrýstingi sem framkvæmdar voru við upphaf íhlutunarrannsóknarinnar. í áhorfsrannsóknum er rannsóknarefnið skoðað og því lýst án þess að rannsak- endur hafi með einhverjum hætti áhrif á það. Þátttakendur Þátttakendur voru 236 alls, 99 karlar (42%) og 137 konur (58%) á aldrinum 65 til 91 árs. Auglýst var eftir sjálfboða- liðum með því að hengja upp veggspjöld á Hrafnistu í Hafnarfirði. Inntökuskilyrði voru þau að þátttakendur væru eldri en 65 ára og tækju ekki inn lyf sem hafa áhrif á vöðvamassa (testósterón, vefaukandi sterar, vaxtar- hormón, eða IGF-1). Þar að auki voru þeir útilokaðir frá þátttöku sem höfðu litla vitsmunalega getu (Mini- Mental State Examination (MMSE) <19 stig) eða merki um kransæðasjúkdóm eða stoðkerfissjúkdóma, eins og gigt eða slit í liðum, sem hefðu mögulega haft áhrif á getu þeirra til þess að ljúka þátttöku í rannsókninni. Mat á fæðuneyslu Mataræði þátttakenda var metið með þriggja daga veginni fæðuskráningu. Þátttakendur vigtuðu og skráðu alla neyslu matar og drykkjar í þrjá daga sam- fleytt, tvo virka daga og einn helgardag. Munnlegar og skriflegar leiðbeiningar um vigtun fæðu voru gefnar þátttakendum og þeir fengu rafvogir (PHILIPS HR LÆKNAblaöiö 2012/98 515
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.