Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2012, Page 11

Læknablaðið - 15.10.2012, Page 11
RANNSÓKN Fæðuvenjur og fylgni við blóðþrýsting meðal eldri Islendinga Atli Arnarson1 næringarfræðingur, Ólöf Guðný Geirsdóttir25 næringarfræðingur, Alfons Ramel1-5 næringarfræðingur, Pálmi V. Jónsson2'3 4 læknir, Laufey Steingrímsdóttir1'5 næringarfræðingur, Inga Þórsdóttir1'5 næringarfræðingur AGRIP Tilgangur: Tíðni langvinnra sjúkdóma, svo sem háþrýstings, eykst með hækkandi aldri, en fæðuvenjur og aðrir lífsstílsþættir geta haft áhrif á þessa þróun. Þar sem háþrýstingur er einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma meðal eldra fólks eru tengsl mataræðis og blóðþrýstings mikilvægt rannsóknarefni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl fæðuþátta, sérstaklega lýsis, við blóðþrýsting meðal eldri (slendinga á höfuðborgarsvæðinu og meta fæðuneyslu þeirra með samanburði við íslenskar og norrænar ráðleggingar um mataræði og næringarefni. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 236 talsins, 65 til 91 árs gamlir íslendingar af höfuðborgarsvæðinu. Níutíu og niu karlar (42%) og 137 konur (58%) tóku þátt. Mataræði þeirra var metið með þriggja daga veginni fæðuskráningu og blóðþrýstingur mældur eftir 12 tíma föstu. Niðurstöður: Flestir þátttakendur fengu meira en lágmarksskammt af öllum nauðsynlegum næringarefnum. Hins vegar fengu 19% minna en lágmarksskammt af D-vítamini, 13% af joði, 17% karla af B6-vítamíni, og 26% karla og 12% kvenna afjárni. Marktæk neikvæð fylgnivará milli lýsisneyslu og slagbilsþrýstings. Þessi tengsl voru enn til staðar eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, þyngdarstuðli, kyni og inntöku á blóðþrýstingslækkandi lyfjum (p=0,01). Neysla á löngum ómega-3 fitusýrum tengdist slagbilsþrýstingi einnig marktækt. Aðrir fæðuþættir tengdust ekki blóðþrýstingi. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að neysla á lýsi sé tengd lægri blóðþrýstingi meðal eldra fólks og hafi á þann hátt jákvæð áhrif á heilsufar. Stór hluti þátttakenda var í áhættuhópi vegna skorts á D-vítamíni, B6-vítamíni, joði og járni. 1Rannsóknarstofu í næringarfrasöi HÍ og Landspítala, 2rannsóknarstofu í öldrunarfræðum, 3læknadeild Háskóla íslands, 4öldrunarlækningadeild Landspítala, 5matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Fyrirspurnir: Atli Arnarson atliarnar@gmail. com Greinin barst: 8. maí 2012, samþykkt til birtingar: 13. ágúst 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Tíðni langvinnra sjúkdóma eykst með hækkandi aldri en bættar fæðuvenjur og aðrir lífsstílsþættir, eins og hreyfing, geta hægt á þessari þróun.1 Háþrýstingur er einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma meðal fullorðins fólks og þar af leiðandi er mikilvægt og áhugavert að rannsaka tengsl mataræð- is og blóðþrýstings.2 Sterkar vísbendingar eru um að ákveðin næringarefni geti lækkað blóðþrýsting meðal einstaklinga með háþrýsting ef þeirra er neytt reglulega í nægu magni í ákveðinn tíma. Dæmi um slíkt næring- arefni eru langar ómega-3 fitusýrur (EPA og DHA) úr fiskiolíu.3 Neysla á fiskiolíu er tiltölulega mikil á íslandi, og þá helst úr lýsi, en lýsisneysla er eitt af sérkennum íslensks mataræðis. Mat á fæðuneyslu er nauðsynlegt til þess að hægt sé að greina tengsl mataræðis við heilsufarsbreytur og hvort ráðleggingum um mataræði sé fylgt. Mark- mið rannsóknarinnar var að meta fæðuneyslu eldra fólks á höfuðborgarsvæðinu og kanna tengsl einstakra fæðuþátta við blóðþrýsting, með sérstakri áherslu á lýsi. Megintilgátan var að fylgni væri á milli lýsisneyslu og lægri blóðþrýstings. Þetta er að öllum líkindum fyrsta rannsóknin sem skoðar tengsl mataræðis við blóðþrýst- ing meðal eldri íslendinga. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er undirþáttur fæðuíhlutunarrannsóknar sem hönnuð var til þess að kanna áhrif mismunandi íþróttadrykkja á árangur styrktarþjálfunar eldri íslend- inga. Um er að ræða lýsandi áhorfsrannsókn (descriptive observational study) sem byggist á mælingum á mataræði og blóðþrýstingi sem framkvæmdar voru við upphaf íhlutunarrannsóknarinnar. í áhorfsrannsóknum er rannsóknarefnið skoðað og því lýst án þess að rannsak- endur hafi með einhverjum hætti áhrif á það. Þátttakendur Þátttakendur voru 236 alls, 99 karlar (42%) og 137 konur (58%) á aldrinum 65 til 91 árs. Auglýst var eftir sjálfboða- liðum með því að hengja upp veggspjöld á Hrafnistu í Hafnarfirði. Inntökuskilyrði voru þau að þátttakendur væru eldri en 65 ára og tækju ekki inn lyf sem hafa áhrif á vöðvamassa (testósterón, vefaukandi sterar, vaxtar- hormón, eða IGF-1). Þar að auki voru þeir útilokaðir frá þátttöku sem höfðu litla vitsmunalega getu (Mini- Mental State Examination (MMSE) <19 stig) eða merki um kransæðasjúkdóm eða stoðkerfissjúkdóma, eins og gigt eða slit í liðum, sem hefðu mögulega haft áhrif á getu þeirra til þess að ljúka þátttöku í rannsókninni. Mat á fæðuneyslu Mataræði þátttakenda var metið með þriggja daga veginni fæðuskráningu. Þátttakendur vigtuðu og skráðu alla neyslu matar og drykkjar í þrjá daga sam- fleytt, tvo virka daga og einn helgardag. Munnlegar og skriflegar leiðbeiningar um vigtun fæðu voru gefnar þátttakendum og þeir fengu rafvogir (PHILIPS HR LÆKNAblaöiö 2012/98 515

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.