Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 41
UMFJÖLLUN OG GREINAR Brautryðjandi í sykursýkis- rannsóknum fær Jahre-verðlaunin Leif Groop Sigurður Ingvarsson Höfundur er forstöðumaður og prófessor við Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum siguring@hi.is Ákveðið hefur verið að sænski próf- essorinn Leif Groop hljóti Anders Jahre- verðlaunin í líf- og læknisfræði árið 2012. Hann starfar við háskólann í Lundi. Leif fær verðlaunin fyrir brautryðjandi rann- sóknir á tilurð og framvindu sykursýki, og sérstaklega fyrir uppgötvanir á áður óþekktum erfðaþáttum sem auka áhætt- una á þessum sjúkdómaflokki. Með ítarlegum faraldsfræðilegum rann- sóknum hafa Leif og samstarfsfólk hans sýnt fram á að sykursýki er mun flóknari sjúkdómur en áður var talið. Hefðbundið er að flokka sykursýki í tvær gerðir, en rannsóknir Leifs hafa sýnt að um frekari undirtegundir er að ræða. Ennfremur hefur hann lýst allmörgum erfðabreytum sem nota má til að gera greiningarpróf til að kanna erfðafræðilega áhættu einstak- linga fyrir mismunandi gerðum sykursýki og veita þannig möguleika á markvissum forvörnum og meðferðarúrræðum. Upp- götvanir hans hafa vakið heimsathygli á fræðasviðinu og aukið skilning á eðli sjúkdómsins. Leif Ieiðir rannsóknasamstarf sykur- sýkisseturs háskólans í Lundi sem hefur fengið sérstaka styrki frá sænsku rann- sóknamiðstöðinni. Nánar um rannsókn- irnar: ludc.med.lu.se/. Anders Jahre-verðlaunin til yngri vís- indamanna árið 2012 hljóta prófessorarnir Tibor Harkani við Karolinsku stofnunina og Kristian Pietras við Háskólann í Lundi. Tibor fær verðlaunin fyrir rannsóknir á ákveðnum sameindum sem taka þátt í starfsemi miðtaugakerfisins og Kristian fyrir rannsóknir á stjórnunarferli blóð- flæðis til æxla. Norðmaðurinn Anders Jahre stofnaði sjóð árið 1960 sem ætlað er að efla rann- sóknir í líf- og læknisfræði á Norður- löndunum og eru verðlaunin þau stærstu í rannsóknum á þessu sviði. Háskólinn í Ósló veitir verðlaunin og er upphæðin ein milljón norskra króna. Einnig eru veitt aukaverðlaun úr sjóðnum til yngri vísinda- manna. Valnefnd 5 manna með fulltrúum læknadeilda háskóla Norðurlandanna vinnur úr tilnefningum og ákveður verð- launahafa. Læknadeild Háskóla Islands á fulltrúa í valnefndinni. Prófessorar við læknadeildir háskólanna á Norðurlöndun- um geta sent tilnefningar til formanns valnefndar sem er Harald A. Stenmark á Radiumhospitalet í Osló, sjá nánar: uio.no/ english/about/facts/anders-jahre/nomina- tion/ Jahre (1891-1982) var löglærður auðkýf- ingur og útgerðarmaður, þekktur fyrir hvalveiðiútgerð frá Sandefjord og vinnslu á hvalaafurðum. Hann var út-nefndur heiðursdoktor fyrir stuðning sinn við vísindastörf og uppbyggingu við Ósló- arháskóla. Læknar SÁÁ auglýsir stöðu sérfræðilæknis og stöðu almenns læknis á Sjúkrahúsinu Vogi lausartil umsóknar. Nánari upplýsingar veitir Valgerður Rúnarsdóttir læknir í síma: 824 7602 netfang: valgerdurr@saa.is Er ráðstefna framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is REYKJAVÍK LÆKNAblaðið 2012/98 545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.