Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2012, Side 41

Læknablaðið - 15.10.2012, Side 41
UMFJÖLLUN OG GREINAR Brautryðjandi í sykursýkis- rannsóknum fær Jahre-verðlaunin Leif Groop Sigurður Ingvarsson Höfundur er forstöðumaður og prófessor við Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum siguring@hi.is Ákveðið hefur verið að sænski próf- essorinn Leif Groop hljóti Anders Jahre- verðlaunin í líf- og læknisfræði árið 2012. Hann starfar við háskólann í Lundi. Leif fær verðlaunin fyrir brautryðjandi rann- sóknir á tilurð og framvindu sykursýki, og sérstaklega fyrir uppgötvanir á áður óþekktum erfðaþáttum sem auka áhætt- una á þessum sjúkdómaflokki. Með ítarlegum faraldsfræðilegum rann- sóknum hafa Leif og samstarfsfólk hans sýnt fram á að sykursýki er mun flóknari sjúkdómur en áður var talið. Hefðbundið er að flokka sykursýki í tvær gerðir, en rannsóknir Leifs hafa sýnt að um frekari undirtegundir er að ræða. Ennfremur hefur hann lýst allmörgum erfðabreytum sem nota má til að gera greiningarpróf til að kanna erfðafræðilega áhættu einstak- linga fyrir mismunandi gerðum sykursýki og veita þannig möguleika á markvissum forvörnum og meðferðarúrræðum. Upp- götvanir hans hafa vakið heimsathygli á fræðasviðinu og aukið skilning á eðli sjúkdómsins. Leif Ieiðir rannsóknasamstarf sykur- sýkisseturs háskólans í Lundi sem hefur fengið sérstaka styrki frá sænsku rann- sóknamiðstöðinni. Nánar um rannsókn- irnar: ludc.med.lu.se/. Anders Jahre-verðlaunin til yngri vís- indamanna árið 2012 hljóta prófessorarnir Tibor Harkani við Karolinsku stofnunina og Kristian Pietras við Háskólann í Lundi. Tibor fær verðlaunin fyrir rannsóknir á ákveðnum sameindum sem taka þátt í starfsemi miðtaugakerfisins og Kristian fyrir rannsóknir á stjórnunarferli blóð- flæðis til æxla. Norðmaðurinn Anders Jahre stofnaði sjóð árið 1960 sem ætlað er að efla rann- sóknir í líf- og læknisfræði á Norður- löndunum og eru verðlaunin þau stærstu í rannsóknum á þessu sviði. Háskólinn í Ósló veitir verðlaunin og er upphæðin ein milljón norskra króna. Einnig eru veitt aukaverðlaun úr sjóðnum til yngri vísinda- manna. Valnefnd 5 manna með fulltrúum læknadeilda háskóla Norðurlandanna vinnur úr tilnefningum og ákveður verð- launahafa. Læknadeild Háskóla Islands á fulltrúa í valnefndinni. Prófessorar við læknadeildir háskólanna á Norðurlöndun- um geta sent tilnefningar til formanns valnefndar sem er Harald A. Stenmark á Radiumhospitalet í Osló, sjá nánar: uio.no/ english/about/facts/anders-jahre/nomina- tion/ Jahre (1891-1982) var löglærður auðkýf- ingur og útgerðarmaður, þekktur fyrir hvalveiðiútgerð frá Sandefjord og vinnslu á hvalaafurðum. Hann var út-nefndur heiðursdoktor fyrir stuðning sinn við vísindastörf og uppbyggingu við Ósló- arháskóla. Læknar SÁÁ auglýsir stöðu sérfræðilæknis og stöðu almenns læknis á Sjúkrahúsinu Vogi lausartil umsóknar. Nánari upplýsingar veitir Valgerður Rúnarsdóttir læknir í síma: 824 7602 netfang: valgerdurr@saa.is Er ráðstefna framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is REYKJAVÍK LÆKNAblaðið 2012/98 545

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.