Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 62
Læknablaðið kallar eftir pistlum frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur til þess að raddir fleiri liðsmanna heyrist. Lyflækningar á krossgötum Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Félag íslenskra lyflækna var stofnað árið 1946. Meginverkefni lyflækninga eru sem fyrr greining og meðferð bráðra og lang- vinnra sjúkdóma meðal fullorðinna, bæði á sjúkrahúsum og úti í samfélaginu. En starfsemi lyflækna hefur breyst mikið á undanförnum áratugum vegna geysilegrar framþróunar og sérhæfingar, sem getið hefur af sér margar undirsérgreinar er öðlast hafa sjálfstæði. Segja má að lyflækn- ingar í dag séu fyrst og fremst grunnur og samnefnari fyrir þessar sérgreinar. Ýmsir eru þó þeirrar skoðunar að mikilvægi almennra lyflækninga sé síst minna nú en áður og helgast það af þörfum sístækkandi hóps aldraðra sem stríðir oft við fjölþætt heilsufarsvandamál er krefjast víðtækrar þjónustu fremur en sérhæfðrar. Er það afleiðing stóraukins algengis langvinnra sjúkdóma sem teljast nú vera stærsta verk- efni heilbrigðisþjónustu vestrænna þjóða. Þróun lyflækninga á íslandi hefur um margt verið athyglisverð. Meðal þess sem ber hæst er stór hlutdeild í uppbyggingu sjálfstæðrar lækningastarfsemi sem er ein af meginstoðum íslenskrar heilbrigðisþjón- ustu. Þá hafa lyflæknar verið í fararbroddi við vísindarannsóknir. Mikilvægt skref var stigið með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og leiddi það til markvissrar uppbyggingar sérgreina lyflækninga, auk þess sem sett var á laggirnar metnaðarfullt framhaldsnám í almennum lyflækningum. Því mætti álykta að framtíð lyflækninga sé björt hér á landi en því miður eru blikur á lofti, ekki síst á Landspítala. Undanfarin ár hafa orðið miklar breyt- ingar á fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustu, sem má að miklu leyti rekja til við- bragða við vaxandi kostnaði. Rík áhersla hefur verið lögð á að fækka innlögnum á sjúkrahús og auka ferliþjónustu. Legutími hefur styst og sjúklingaflæði aukist. Á sama tíma er aukin krafa um gæði þjón- ustu og öryggi sjúklinga. Samhliða þessari þróun hefur vinnutímatilskipun Evrópu- sambandsins leitt til löngu tímabærrar fækkunar yfirvinnustunda lækna. Mönn- unarþörf hefur því aukist. Á Landspítala hefur ekki verið brugðist við þessari þróun. Vinnuálag lyflækna hefur aukist úr hófi og hefur það ásamt ófullnægjandi starfsaðstöðu komið verulega niður á akademísku starfi. Mönnun læknisstarfa á Landspítala er óhjákvæmilega frábrugðin því sem þekkist á öðrum háskólasjúkra- húsum á Vesturlöndum. Meðalaldur sér- fræðilækna er hár og meginskýringin er sú að íslenskir læknar þurfa að stunda framhaldsnám erlendis, gjarnan í 5-10 ár. Það vantar því á hverjum tíma marga árganga lækna sem jafnan gegna veiga- miklu hlutverki í læknisþjónustu háskóla- sjúkrahúsa og setur þetta miklar skorður við skipulagi starfseminnar. Reyndir sérfræðilæknar sem leiða hásérhæfð verk- efni eru bundnir við almenn læknisstörf samtímis. Utan dagvinnutíma reiðum við okkur mjög á unga og lítt reynda lækna. Á erlendum háskólasjúkrahúsum er algengt að sérfræðilæknar þrói starfs- feril sinn eftir brautum þar sem áhersla er ýmist á klíníska starfsemi, kennslu eða vísindi. Hér hefur slík tækifæri skort og fyrir vikið verður oft lítið úr þróun starfs- ferils. Óhætt er að segja að lyflækningar á Runólfur Pálsson formaður Félags íslenskra lyflækna runolfur@landspitali. is Landspítala standi að mörgu leyti höllum fæti í samanburði við háskólasjúkrahús í nágrannalöndum okkar. Afleiðingin er brotthvarf reyndra lyflækna og auk þess gengur erfiðlega að laða unga lækna hingað tii starfa að loknu sérfræðinámi. Að mínu mati er nauðsynlegt að bregðast strax við þessari neikvæðu þróun. En hvað er til ráða? Engin einföld lausn er í sjónmáli en ýmis tækifæri eru til úrbóta. Þótt kostnaðarauki muni líklega hljótast af, eru fyrir hendi sóknarfæri sem gætu leitt til aukinnar hagkvæmni, en þau felast í bættu skipulagi, verklagi og starfsaðstöðu, ekki aðeins á Landspítala heldur í heilbrigðisþjónustunni í heild. Á Landspítala er mikilvægt að aðgreina bet- ur almenn og sérhæfð verkefni lyflækna. Leggja mætti aukna áherslu á almennar lyflækningar í þjónustu við bráðveika sjúklinga, líkt og í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Skilgreina þarf mönnunarlíkan fyrir lyflækna þar sem tekið er tillit til akademískra starfa. Þá þarf að styðja við störf lækna með því að nýta betur krafta og hæfni hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ritara sérgreina. Ennfremur er nauð- synlegt að standa betur að nýliðun lækna vegna samkeppni við erlend sjúkrahús um íslenska sérfræðilækna. Loks tel ég brýnt að efla framhaldsmenntun í almennum lyflækningum, meðal annars í því skyni að fjölga ungum læknum sem starfa við lyflækningar. Hér ætti að vera unnt að bjóða þriggja ára grunnnám og frekara nám í undirsérgreinum lyflækninga færi svo fram erlendis eins og áður. Sé rétt á málum haldið hef ég trú á að lyflækningar á íslandi geti haldið velli og jafnvel komist á bekk með fremstu þjóðum. En það mun ekki verða án þess að lyflæknar taki höndum saman og hafi hag sjúklinga að leiðarljósi. 566 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.