Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR Um 50 manns sóltu fundinn og þótti sumum aðfjöldinn mætti vera meiri. Hrönn Ólafsdóttir og Ómar Sigurvin Gunnarsson frá FAL kynntu afstöðu almennra lækna. grunnstoða samfélagsins í heilbrigðis- málum og menntamálum orðinn slíkur að við erum orðin hættuleg sjúklingunum? Er öryggi veiks fólks stefnt í hættu þegar sífellt er klipið af framlögum til þessara mála og áhugi, fórnfýsi, verkfýsi og kraft- ur fólksins sem í þjónustunni starfar er léttvægur fundinn? Þetta er sú stemmning sem núna ríkir í okkar röðum. Fólki finnst mörgu að tiltekið traust hafi verið rofið og ef við erum ekki þegar komin fram á bjargbrúnina er ég hræddur um að við stefnum hraðbyri þangað." Sigurður benti ennfremur á að eftir- spurn eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins hefði aukist á árunum eftir hrunið og þá sérstaklega hvað varðaði geð- og sálfélags- lega þjónustu. „Vandamál barnmargra fjölskyldna, atvinnulausra og aldraðra hafa einnig aukist og þessu finnur fólk fyrir sem starfar í heilbrigðisþjónustunni um allt land. Á sama tíma hefur fagfólk í heilbrigðisgeiranum leitað í auknum mæli eftir vinnu erlendis, sérstaklega læknar og hjúkrunarfræðingar, en þessar stéttir eru ekki bara gjaldgengar á alþjóðlegum atvinnumarkaði heldur eru þær líka mjög eftirsóttar." Sigurður sagði að ákvörðun vel- ferðarráðherra um að hækka laun forstjóra Landspítala hefði verið algerlega laus við tilfinningu fyrir aðstæðum og leitt til rofs á trausti, trúnaði og heilindum sem mikinn tíma tekur að afla aftur. „Fyrstu viðbrögð við þeirri ákvörðun að draga hækkunina til baka benda ekki til þess." Heitar umræður í kjölfar framsöguerinda hófust almennar umræður og var fundarmönnum heitt í hamsi vegna ummæla velferðarráðherra um launakjör lækna á spítalanum og veltu fyrir sér hvernig bregðast skyldi við. Stjórn LR dró sig afsíðis og samdi ályktun fyrir fundinn að samþykkja og var hún sam- þykkt svohljóðandi: „Almennur félagsfundur í Læknafélagi Reykjavíkur og Félagi almennra lækna lýs- ir áhyggjum af versnandi ástandi á Land- spítalanum og í heilbrigðisþjónustunni í landinu. Við vaxandi álag, erfiðar vinnu- aðstæður og vanmat á störfum fagfólks er auðvelt að skilja hvers vegna straumur heilbrigðisstarfsmanna hefur verið úr landi. Rof hefur orðið á trausti, trúnaði og heilindum milli heilbrigðisstarfsmanna og yfirstjórnar heilbrigðismála. Niðurskurður á fjárframlögum til heilbrigðismála er komin út yfir þolmörk. Ábyrgð heilbrigðis- yfirvalda er mikil. Læknasamtökin hvetja því yfirvöld til tafarlausra úrbóta áður en óbætanlegur skaði hlýst af." Ymsum fundarmönnum þótti ályktunin ekki nægilega harðorð og að þar vantaði nokkuð á að fram kæmi hversu mikil reiði væri meðal lækna um ástand mála. Að lokum var þó fallist á ofangreinda tillögu með þeim rökum að skynsamlegast væri fyrir samtök lækna að halda sig við mál- efnalega og yfirvegaða umræðu. Nokkrar umræður urðu einnig um hvort semja skyldi sérstaka ályktun sem lýsti skoðun fundarins á ummælum ráðherrans í Kast- ljósþættinum en fallið var frá þeirri hug- mynd með sömu rökum um yfirvegun og málefnalega afstöðu. Nokkrir lýstu furðu sinni á því að ekki væri fullt útúr dyrum á fundinum og hvort læknar væru ekki áhugasamari um kjör sín en raun bæri vitni. Var þá á það bent að læknar héldu ekki fundi um kjaramál í vinnutíma sínum einsog aðrar heilbrigðisstéttir og það gæti verið hluti skýringarinnar. Engum blöðum var þó um það að fletta að læknum er heitt í hamsi og langlundargeði þeirra takmörk sett. Einn fundarmanna orðaði afstöðu sína með svofelldum hætti: „Það er gott að búa í Noregi." LÆKNAblaöiö 2012/98 543
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.