Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Síða 39

Læknablaðið - 15.10.2012, Síða 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR Um 50 manns sóltu fundinn og þótti sumum aðfjöldinn mætti vera meiri. Hrönn Ólafsdóttir og Ómar Sigurvin Gunnarsson frá FAL kynntu afstöðu almennra lækna. grunnstoða samfélagsins í heilbrigðis- málum og menntamálum orðinn slíkur að við erum orðin hættuleg sjúklingunum? Er öryggi veiks fólks stefnt í hættu þegar sífellt er klipið af framlögum til þessara mála og áhugi, fórnfýsi, verkfýsi og kraft- ur fólksins sem í þjónustunni starfar er léttvægur fundinn? Þetta er sú stemmning sem núna ríkir í okkar röðum. Fólki finnst mörgu að tiltekið traust hafi verið rofið og ef við erum ekki þegar komin fram á bjargbrúnina er ég hræddur um að við stefnum hraðbyri þangað." Sigurður benti ennfremur á að eftir- spurn eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins hefði aukist á árunum eftir hrunið og þá sérstaklega hvað varðaði geð- og sálfélags- lega þjónustu. „Vandamál barnmargra fjölskyldna, atvinnulausra og aldraðra hafa einnig aukist og þessu finnur fólk fyrir sem starfar í heilbrigðisþjónustunni um allt land. Á sama tíma hefur fagfólk í heilbrigðisgeiranum leitað í auknum mæli eftir vinnu erlendis, sérstaklega læknar og hjúkrunarfræðingar, en þessar stéttir eru ekki bara gjaldgengar á alþjóðlegum atvinnumarkaði heldur eru þær líka mjög eftirsóttar." Sigurður sagði að ákvörðun vel- ferðarráðherra um að hækka laun forstjóra Landspítala hefði verið algerlega laus við tilfinningu fyrir aðstæðum og leitt til rofs á trausti, trúnaði og heilindum sem mikinn tíma tekur að afla aftur. „Fyrstu viðbrögð við þeirri ákvörðun að draga hækkunina til baka benda ekki til þess." Heitar umræður í kjölfar framsöguerinda hófust almennar umræður og var fundarmönnum heitt í hamsi vegna ummæla velferðarráðherra um launakjör lækna á spítalanum og veltu fyrir sér hvernig bregðast skyldi við. Stjórn LR dró sig afsíðis og samdi ályktun fyrir fundinn að samþykkja og var hún sam- þykkt svohljóðandi: „Almennur félagsfundur í Læknafélagi Reykjavíkur og Félagi almennra lækna lýs- ir áhyggjum af versnandi ástandi á Land- spítalanum og í heilbrigðisþjónustunni í landinu. Við vaxandi álag, erfiðar vinnu- aðstæður og vanmat á störfum fagfólks er auðvelt að skilja hvers vegna straumur heilbrigðisstarfsmanna hefur verið úr landi. Rof hefur orðið á trausti, trúnaði og heilindum milli heilbrigðisstarfsmanna og yfirstjórnar heilbrigðismála. Niðurskurður á fjárframlögum til heilbrigðismála er komin út yfir þolmörk. Ábyrgð heilbrigðis- yfirvalda er mikil. Læknasamtökin hvetja því yfirvöld til tafarlausra úrbóta áður en óbætanlegur skaði hlýst af." Ymsum fundarmönnum þótti ályktunin ekki nægilega harðorð og að þar vantaði nokkuð á að fram kæmi hversu mikil reiði væri meðal lækna um ástand mála. Að lokum var þó fallist á ofangreinda tillögu með þeim rökum að skynsamlegast væri fyrir samtök lækna að halda sig við mál- efnalega og yfirvegaða umræðu. Nokkrar umræður urðu einnig um hvort semja skyldi sérstaka ályktun sem lýsti skoðun fundarins á ummælum ráðherrans í Kast- ljósþættinum en fallið var frá þeirri hug- mynd með sömu rökum um yfirvegun og málefnalega afstöðu. Nokkrir lýstu furðu sinni á því að ekki væri fullt útúr dyrum á fundinum og hvort læknar væru ekki áhugasamari um kjör sín en raun bæri vitni. Var þá á það bent að læknar héldu ekki fundi um kjaramál í vinnutíma sínum einsog aðrar heilbrigðisstéttir og það gæti verið hluti skýringarinnar. Engum blöðum var þó um það að fletta að læknum er heitt í hamsi og langlundargeði þeirra takmörk sett. Einn fundarmanna orðaði afstöðu sína með svofelldum hætti: „Það er gott að búa í Noregi." LÆKNAblaöiö 2012/98 543

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.