Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 28
Y F I R L I T unarefninu, sem í fyrstu röð er ferrójárn, og flytur rafeindir yfir á hnappsettu koparatómin. Samtímis oxast ferrójárn í ferríjárn, sem er forsenda fyrir bindingu járns í transferrín. Súrefni afoxast því næst að fullu í vatn fyrir tilstilli hnappsettu atómanna. Vegna þess hve oxun á járni er ríkjandi í verkun Cp er það oft nefnt ferroxídasi (sjá mynd 1) og er talið til svokallaðra multi-kopar-oxídasa. Meðal multi-kopar-oxídasa er hephaestín, sem verkar mjög hliðstætt við Cp og skiptir meginmáli við frásog á járni frá meltingarvegi. Það er einnig í miðtaugakerfinu, en mest í heilaberki og þar á meðal í taugungum þar sem Cp er einkum í stirnufrumum (nstrocytes) og mest í svartsviðinu (substantia nigra). Samþætting þessara ens- íma er óljós, en tilraunir benda til þess að þau hafi samverkandi verkun.10 Annar þekktur oxídasi í þessum flokki er askorbínsýru- oxídasi.7-9 Við súrefnisríkar aðstæður in vivo oxast ferrójárn (Fe2+) greið- lega í ferríjárn (Fe3+). Þessi sjálfsprottnu efnahvörf eru samt hvorki öll á einn veg né „hrein". Ein slík hvörf eru svokölluð Fenton-hvörf: Fe2+ + H202 => Fe3+ + *OH + OH'. í slíkum tilvikum myndast stak- eind, hýdroxýlfríhópur (*OH), sem veldur umtalsverðum vefja- skemmdum þar nærri sem hún myndast. Rökrétt er að ætla að hætta á Fenton-hvörfum aukist eftir því sem ferroxídasavirkni Cp er minni. Allar líkur eru þess vegna á því að megingildi Cp við oxun á járni sé að tryggja að járnatómin komist sem minnst í samband við oxandi efni í umhverfinu (í dæminu að ofan HzO,). Auk þess að hafa beina ferroxídasavirkni hefur Cp áhrif á stöðug- leika ferróportíns (Fpn), sem ber tvígilt járn út um himnur ýmissa frumna (carrier)?•10 Þótt ferrójárn sé án efa aðaláverkunarefni Cp, er vel hugsan- legt að það geti einnig oxað fleiri efni í líkamanum. Hér má nefna kopar, sem getur hvarfast eins og járn í Fenton-hvörfum. Hverf- andi lítið er hins vegar af fríum kopar í líkamanum við venjulegar aðstæður. Mun meiri athygli vekur að Cp getur sennilega oxað katekólamín (dópamín, noradrenalín) og stuðlað að myndun dóp- amín-melaníns (neurómelaníns).9 Um þetta ræðir nánar í kafl- anum um PD. Cp er svokallað bráðafasaprótein (acute phase reactant) og þéttni þess og/eða virkni í sermi eykst því við sýkingar, bólgur og meiðsl, en einnig á meðgöngu, við öldrun og jafnvel vegna lyfja. I samræmi við þetta eru það svokallaðir frumuhvatar (cytokines), sem ráða mestu um tjáningu á Cp-geninu (á litningi þrjú). Cp- genið er ríkulega tjáð í frumum í lifur, en einnig í mörgum öðrum líffærum, meðal annars í miðtaugakerfi. Kopar er ekki ákvarðandi efni við tjáningu á Cp-geninu, en við koparskort er hætt við að oxunarvirkni Cp minnki.71712 Koparatómin eru fest inn í apóserúlóplasmín (próteinhluta sameindarinnar) af sérstöku ensímkerfi (P-týpu ATP-asa; ATP7B) sem staðsett er í útfærslugöngum (seytugöngum) frumna, einkum í lifur en einnig í öðrum frumum. í lifur ræður ensímkerfi þetta einnig útskilnaði á kopar í galli. Gen þessa ensíms er á litningi 13 (13ql4,3). Ferð kopars inn í lifrarfrumur (eða aðrar frumur) og festing kopars í apóserúlóplasmím til hins fullmótaða ensíms hó- lóserúlóplasmíns er flókið ferli.13 Af þessu og framansögðu má því enn fremur álykta að myndun apóserúlóplasmíns annars vegar og festing kopars í það hins vegar, séu tveir svo aðskildir ferlar að við ákvarðanir á Cp í sermi skuli ætíð ákvarða bæði þéttni og oxunarvirkni þess. Hluti af seyttu Cp í sermi (10-20%) er kopar- laust (óvirkt apóserúlóplasmín).7 Þéttni Cp var í rannsóknum höf- h2o Cu 2+ >' \ Fe 2+ ' Fe3 Serúlóplasmín í stirnufrumum Taugungur Slíðurfruma Tf Tf-Fe it JÁRNFLÆÐIINN IHEILANN (IRON INFLUX into CNS) OXUNJÁRNS (FERROXIDATION) FLUTNINGUR JARNS TILTAUGUNGA OG TRÓÐFRUMNA (IRON TRANSPORT to neurons and glia) Mynd 1. Stílfærð mynd sem sýnir innferð járns í miðtaugakerfið (efst), oxun járns (ferroxidalion) af völdum serúlóplasmíns (Cp) í stirnufrumum (astrocytes) (í miðju) og flutning járns til taugunga (neurons) og tróðfrumna (glia) (neðst). - Járnhlaðið (Fe3*) transferrín (Tf-Fe) í blóði binst við transferrínviðtæki (Tfr) í innþeli Uáræða í heila. Járnið losnar þar frá Tf, er afoxað (Fe2') og binst við himnuprótein (Fpn-Fe), sem ber tví- gilt járn yfir himnu frumna. Cp fest við anga stirnufrumna (astrocytal endfeet) stöðus- tillir Fe1' á Fpn og oxar það í Fe3', sent bundið Tf flyst til taugunga og t ferritínbirgðir í tróðfrumum. unda ákvörðuð með mótefnamælingu, sem af hálfu framleiðanda er talin sérhæf. Cp-sérvirkni er reiknuð stærð yfir oxunarvirkni Cp í hlutfalli við massa og er vísbending um gæði ensímsins. í sermi 112 ein- staklinga af báðum kynjum í viðmiðunarhópum við rannsóknir höfunda2, 3, 5 fór sérvirkni Cp hækkandi með aldri. Hækkandi aldur gæti því hjá venjulegu fólki leitt til aukinnar festingar á kopar í Cp og aukinnar virkni (mynd 2). Wilsonsjúkdómur er víkjandi arfbundinn sjúkdómur þar sem breytingar eru á áðurnefndu geni á litningi 13. Mjög margar breyt- ingar eru þekktar í þessu geni, sem allar leiða til Wilsonsjúkdóms. Þar á meðal er ein genbreyting sem telst vera séríslensk (7-bp dele- tion in exon 7).14 í Wilsonsjúkdómi er útskilnaður á kopar minnk- aður með eftirfarandi útfellingum á kopar í vefjum, meðal annars í miðtaugakerfi. Þéttni Cp í sermi er einnig verulega minnkuð, en nokkuð Cp myndast utan lifrar.14 532 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.