Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Síða 28

Læknablaðið - 15.10.2012, Síða 28
Y F I R L I T unarefninu, sem í fyrstu röð er ferrójárn, og flytur rafeindir yfir á hnappsettu koparatómin. Samtímis oxast ferrójárn í ferríjárn, sem er forsenda fyrir bindingu járns í transferrín. Súrefni afoxast því næst að fullu í vatn fyrir tilstilli hnappsettu atómanna. Vegna þess hve oxun á járni er ríkjandi í verkun Cp er það oft nefnt ferroxídasi (sjá mynd 1) og er talið til svokallaðra multi-kopar-oxídasa. Meðal multi-kopar-oxídasa er hephaestín, sem verkar mjög hliðstætt við Cp og skiptir meginmáli við frásog á járni frá meltingarvegi. Það er einnig í miðtaugakerfinu, en mest í heilaberki og þar á meðal í taugungum þar sem Cp er einkum í stirnufrumum (nstrocytes) og mest í svartsviðinu (substantia nigra). Samþætting þessara ens- íma er óljós, en tilraunir benda til þess að þau hafi samverkandi verkun.10 Annar þekktur oxídasi í þessum flokki er askorbínsýru- oxídasi.7-9 Við súrefnisríkar aðstæður in vivo oxast ferrójárn (Fe2+) greið- lega í ferríjárn (Fe3+). Þessi sjálfsprottnu efnahvörf eru samt hvorki öll á einn veg né „hrein". Ein slík hvörf eru svokölluð Fenton-hvörf: Fe2+ + H202 => Fe3+ + *OH + OH'. í slíkum tilvikum myndast stak- eind, hýdroxýlfríhópur (*OH), sem veldur umtalsverðum vefja- skemmdum þar nærri sem hún myndast. Rökrétt er að ætla að hætta á Fenton-hvörfum aukist eftir því sem ferroxídasavirkni Cp er minni. Allar líkur eru þess vegna á því að megingildi Cp við oxun á járni sé að tryggja að járnatómin komist sem minnst í samband við oxandi efni í umhverfinu (í dæminu að ofan HzO,). Auk þess að hafa beina ferroxídasavirkni hefur Cp áhrif á stöðug- leika ferróportíns (Fpn), sem ber tvígilt járn út um himnur ýmissa frumna (carrier)?•10 Þótt ferrójárn sé án efa aðaláverkunarefni Cp, er vel hugsan- legt að það geti einnig oxað fleiri efni í líkamanum. Hér má nefna kopar, sem getur hvarfast eins og járn í Fenton-hvörfum. Hverf- andi lítið er hins vegar af fríum kopar í líkamanum við venjulegar aðstæður. Mun meiri athygli vekur að Cp getur sennilega oxað katekólamín (dópamín, noradrenalín) og stuðlað að myndun dóp- amín-melaníns (neurómelaníns).9 Um þetta ræðir nánar í kafl- anum um PD. Cp er svokallað bráðafasaprótein (acute phase reactant) og þéttni þess og/eða virkni í sermi eykst því við sýkingar, bólgur og meiðsl, en einnig á meðgöngu, við öldrun og jafnvel vegna lyfja. I samræmi við þetta eru það svokallaðir frumuhvatar (cytokines), sem ráða mestu um tjáningu á Cp-geninu (á litningi þrjú). Cp- genið er ríkulega tjáð í frumum í lifur, en einnig í mörgum öðrum líffærum, meðal annars í miðtaugakerfi. Kopar er ekki ákvarðandi efni við tjáningu á Cp-geninu, en við koparskort er hætt við að oxunarvirkni Cp minnki.71712 Koparatómin eru fest inn í apóserúlóplasmín (próteinhluta sameindarinnar) af sérstöku ensímkerfi (P-týpu ATP-asa; ATP7B) sem staðsett er í útfærslugöngum (seytugöngum) frumna, einkum í lifur en einnig í öðrum frumum. í lifur ræður ensímkerfi þetta einnig útskilnaði á kopar í galli. Gen þessa ensíms er á litningi 13 (13ql4,3). Ferð kopars inn í lifrarfrumur (eða aðrar frumur) og festing kopars í apóserúlóplasmím til hins fullmótaða ensíms hó- lóserúlóplasmíns er flókið ferli.13 Af þessu og framansögðu má því enn fremur álykta að myndun apóserúlóplasmíns annars vegar og festing kopars í það hins vegar, séu tveir svo aðskildir ferlar að við ákvarðanir á Cp í sermi skuli ætíð ákvarða bæði þéttni og oxunarvirkni þess. Hluti af seyttu Cp í sermi (10-20%) er kopar- laust (óvirkt apóserúlóplasmín).7 Þéttni Cp var í rannsóknum höf- h2o Cu 2+ >' \ Fe 2+ ' Fe3 Serúlóplasmín í stirnufrumum Taugungur Slíðurfruma Tf Tf-Fe it JÁRNFLÆÐIINN IHEILANN (IRON INFLUX into CNS) OXUNJÁRNS (FERROXIDATION) FLUTNINGUR JARNS TILTAUGUNGA OG TRÓÐFRUMNA (IRON TRANSPORT to neurons and glia) Mynd 1. Stílfærð mynd sem sýnir innferð járns í miðtaugakerfið (efst), oxun járns (ferroxidalion) af völdum serúlóplasmíns (Cp) í stirnufrumum (astrocytes) (í miðju) og flutning járns til taugunga (neurons) og tróðfrumna (glia) (neðst). - Járnhlaðið (Fe3*) transferrín (Tf-Fe) í blóði binst við transferrínviðtæki (Tfr) í innþeli Uáræða í heila. Járnið losnar þar frá Tf, er afoxað (Fe2') og binst við himnuprótein (Fpn-Fe), sem ber tví- gilt járn yfir himnu frumna. Cp fest við anga stirnufrumna (astrocytal endfeet) stöðus- tillir Fe1' á Fpn og oxar það í Fe3', sent bundið Tf flyst til taugunga og t ferritínbirgðir í tróðfrumum. unda ákvörðuð með mótefnamælingu, sem af hálfu framleiðanda er talin sérhæf. Cp-sérvirkni er reiknuð stærð yfir oxunarvirkni Cp í hlutfalli við massa og er vísbending um gæði ensímsins. í sermi 112 ein- staklinga af báðum kynjum í viðmiðunarhópum við rannsóknir höfunda2, 3, 5 fór sérvirkni Cp hækkandi með aldri. Hækkandi aldur gæti því hjá venjulegu fólki leitt til aukinnar festingar á kopar í Cp og aukinnar virkni (mynd 2). Wilsonsjúkdómur er víkjandi arfbundinn sjúkdómur þar sem breytingar eru á áðurnefndu geni á litningi 13. Mjög margar breyt- ingar eru þekktar í þessu geni, sem allar leiða til Wilsonsjúkdóms. Þar á meðal er ein genbreyting sem telst vera séríslensk (7-bp dele- tion in exon 7).14 í Wilsonsjúkdómi er útskilnaður á kopar minnk- aður með eftirfarandi útfellingum á kopar í vefjum, meðal annars í miðtaugakerfi. Þéttni Cp í sermi er einnig verulega minnkuð, en nokkuð Cp myndast utan lifrar.14 532 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.