Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 23
RANNSÓKN Tafla IV. Breytingar íbeinþéttni (g/cm2), samanburður milli þeirra sem voru með líkamsþyngdarstuðul að mestu undir 17,5 kg/m2 milli mælinga og þeirra sem voru það ekki. LÞS >17,5 kg/m2 milli mælinga (n=9) Breyting (%) LÞS s17,5 kg/m2 milli mælinga (n=17) Breyting (%) Beinþéttni lendhryggur 0,059 ±0,109 7,6 ± 15,3 -0,011 ±0,058 -1,0 ±6,8 Beinþéttni lærleggsháls 0,024 ± 0,075 3,7 ±11,6 -0,053 ± 0,060 -7,1 ± 7,9** Beinþéttni nærendi lærleggs 0,033 ± 0,090 4,3 ±11,7 -0,043 ± 0,061 -5,5 ± 8,0* Heildarbeinþéttni beinagrindar 0,028 ± 0,040“ 2,7 ±4,1 -0,012 ± 0,068b -0,9 ± 6,6 Þyngd (þyngdarbreyting kg) 6 ± 12 14,8 ±29,3 1 ±3 2,2 ± 7,2 Gögn eru sett fram sem meðaltal ± staðalfrávik. *p<0,05, **p<0,01, an=6, bn=12. beinþéttnimælinga lækkuðu í beinþéttni í lærleggshálsi um 7,1% (p=0,004) og í nærenda lærleggs um 5,5% (p=0,015) (tafla IV). Umræða Rannsóknin skoðaði beinþéttni hjá ungum konum sem hafa greinst með lystarstol á íslandi. Niðurstöður sýndu að beinþéttni í lendhrygg og mjöðm hjá lystarstolshópnum var 15,3-17,5% lægri en í heilbrigðum ungum konum sem náð hafa hámarksbeinþéttni. Hjá báðum hópum var sterk fylgni beinþéttni við þyngd og mjúkvefjamagn. Meðal lystarstolssjúklinga var einnig sterk fylgni beinþéttni við lægstu þyngd í veikindum. Beinþéttni lystarstolssjúklinga sem höfðu endurtekið farið í beinþéttnimæl- ingu breyttist að jafnaði ekki marktækt milli mælinga en þær sem léttust milli mælinga lækkuðu í beinþéttni í lærleggshálsi. Þær konur sem voru með LÞS >17,5 milli beinþéttnimælinga töpuðu einnig beinþéttni í nærenda lærleggs. Líkt og erlendar rannsóknir, staðfesti þessi rannsókn tengsl lágrar beinþéttni við lystarstol.1131518'23 Beinþéttni í lendhrygg var 15,3% lægri eða 1,3 staðalfrávikum neðar en samanburðar- hópur og í lærleggshálsi 17,5% lægri eða 1,1 staðalfráviki neðar. Svipaðar niðurstöður sýndi spænsk rannsókn, þar var beinþéttni 1,2-1,4 staðalfrávikum neðar í lendhrygg og mjöðm heldur en hjá samanburðarhópi.131 þessari rannsókn höfðu 55% lystarstolssjúk- linga beinrýrnun og 15% beinþynningu á að minnsta kosti einu mældu beinsvæði, en aðeins 30% höfðu eðlilega beinþéttni. Sam- bærilegar erlendar rannsóknir hafa sýnt að um helmingur lystar- stolssjúklinga hafi beinrýrnun og um þriðjungur hafi beinþynn- ingu!'2'13-14'23 Þessi munur á tíðni beinþynningar skýrist væntanlega af valskekkju, því alvarleiki sjúkdómsins getur verið misjafn milli rannsóknarhópa. I rannsókninni voru ekki nema 57,5% með LÞS sl7,5 þegar beinþéttnimælingin var gerð, sem er eitt greiningar- skilmerkja lystarstols. Fylgni beinþéttni við þyngd var svipuð meðal lystarstolshóps og samanburðarhóps. Athyglisvert er að sjá að þessi fylgni virð- ist vera nokkuð samfelldur ferill og sams konar samband milli þyngdar og beinþéttni hjá bæði lystarstolshópi og samanburðar- hópi. Út frá því má álykta að hámarksbeinmagn sem einstaklingur almennt nái sé í hlutfalli við þyngd, það sé kostur að vera þyngri þegar hámarksbeinmagni er náð. Jafnvel ennþá sterkari fylgni var milli beinþéttni og mjúkvefjamagns. Samræmist það öðrum rannsóknum9'15-24 og virðist mjúkvefur því vera mikilvægasti hluti þyngdaraukningar fyrir bata beinanna á þessum aldri. Ef til vill gæti inngrip sem miðaði að því að auka vöðvamassa sem hluta af meðferð til þyngdaraukningar verið árangursríkt til að auka bein- þéttni lystarstolssjúklinga. Því til stuðnings má benda á að heild- arbeinþéttni var hærri meðal þeirra sem stunduðu líkamsrækt þrisvar sinnum eða oftar í viku heldur en hinna. Svörun beina við líkamlegri áreynslu hjá lystarstolssjúklingum hefur þó lítið verið rannsökuð, sérstaklega hvort jákvæð áhrif komi fram hjá þessum hópi. Nýleg rannsókn gefur til kynna að það skipti ekki aðeins máli hvers konar líkamsrækt sé stunduð, heldur einnig á hvaða stigi sjúkdómsins hún sé iðkuð. Ofhreyfing, eins og sífelld ganga á veikindatímabili, getur hugsanlega sett sjúkling í meiri hættu á lágri beinþéttni í hrygg og heildarbeinþéttni, en kraftæfingar með mikilli þyngd geta stuðlað að hækkaðri beinþéttni í lærleggs- hálsi og heiidarbeinþéttni í afturbata sjúkdóms.25 Auk fylgni við mjúkvefjamagn var fylgni beinþéttni mest við minnstu þyngd í veikindum meðal lystarstolshóps og því er mikilvægt að koma í veg fyrir mikið þyngdartap í veikindunum. Beinþéttni lystarstolssjúklinga sem höfðu oft farið í bein- þéttnimælingu breyttist að jafnaði ekki marktækt milli mælinga. Hjá þeim sem léttust lækkaði beinþéttnin í lærleggshálsi en ekki varð marktæk breyting á beinþéttni hjá þeim sem þyngdust. Rann- sóknir hafa þó sýnt að með þyngdaraukningu hækki beinþéttnin að hluta til. Til dæmis hefur verið sýnt að beinþéttni hækkaði um 1,6% í lærleggshálsi, 4,4% í nærenda lærleggs og 1,3% í lendhrygg hjá konum sem þyngdust um 10% eða meira!3 í annarri rannsókn var sýnt að með þyngdaraukningu og endurkomu tíðablæðinga jókst beinþéttnin um 3% í lendhrygg og 2% í mjöðm á ári en árlegt beintap var 2,5% hjá konum með virkan sjúkdóm!5 Gera má ráð fyrir að í það minnsta þær konur í rannsókn okkar sem voru með LÞS >17,5 milli mælinga hafi verið með virkan sjúkdóm. Hjá þeim lækkaði beinþéttnin árlega um 2,7% í lærleggshálsi og um 2,1% í nærenda lærleggs á þeim 2,6 árum sem liðu að meðaltali milli bein- þéttnimælinga, þrátt fyrir litla sem enga þyngdarbreytingu. Erfitt er að meta breytingar út frá tveimur mælingum, því það hlýtur að skipta máli hvað gerðist í millitíðinni. Lystarstol getur verið mjög sveiflukenndur sjúkdómur þar sem skiptast á sveltitímabil með undirþyngd og tímabil þar sem átröskunin tekur á sig aðra mynd og einstaklingar missa sig í átköst eða ofát og þyngjast. Þær kon- ur sem voru með LÞS að mestu yfir 17,5 milli mælinga hækkuðu hins vegar ómarktækt í beinþéttni á öllum mældum beinsvæðum, en líklega hefur tími milli mælinga í hluta tilfella verið of stuttur til að bati kæmi fram. Þetta bendir þó til þess að mikilvægt sé að halda LÞS yfir 17,5 til að viðhalda beinþéttni. Nákvæmara viðmið LÆKNAblaðið 2012/98 527
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.