Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 46
UMFJOLLUN O G GREINAR Heilsa kvenna Við góða Iteilsu? Konur og heilbrigði í nútímasamfélagi er titill bókar sem kom út nú í september og hefur að geyma 15 fræðilega kafla um heilsufar kvenna. Rit- stjórar bókarinnar eru Helga Gottfreðs- dóttir og Herdís Sveinsdóttir en ritstjóri tilnefndur af Háskólaútgáfunni var Ólöf Sigurðardóttir. Læknablaðið kynnti sér bókina og ræddi við ritstjórana. Aldarafmæli Háskóla Islands var hvati að útgáfu bókarinnar segja ritstjórarnir: „Þörfin fyrir bók af þessu tagi var löngu ljós og okkar hlutverk var að virkja kon- ur sem stundað hafa rannsóknir á heilsu kvenna til að skrifa greinar sem hægt væri að gefa út í einni bók. En hugmyndafræðin að baki bókinni hefur verið til staðar allt frá því að kennsla í ljósmóðurfræðum hófst við Háskóla íslands 1995. Þá var strax haldið námskeið um heilbrigði kvenna. í fyrstu námslýsingu sagði að námskeiðið miðaði að því að nemendur yrðu „meðvit- aðir um sálræna, félagslega, umhverfis- og líffræðilega þætti sem hafa áhrif á heil- brigði kvenna". Jafnframt að þeir gerðu sér „grein fyrir áhrifum pólitískrar stefnumót- unar á heilbrigði kvenna". Þetta námskeið er hið eina sinnar tegundar innan Há- skóla íslands og má segja að það sem þar er lögð áhersla á endurspeglist í þessari bók. Þannig var upphaflegt markmið með bókinni að fjalla um hvernig líffræðilegir þættir, umhverfi, samfélag og menn- ing móta viðhorf fólks til heilsufars og sjúkdóma. Jafnframt hvernig staðið hefur verið að rannsóknum á heilbrigði kvenna og hvert fortíðin hefur leitt okkur. í öllum köflum bókarinnar er þetta markmið haft að leiðarljósi, þótt á mismunandi máta sé." Efni bókarinnar skiptist í fjóra hluta: Blæðingar og ímynd kvenna, Barneignir og heilsa, Samfélagsgerð og heilsa og Einkenni og sjúkdómar. Þær Helga og Herdís segja að vinna við bókina hafi staðið í tvö ár. „Bókinni er ætlað að nýtast til kennslu á háskólastigi en einnig vonumst við til að almenningur hafi gagn af henni enda eru kaflarnir flest- ir mjög aðgengilegir þó hvergi hafi verið slegið af kröfum um fræðileg vinnubrögð. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra ritar formála og segir þar meðal annars: „Sú bók sem hér birtist á vonandi eftir að vekja miklar og frjóar umræður um heil- í víðu samheng brigði kvenna, afstöðu til kvenlíkamans og kyngreindar rannsóknir á heilbrigðis- sviði enda kemur hún víða við. Hér spinna konur úr sálfræði, félagsfræði, ljósmóður- fræði, hjúkrunar- og læknisfræði þræði í vef sem gefur okkur breiða mynd af því sem vel er gert sem og áhyggjuefnum. Eðlilega fær kynheilbrigði kvenna, allt frá getnaðarvörnum og meðgönguvernd til ófrjósemi, staðgöngumæðrunar og breyt- ingaskeiðsins mikið rými. Þá koma áföll, geðsjúkdómar, vefjagigt, hjartasjúkdómar og lungnateppa við sögu en einnig hvaða áhrif félagsleg staða hefur á heilsufar kvenna. Rætt er hvert stefnir hvað varðar umönnun ungra sem aldinna í samfélagi þar sem hún er enn að mestu í höndum kvenna. Gömlu fólki mun fjölga mikið á næstu árum hér á landi eins og annars staðar. Hver á að annast það og hvaða áhrif mun þörf fyrir vaxandi þjónustu hafa á aðstæður kvenna og jafnrétti kynjanna? Þá fær útlitsdýrkunin sinn skammt en hún segir okkur mikið um það hvað sumar konur eru tilbúnar að gera við líkama sinn til að uppfylla „kröfur" um „æskilegt" út- lit. Þar leika markaðsöflin lausum hala og beita öllum brögðum til að auka óánægju kvenna með eigin líkama og veikja sjálfs- mynd þeirra." Rannsóknir á körlum Aðspurð um hvort heilsufar kvenna kalli á sérstaka umfjöllun frekar en umfjöllun um heilsufar fólks almennt, segir Helga: „Rannsóknir á stórum sjúkdómahópum grundvallast að miklu leyti á körlum og gefur kannski ekki rétta mynd af heilsu- fari kvenna. í því sambandi má nefna kafla í bókinni eftir Þórdísi Jónu Hrafnkelsdótt- ur, „Konur og hjartasjúkdómar: goðsögnin um hjartasjúkdóma sem karlaveiki" er fjallað um konur og hjartasjúkdóma, en þeir hafa verið álitnir karlasjúkdómar fyrst og fremst. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að algengasta dánarorsök kvenna er hjartasjúkdómar, svo þetta styður það að nauðsynlegt er að rannsaka heilsufar kvenna sérstaklega." í kafla Þórdísar Jónu kemur meðal annars fram að „markvisst er unnið að því að auka vitund almennings og fagfólks um hjarta- og æðasjúkdóma kvenna, en hlutfall þeirra í rannsóknum á sjúkdóm- unum er oft mjög lágt, eða 0-25%, og á það sér skýringar í þröngsýni vísindamanna og líffræðilegum mun kynjanna. Leiðbein- ingar um meðferð þessara sjúkdóma hjá konum hvíla því á veikari vísindalegum grunni en hjá körlum." Herdís nefnir að árið 1993 hafi Banda- ríska heilbrigðisstofnunin ákveðið að setja reglur um að styrkja ekki rannsóknir nema tryggt væri að meðal þátttakenda væri nægilegur fjöldi karla og kvenna til að niðurstöður gæfu rétta mynd. „Þetta á ekki bara við um hjartasjúkdóma heldur líka aðra stóra sjúkdómaflokka einsog geðsjúkdóma en þeir birtast með talsvert öðrum hætti hjá konum en körlum." Ástralski sálfræðingurinn Jane M. Us- her, sem heimsþekkt er fyrir bækur sínar um geðsjúkdóma kvenna, skrifar kafla í bókina sem nefnist „Geðveiki kvenna: goðsagnir og veruleiki". I kaflanum er fjallað á gagnrýninn hátt um líf- og læknisfræðilegar, félags- og menningar- fræðilegar og sálfræðilegar rannsóknir á þunglyndi kvenna, en faraldsfræðilegar rannsóknir sýna endurtekið að hlutfalls- lega fleiri konur en karlar finna fyrir þunglyndi. Helga vitnar í inngang Kristínar Ást- geirsdóttur þar sem fram kemur að konur eru í meirihluta meðal öryrkja á Islandi en Kristín telur að kynjamun hvað varðar heilbrigði hafi alls ekki verið gefinn nægi- legur gaumur. Þær taka undir þetta og Helga vísar í kafla Þóru Jennýjar Gunnars- dóttur: „Álag á álag ofan: reynsla kvenna með vefjagigt" en þar er stór hópur kvenna með sjúkdóm sem verið hefur að miklu leyti falinn hingað til. „Sjúkdómar og sjúkdómaflokkar eiga misvel upp á pallborðið í umræðunni og það á bæði við um stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfs- fólk. í þessu samhengi má einnig nefna kafla Helgu Jónsdóttur og Rósu Jóns- dóttur, „Konur og langvinna lungnateppa: Þögull faraldur" en þar kemur fram að konur með langvinna lungnateppu er hratt vaxandi skjólstæðingahópur heilbrigðis- þjónustunnar víðs vegar um heiminn. „Þær nota þjónustuna meira en karlar þótt sjúkdómurinn sé síður greindur hjá þeim. Margt bendir til þess að líkami kvenna þoli reykingar verr en líkami karla, auk þess sem konum tekst síður að hætta að reykja." 550 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.