Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 21
RANNSÓKN Tafla II. Beinþéttni (g/cm2), magn fitu (kg) og mjúkvefjar hjá lystarstolshópi og samanburðarhópi. Lystarstolshópur (n=40) Samanburðarhópur (n=58) Munur (%> Beinþéttni lendhryggur T-gildi 0,903 ±0,125 -1,3 ±1,2 1,066 ±0,124 0,0 ± 1,0 15,3* Beinþéttni lærleggsháls T-gildi 0,721 ± 0,091 -1,1 ±0,8 0,874 ±0,113 0,0 ± 1,0 17,5* Beinþéttni nærendi lærleggs T-gildi 0,805 ±0,101 -1,1 ±0,8 0,967 ±0,111 0,0 ± 1,0 16,8* Heildarbeinþéttni beinagrindar 1,065 ± 0,084a 1,135 ±0,082 6,2* Magn fitu 11,22 ± 4,91a 23,61 ± 10,06 52,5* Magn mjúkvefjar 36,87 ±5,01a 45,63 ± 5,70 19,2* Gögn eru sett fram sem meðaltal ± staðalfrávik. *p<0,001, an=33. notast við SPSS 17.0 (IBM, Armonk, New York, Bandaríkjunum) og miðað var við tölfræðilega marktækni við p<0,05. Niðurstöður Alls fundust 63 einstaklingar sem höfðu leitað sér meðferðar hjá átröskunarteymi Landspítala og farið í beinþéttnimælingu, en 40 einstaklingar uppfylltu þátttökuskilyrði rannsóknarinnar. Astæð- ur þess að einstaklingar voru útilokaðir voru að 8 höfðu fengið greiningu á annarri átröskun en lystarstoli, 8 voru eldri en 40 ára við beinþéttnimælinguna, þrír voru yngri en 18 ára og fjórir voru útilokaðar af öðrum ástæðum (vegna beinaukandi lyfja, fíkniefna- notkunar, lystarstolsgreining talin óréttmæt og að gögn fundust ekki). Beinþéttnimælingarnar voru framkvæmdar á árunum 2001 til 2010. Ríflega helmingur rannsóknarhóps (n=23) var með LÞS £17,5 við beinþéttnimælingu og uppfyllti því þyngdarviðmið fyrir lystarstol samkvæmt greiningarskilmerkjum ICD-10. Sex einstak- lingar höfðu LÞS 17,6-18,4 og 11 voru í kjörþyngd með LÞS 18,6- 25,2. Við söfnun gagna fengust ekki alltaf allar breytur. í einu tilviki fannst ekki spurningalisti, stundum höfðu ekki fengist svör við öllum spurningunum og upplýsingar um breytur tengdar lystar- stoli fundust ekki alltaf í sjúkraskrám. Hjá lystarstolshópnum hafði ekki alltaf verið gerð mæling fyrir allan líkamann með mælingu á heildarbeinþéttni, auk fitu- og mjúkvefjamagns (n=33). Sanmnburöur lystarstolshóps og viðmiöunarhóps Konurnar í lystarstolshópnum voru yngri en samanburðarhóp- urinn og tóku frekar lýsi og/eða vítamín og kalktöflur, og aðeins 23% þeirra voru með reglulegar blæðingar þegar beinþéttnimæl- ingin var gerð (tafla I). Önnur 23% lystarstolssjúklinga tóku p-pill- una og óvíst hversu stór hluti þeirra var með reglulegar blæðing- ar en þriðjungur þeirra var með LÞS yfir 17,5. Hlutfallslega fleiri í lystarstolshópnum höfðu beinbrotnað en munurinn var ekki marktækur. Þær voru marktækt léttari en samanburðarhópurinn en jafnháar (tafla I). Miðgildi aldurs við upphaf veikinda var 16 ár (spönn 10-31 ár) og hafði átröskunin staðið í 5 (1-19) ár. Minnsta skráða þyngd í veikindum var 41 (27-58) kg og mesta þyngd 56 (45-100) kg. Lystarstolshópurinn var með marktækt lægri beinþéttni en samanburðarhópur (tafla II). í lendhrygg og mjöðm var 15,3- 17,5% munur á beinþéttni milli hópanna og 6,2% munur á heildarbeinþéttni beinagrindar (p<0,001). Þegar leiðrétt var fyrir þyngd minnkaði munurinn á beinþéttni milli hópanna. Eftir leiðréttinguna var munurinn á beinþéttni í lærleggshálsi 9,0% (p=0,004), nærenda lærleggs 9,9% (p=0,001) og ekki var lengur marktækur munur á beinþéttni í lendhrygg og heildarbeinþéttni. Meðal kvenna með lystarstol var hátt hlutfall með beinrýrnun eða beinþynningu í lendhrygg, lærleggshálsi og/eða nærenda lær- leggs. Aðeins 30% kvennanna í lystarstolshópnum höfðu eðlilega beinþéttni á öllum þremur beinsvæðunum samkvæmt skilgrein- ingu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, 55% höfðu beinrýrnun eða beinþéttni 1,0-2,5 staðalfrávikum (T-gildi) neðan meðaltals ungra kvenna, og 15% höfðu beinþynningu eða beinþéttni meira en 2,5 staðalfrávikum neðan meðaltals ungra kvenna. í samanburðar- hópnum voru 74,1% kvenna með eðlilega beinþéttni og engin hafði beinþynningu (mynd 1). Fylgni þyngdar við beinþéttni fannst hjá báðum hópum og virtist samfelld yfir þyngdarskalann (mynd 2). Fylgni mjúkvefja- magns við beinþéttni sýndi svipaðar niðurstöður, en ekki var fylgni milli fitumagns og beinþéttni. Mynd 1. Hlutfal! beinþynningar (T-gildi s-2,5), beinrýrnunar (T- gildi <-1,0 og >-2,5) og eðlilegrar beinþéttni lijá lystarstolshópi og samanburðarhópi. Lystarstolshópur Samanburðarhópur W 26 V 74% w Eðlileg beinþéttni Beinþynning Beinrýrnun LÆKNAblaðið 2012/98 525
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.