Læknablaðið - 15.10.2012, Page 21
RANNSÓKN
Tafla II. Beinþéttni (g/cm2), magn fitu (kg) og mjúkvefjar hjá lystarstolshópi og
samanburðarhópi.
Lystarstolshópur (n=40) Samanburðarhópur (n=58) Munur (%>
Beinþéttni lendhryggur T-gildi 0,903 ±0,125 -1,3 ±1,2 1,066 ±0,124 0,0 ± 1,0 15,3*
Beinþéttni lærleggsháls T-gildi 0,721 ± 0,091 -1,1 ±0,8 0,874 ±0,113 0,0 ± 1,0 17,5*
Beinþéttni nærendi lærleggs T-gildi 0,805 ±0,101 -1,1 ±0,8 0,967 ±0,111 0,0 ± 1,0 16,8*
Heildarbeinþéttni beinagrindar 1,065 ± 0,084a 1,135 ±0,082 6,2*
Magn fitu 11,22 ± 4,91a 23,61 ± 10,06 52,5*
Magn mjúkvefjar 36,87 ±5,01a 45,63 ± 5,70 19,2*
Gögn eru sett fram sem meðaltal ± staðalfrávik. *p<0,001, an=33.
notast við SPSS 17.0 (IBM, Armonk, New York, Bandaríkjunum) og
miðað var við tölfræðilega marktækni við p<0,05.
Niðurstöður
Alls fundust 63 einstaklingar sem höfðu leitað sér meðferðar hjá
átröskunarteymi Landspítala og farið í beinþéttnimælingu, en 40
einstaklingar uppfylltu þátttökuskilyrði rannsóknarinnar. Astæð-
ur þess að einstaklingar voru útilokaðir voru að 8 höfðu fengið
greiningu á annarri átröskun en lystarstoli, 8 voru eldri en 40 ára
við beinþéttnimælinguna, þrír voru yngri en 18 ára og fjórir voru
útilokaðar af öðrum ástæðum (vegna beinaukandi lyfja, fíkniefna-
notkunar, lystarstolsgreining talin óréttmæt og að gögn fundust
ekki). Beinþéttnimælingarnar voru framkvæmdar á árunum 2001
til 2010. Ríflega helmingur rannsóknarhóps (n=23) var með LÞS
£17,5 við beinþéttnimælingu og uppfyllti því þyngdarviðmið fyrir
lystarstol samkvæmt greiningarskilmerkjum ICD-10. Sex einstak-
lingar höfðu LÞS 17,6-18,4 og 11 voru í kjörþyngd með LÞS 18,6-
25,2.
Við söfnun gagna fengust ekki alltaf allar breytur. í einu tilviki
fannst ekki spurningalisti, stundum höfðu ekki fengist svör við
öllum spurningunum og upplýsingar um breytur tengdar lystar-
stoli fundust ekki alltaf í sjúkraskrám. Hjá lystarstolshópnum hafði
ekki alltaf verið gerð mæling fyrir allan líkamann með mælingu á
heildarbeinþéttni, auk fitu- og mjúkvefjamagns (n=33).
Sanmnburöur lystarstolshóps og viðmiöunarhóps
Konurnar í lystarstolshópnum voru yngri en samanburðarhóp-
urinn og tóku frekar lýsi og/eða vítamín og kalktöflur, og aðeins
23% þeirra voru með reglulegar blæðingar þegar beinþéttnimæl-
ingin var gerð (tafla I). Önnur 23% lystarstolssjúklinga tóku p-pill-
una og óvíst hversu stór hluti þeirra var með reglulegar blæðing-
ar en þriðjungur þeirra var með LÞS yfir 17,5. Hlutfallslega fleiri
í lystarstolshópnum höfðu beinbrotnað en munurinn var ekki
marktækur. Þær voru marktækt léttari en samanburðarhópurinn
en jafnháar (tafla I). Miðgildi aldurs við upphaf veikinda var 16 ár
(spönn 10-31 ár) og hafði átröskunin staðið í 5 (1-19) ár. Minnsta
skráða þyngd í veikindum var 41 (27-58) kg og mesta þyngd 56
(45-100) kg.
Lystarstolshópurinn var með marktækt lægri beinþéttni en
samanburðarhópur (tafla II). í lendhrygg og mjöðm var 15,3-
17,5% munur á beinþéttni milli hópanna og 6,2% munur á
heildarbeinþéttni beinagrindar (p<0,001). Þegar leiðrétt var fyrir
þyngd minnkaði munurinn á beinþéttni milli hópanna. Eftir
leiðréttinguna var munurinn á beinþéttni í lærleggshálsi 9,0%
(p=0,004), nærenda lærleggs 9,9% (p=0,001) og ekki var lengur
marktækur munur á beinþéttni í lendhrygg og heildarbeinþéttni.
Meðal kvenna með lystarstol var hátt hlutfall með beinrýrnun
eða beinþynningu í lendhrygg, lærleggshálsi og/eða nærenda lær-
leggs. Aðeins 30% kvennanna í lystarstolshópnum höfðu eðlilega
beinþéttni á öllum þremur beinsvæðunum samkvæmt skilgrein-
ingu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, 55% höfðu beinrýrnun eða
beinþéttni 1,0-2,5 staðalfrávikum (T-gildi) neðan meðaltals ungra
kvenna, og 15% höfðu beinþynningu eða beinþéttni meira en 2,5
staðalfrávikum neðan meðaltals ungra kvenna. í samanburðar-
hópnum voru 74,1% kvenna með eðlilega beinþéttni og engin hafði
beinþynningu (mynd 1).
Fylgni þyngdar við beinþéttni fannst hjá báðum hópum og
virtist samfelld yfir þyngdarskalann (mynd 2). Fylgni mjúkvefja-
magns við beinþéttni sýndi svipaðar niðurstöður, en ekki var
fylgni milli fitumagns og beinþéttni.
Mynd 1. Hlutfal! beinþynningar
(T-gildi s-2,5), beinrýrnunar (T-
gildi <-1,0 og >-2,5) og eðlilegrar
beinþéttni lijá lystarstolshópi og
samanburðarhópi.
Lystarstolshópur
Samanburðarhópur
W 26 V 74%
w
Eðlileg beinþéttni
Beinþynning
Beinrýrnun
LÆKNAblaðið 2012/98 525