Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 43
Hún kvaðst dauðvona og tók loforð af heimilis- fólkinu að brenna allar eigur hennar eftir dauða hennar. Eftir dauða Þórgunnu hélt Þuríður eftir sængurfötum hennar og ekki er að sökum að spyrja, sauðamaður missir vitið og finnst dauður í rúmi sínu einn morguninn og gengur aftur. Á jóla- föstu eru sex heimilismenn dauðir og allir ganga aftur. Áður en yfir lýkur eru draugarnir orðnir 12 og fylgja þeim alls kyns undur og skelfingar. Tekur ekki fyrir draugaganginn fyrr en Snorri goði ræður heimilisfólkinu að brenna allar fórur Þór- gunnu og fenginn er prestur til að stökkva vígðu vatni á híbýlin. Þá vitnar Holck til viðskipta Grettis við hinn sænska Glám í Grettissögu. Glámur deyr á dular- fullan hátt, verður blásvartur og þrútinn á kropp- inn, gengur þannig aftur og veldur miklum usla. Grettir réð niðurlögum hans en gekk svo nærri sér að hann var ekki samur maður eftir og þjáðist af sjúklegri myrkfælni það sem eftir var ævinnar. Holck dregur þær ályktanir af lýsingum á útliti og hegðun persónanna í frásögnunum að hér sé um lúsaflekkusótt að ræða, sem lýsir sér í blóð- flekkjum þar sem æðaveggir í húð og líffærum rofna. Einnig hafi sjúkdómurinn áhrif á mið- taugakerfið og geti valdið óráði. Þetta útskýri blá- svart litaraft og vitstola hegðun. Smitleiðin er með fatalús og gat smitast hratt á milli manna ef búið var þröngt og hreinlæti ábótavant. Dánartíðni er um 50%. Holck lýkur grein sinni með þeim orðum að það sé freistandi að draga þá ályktun af þessum lýsingum að á Islandi hafi komið upp faraldur af lúsaflekkusótt árið 1000, en Eyrbyggja tiltekur nákvæmlega hvenær Fróðárundrin gerast. Þetta sé því hugsanlega fyrsta lýsingin á lúsaflekkusótt sem fyrirfinnst í sögu læknisfræðinnar þó vissu- lega geti sjúkdómseinkennin einnig átt við aðra smitsjúkdóma. Til fróðleiks má geta þess að Hafsteinn Sæ- mundsson læknir hefur sett fram þá tilgátu að dauðsföll og ofskynjanir heimilisfólksins á Fróðá hafi stafað af sjúkdómnum ergotismus sem er eiturverkun er hagar sér með svipuðum hætti og lýst er í Eyrbyggju. Heimildir 1. Nyttingnes O. Beltefri psykiatri pá Island. Tidsskr Nor Legeforen 2011; 131; 1316-8. 2. Holck P. Flekktyfus pá sagatidens Island? Tidsskr Nor Legeforen 2011; 131; 2504-6. 3. Sæmundsson H. Lesbók Morgunblaðsins 1993; 13. mars: 10. Vísinda- og þróunarstyrkir Haustúthlutun 2012 Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) úthlutar styrkjum til vísinda- og þróunarverkefna á sviði heilsugæslu tvisvar á ári. Sjóðurinn veitir einnig sérstaka starfsstyrki til slíkrar vinnu. Umsóknir um haustúthlutun 2012 þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. október næst- komandi og ber að skila rafrænt á þar til gerðum eyðublöðum til Margrétar Aðal- steinsdóttur fmaaaa@lis.is), hjá Læknafélagi (slands, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum eða framgangsskýrslu ef um endurum- sókn sama verkefnis er að ræða. Starfsstyrkir geta verið allt frá einum til 12 mánaða í senn. Upphæð styrks mið- ast við fasta upphæð sem svarar til dagvinnulauna styrkþega og er þá tekið mið af menntun og starfsaldri, þó aldrei hærri en sem svarar dagvinnulaunum yfirlæknis í heilsugæslu. Sé styrkþegi starfandi á heilbrigðisstofnun innan heilsugæslunnar leggur stjórn Vísindasjóðsins til að styrkurinn verði greiddur beint til þeirrar stofn- unar. Á móti komi að forsvarsmenn stofnunarinnar sjái til þess að styrkþegi haldi áfram starfi sínu, óbreyttum launum og réttindum, en fái jafnframt tíma til að sinna rannsóknarstörfum á dagvinnutíma. Við mat á umsóknum er lögð áhersla á að rannsóknarverkefnið sé á for- sendum heilsugæslunnar. Sé um vísindaverkefni að ræða er einnig lögð áhersla á tengsl rannsakenda við heimilislæknisfræði Háskóla (slands eða aðra akademíska háskólastofnun í heimilislækningum. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ágúst Sigurösson (iohsia@hi.is1 Stjórn Visindasjóös FÍH Öldungadeildarfundir haustið 2012 3. október Jónas Elíasson, prófessor emeritus „Hættan af gosum og flóðum úr Mýrdals og Eyjafjallajökli." 7. nóvember Sveinn Einarsson, fyrrv. þjóðleikhússtjóri „Hver drap Guðmund Karnban?" 5. desember Friðþór Eydal „Herspítalar á íslandi í síðari heimsstyrjöldinni" 12. desember AÐVENTUFAGNAÐUR í Iðnó. Jldungadeild A-—' Laeknafélags fslands LÆKNAblaðið 2012/98 547
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.