Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Sjónskerðing og blinda Reykvíkinga 50 ára og eldri Reykj avíkuraugnrannsóknin Elín Gunnlaugsdóttir12, læknir, Ársæll Már Arnarsson13, lífeðlisfræðingur, Friðbert Jónasson12, læknir ÁGRIP Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi, 5 ára nýgengi og orsakir sjónskerðingar og blindu miðaldra og eldri Reykvík- inga. Efniviður og aðferðir: Þátt tóku 1045 einstaklingar sem allir voru 50 ára eða eldri og valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þátttakendur gengust undir nákvæma augnskoðun árið 1996 og 5 árum síðar var hún endurtekin hjá 846 sem þá voru á lífi. Sjónskerðing var skilgreind samkvæmt flokkun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem besta-sjónskerpa (með sjónglerjum ef þörf var á) á bilinu 3/60 til <6/18 eða sjónsvið sem nemur a5° en <10° umhverfis miðjupunkt. Sjónskerpa sem nemur minna en 3/60 telst til blindu. Könnuð var orsök sjóntapsins i öllum augum sem reyndust vera sjónskert eða blind. Niðurstöður: Algengi sjónskerðingar var 1,0% (95% öryggismörk 0,4-1,6) og blindu 0,6% (95% öryggismörk 0,1-1,0). Fimm ára nýgengi sjónskerð- ingar var 1,1% (95% öryggismörk 0,4-1,8) og blindu 0,4% (95% öryggis- mörk 0,0-0,8). Algengi sjónskerðingar meðal 60-69 ára þátttakenda var 0,6% en jókst upp i 7,9% þegar skoðaðir voru þátttakendur sem voru orðnir áttræðir eða eldri. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum var helsta orsök sjóntaps, bæði við upphafs- og eftirfylgdarskoðun. Skýmyndun á augasteini var aðalorsök vægari sjónskerðingar. Helstu orsakir sjóntaps sem einskorðaðist við aðeins eitt auga voru latt auga og skýmyndun á augasteini. Ályktun: Algengi og 5 ára nýgengi sjónskerðingar og blindu eykst með aldri. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum var helsta orsök alvarlegs sjón- taps en skýmyndun á augasteini var algeng orsök vægari sjónskerðingar. Tímaritið Acta Ophthalmologica hefur gefið leyfi sitt fyrir tvíbirtingu þessa efnis. Það var birt áður í tveimur greinum: Gunnlaugsdottir E, Arnarsson A, Jonasson F. Prevalence and causes of visual impairment and blindness in lcelanders aged 50 years and older: the Reykjavík Eye Study. Acta Ophthalmol 2008; 86: 778-85. Gunnlaugsdottir E, Arnarsson A, Jonasson F. Five-year incidence of visual impairment and blindness in older lcelanders: the Reykjavík Eye Study. Acta Ophthalmol 2010; 88; 358-66. ’Augndeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla íslands, ^tilraunastofu í taugavísindum, Háskólanum á Akureyri. Fyrirspurnir: Elín Gunnlaugsdóttir elingun@gmail. com Greinin barst 26. nóvember 2012, samþykkt til birtingar 30. janúar 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Um 1950 áætlaði Guðmundur Björnsson augnlæknir að um tíundi hver einstaklingur á aldrinum 80-85 ára og að minnsta kosti fjórði hver maður yfir níræðu væri blindur.1 Samkvæmt því var algengi blindu á íslandi mun hærra en tíðkaðist í Evrópu og Norður-Ameríku. Á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar og fyrri hluta þess níunda fóru fram tvær rannsóknir á augnhag Islendinga. I Augnrannsókn Borgarness2 sem fór fram 1976-1978 rannsakaði Guðmundur Björnsson augn- læknir um 60% bæjarbúa 40 ára og eldri og á árunum 1980 til 1984 ferðaðist Friðbert Jónasson augnlæknir um Austfirði og skoðaði yfir 80% íbúa 43 ára og eldri á Eski- firði, Reyðarfirði og í Neskaupstað.3 Algengi blindu í þessum hópum var áætlað 2% í báðum rannsóknunum. Næsta faraldsfræðilega rannsókn á augnhag íslendinga var Reykjavíkuraugnrannsóknin sem hófst árið 1996. Islendingar eru langlífir og meðallífslíkur okkar við fæðingu eru 81,5 ár.J Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Islands5 fjölgaði íslendingum, 50 ára og eldri, um 50% frá 1996 til 2012 og vitað er að með hækkandi aldri eykst algengi augnsjúkdóma.6'8 Blinda er lokastig margra augnsjúkdóma og ætla má að sjónskertum og blindum Islendingum fari fjölgandi og þörfin fyrir augnþjónustu og almenna aðhlynningu muni aukast í samræmi við það. Alvarlegt sjóntap eykur hættuna á beinbrotum9 og kostnaður sjúkratrygginga vegna sjón- skertra einstaklinga er hærri en vegna þeirra sem ekki eru sjónskertir. Áætlað hefur verið að um 90% sjúkra- tryggingakostnaðar sjónskertra sé ekki vegna augn- þjónustu heldur annarra vandamála.10 Tilgangur þessa hluta Reykjavíkuraugnrannsóknar- innar var að afla upplýsinga um sjónskerpu miðaldra og eldri íslendinga og kanna hvaða sjúkdómar liggja að baki alvarlegri sjónskerðingu og blindu. Hlutar af niðurstöðum rannsóknarinnar hafa birst áður.12'13 Meg- inniðurstöðurnar úr þeim greinum eru dregnar fram hér því upplýsingar af þessu tagi eru mikilvægar þegar skipuleggja skal forvarnir og áætla hversu umfangs- mikla heilbrigðisþjónustu þessir einstaklingar koma til með að þurfa. Efniviður og aðferðir Reykjavíkuraugnrannsóknin fór fram í september og október 1996. Fimm árum síðar, í september og október árið 2001, voru þátttakendur sem enn voru á lífi kall- aðir í eftirfylgdarskoðun. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá yfir Reykvíkinga 50 ára og eldri og samanstóð úrtakið af 6,4% þýðisins fyrir hvert fæðingarár og bæði kyn. Af þeim 1635 sem safnað var, náðist til 1379 og völdu 1045 að taka þátt í rannsókninni árið 1996. Við eftirfylgd árið 2001 höfðu 86 einstaklingar látist (8,2%) og 846 (88,2%) eftirlifendur kusu að taka þátt. Allir þátttakendur gengust undir augnskoðun LÆKNAblaðið 2013/99 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.