Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 37
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Boltinn er hjá ráðherra
og þjóðminjaverði
Seltjarnarnesbær hefur gegnt lykilhlut-
verki í uppbyggingu Lækningaminja-
safns frá upphafi enda var það ósk Jóns
Steffensen að það risi þar. Nú er sýnt að
breyting verður á og af því tilefni spjallaði
blaðamaður við Ásgerði Halldórsdóttur
bæjarstjóra.
„Núverandi samningur um Lækninga-
minjasafnið rann út þann 31. desember
2012. Meirihluti bæjarstjórnar tók þá
ákvöröun, sem helgast af þróun og stöðu
málsins, að standa ekki að endurnýjun
gildandi samnings um rekstur safnsins, og
því mun bærinn ekki bera ábyrgð á rekstri
þess frá framangreindum tíma. Þessi
ákvörðun er ekki biðleikur af hálfu bæjar-
stjórnar heldur lokapunktur.
Fram að hruni horfði málið öðruvísi
við fólki. Þá voru bjartir tímar á íslandi
er síðar reyndust tálsýn. Hrunið skapaði
mikla erfiðleika í rekstri bæjarfélagsins og
fjárhagsstaðan þrengdist svo um munaði.
Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar
telur rekstur safnsins eiga að vera á hendi
mennta- og menningarmálaráðuneytisins,
enda er þetta ábyrgðarsafn í þágu þjóðar-
innar allrar. Rekstrarframlag ráðuneytisins
sem tilgreint er í samningnum
mun aðeins duga fyrir litlum
hluta þess heildarkostnaðar
sem fyrirsjáanlegur er við
rekstur jafn sérhæfðs safns og
Lækningaminjasafn er og af
þeirri stærðargráðu sem hér
um ræðir. Kostnaður umfram
þetta framlag myndi að öllu
óbreyttu falla á Seltjarnar-
nesbæ.
Náðst hefur samkomulag
um samráð og samstarf við mennta- og
menningarmálaráðuneytið um að flytja
ábyrgðina af rekstri safnsins yfir á ráðu-
neytið, og hefur bærinn óskað eftir fundi
með ráðuneytinu til að kanna hvort finna
megi byggingunni við Nesstofu verðugt
hlutverk, áður en framkvæmdum er haldið
áfram og lokið. I framhaldi af þessum við-
ræðum verður tekin ákvörðun um hvort
gerður verður nýr samningur milli aðila
um málið, til dæmis um skiptingu kostn-
aðar vegna framkvæmda sem taldar yrðu
nauðsynlegar.
Húsið að Bygggörðum 7 er geymsluhús-
næði fyrir muni safnsins. Anna Þorbjörg
Frá skrifslofu Ásgerðar bæjarsljóra á Seltjarnarnesi erfrábært útsýni og
líka þessi gamla fallega mynd af Nesstofu.
Þorgrímsdóttir hefur unnið frábært starf
við skráningu þeirra. Við höfum verið í
viðræðum við ráðuneytið um málið frá
því 2009 um breytt afnot af húsinu en við
höfum óskað eftir fundi með ráðherra, sem
enn hefur ekki verið hægt að verða við
vegna annríkis í ráðuneytinu. Boltinn er nú
hjá ráðherra og þjóðminjaverði.
Það hvílir þungt á fulltrúum í
bæjarstjórn, nú þegar við sjáum fram
á að ekkert verði af fyrri áformum um
nýbyggingu safnsins, að vel takist til um
lyktir málsins í heild. Munum við með
hagsmuni bæjarbúa Seltjarnarness fyrst og
fremst að leiðarljósi leggja okkur fram um
að svo megi verða."
Höfum sýnt skilning
Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags
Islands og þar með jafnframt fulltrúi þeirra
sem falið var að hafa umsjón með arfi Jóns
Steffensen, sem var upphafið að uppbygg-
ingu lækningaminjasafns á Islandi. Félagið
hefur frá upphafi átt tvo fulltrúa af 5 í stjórn
safnsins.
„Við höfum haft mikinn skilning á því
síðastliðin ár að þeir sem hafa staðið að upp-
byggingu safnsins, það er Seltjarnarnesbær,
hafa haft minna fé á milli handanna en í
upphafi var búist við. Við sjáum fram á að ef
bærinn dregur sig endanlega útúr samstarf-
inu og uppúr því slitnar muni bærinn greiða
þeim aðilum sem lögðu fé til uppbyggingar
safnsins, ríkinu og læknafélögunum, til
baka sitt framlag. Læknafélögin lögðu á
sínum tíma til 50 milljónir sem eru eflaust
nær því að vera 80 milljónir á núvirði.
Það sem næst liggur fyrir er að fá fund
með ráðherra og að heyra viðhorf hans til
safnsins. Formlega séð er safnið ekki lengur
til, stjórnin hefur verið leyst frá störfum,
safnvörðurinn sagt upp og safngripirnir eru
komnir í vörslu Þjóðminjasafnsins.
Læknafélagið er fagfélag og stéttarfélag
og hefur ekki bolmagn til þess að leggja
safninu til meira fé. Félagið er ekki heldur
til þess fallið að standa í safnarekstri,
það er ekki hlutverk þess. Hins vegar eru
fjölmargir læknar sem hafa mikinn áhuga
á sögu læknisfræðinnar á Islandi og við
höfum starfandi félag á því sviði. Það vantar
ekki áhugann.
Ég lít svo á að Læknafélagið hafi í raun
gert mjög mikið til að uppfylla óskir Jóns
Steffensen og ekki sé rétt að leggja frekari
fjárhagslegar álögur á félagið.
Ef Bygggarðar verða seldir og munirnir
verða hluti af almennri safneign Þjóðminja-
safnsins þarf að búa svo um hnúta að það
fé sem fæst muni skila sér til þess að hlúa
að lækningaminjum en renni ekki almennt
inn í rekstur Þjóðminjasafnsins. Þarna er
Þorbjörn Jónsson erformaður Læknafélags ís-
lands
um umtalsverða fjármuni að ræða og við
læknar viljum vera þess fullvissir að sá hluti
arfs Jóns Steffensen sem rann til kaupa á
húsnæðinu skili sér til þess sem honum var
ætlað. Það má hugsa sér að nógu mikið fé
fáist til þess að byggja upp lækningaminja-
safn í einhverri mynd, en þá þurfa fleiri að-
ilar að koma að. Ef það verður ofan á getum
við læknar beitt okkur sem áhugaaðilar um
að sögu okkar og minjum verði sýndur
sómi."
LÆKNAblaðið 2013/99 149