Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 35
gjafagerningurinn til varðveislu. Mikil umræða var í framhaldi af þessu um hvernig safninu yrði best fyrir komið og hefur það verið rakið vel í Læknablaðinu. Niðurstaða þess máls var aðkoma Sel- tjarnarnesbæjar sem uppbyggingar- og rekstraraðila. Samstarfssamningur milli Sel- tjarnarnesbæjar, menntamálaráðuneytis, Þjóðminjasafns íslands og Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur um byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn íslands og aðra menningartengda starfsemi var undirritaður 27. september 2007. Hafin var bygging safnhúss á safnasvæði Seltirninga í Nesi eftir verðlaunateikn- ingu Yrki arkitekta frá árinu 1997. Stofn- skrá safnsins var samþykkt árið 2009. Læknafélag Islands og Læknafélag Reykjavíkur lögðu safninu til 50 millj- ónir sem framlag af félagsgjöldum og ríkið gekkst undir skuldbindingar um fjárframlög til safnsins. Seltjarnarnes tók að sér að byggja safnið upp og reka það. Safnið hefur verið til húsa í Bygg- görðum 7, sem ríkið á enn. Við hlið Nesstofu er nýja safnahúsið risið en aðeins fokhelt, svo ljóst er að til frekari uppbyggingar þess mun þurfa umtals- vert fjármagn, samkvæmt matsgerð frá því í júlí síðastliðnum líklega um 300- 400 milljónir króna. Þegar Seltjarnar- nesbær sagði sig frá þessu verkefni, frá og með 1. janúar 2013, tók mennta- og menningarmálaráðuneytið við ábyrgð á safninu að beiðni bæjarins. Þar sem yfirtöku ráðuneytisins bar brátt að taldi ráðuneytið að ekki væri hægt að móta hugmyndir um framtíð og rekstrarform starfseminnar fyrir áramót og greindi frá því í bréfi til bæjarins 14. desember síðastliðinn. Þó var látin í ljós sú fram- tíðarsýn að sýning lækningaminja yrði opnuð með einhverjum hætti síðar. Safnstjóri safnsins sagði upp störfum undir lok desembermánaðar en vinnur að frágangi á munum safnsins á upp- sagnartímanum, stjórn safnsins var leyst frá störfum þann 31. janúar 2013 og munir þess látnir renna til Þjóðminja- safnsins. UMFJÖLLUN O G GREINAR Verður ekki gert metnaðar- eða ástríðulaust Sigurbjörn Sveinsson læknir þekkir mái Lækningaminjasafns íslands öðrum betur. Hann er fyrrverandi formaður Læknafé- lags Islands og hefur setið í stjórn safnsins frá upphafi til ársins 2011 er hann sagði sig úr stjórninni. „Þetta var óvænt uppákoma og ekki auðvelt að lesa í framtíðina. Ég hef óttast það um skeið að ekki væri nógu mikill metnaður fyrir þessu máli af hálfu Seltjarnarnesbæjar en þrátt fyrir að efase- mdir sæktu á mig grunaði mig ekki að bærinn myndi taka svona afdráttarlausa og afgerandi 180 gráðu beygju í málefnum safnsins. Pólitískt séð er þetta sama fólk og ákvað fyrir fáeinum misserum að fara í þessa uppbyggingu. Nesstofa er á Seltjarnarnesi og því verður ekki breytt, rétt eins og síldin var hjá Siglfirðingum og Siglfirðingar hafa lagt mikinn metnað í varðveislu sí- ldarminja og að gera þeim eins hátt undir höfði og þeim er unnt. Lækningaminjar eru ekki síðri þáttur í menningu okkar en síldarminjar. Ef litið er á sögulegan tíma hafa síldveiðar við ísland aðeins verið stundaðar í um 150 ár en lækningaminjar eiga sér talsvert lengri sögu. Það eru því vonbrigði, já sorgarefni, að þetta hafi orðið niðurstaðan. Ég vona að bæjarstjórnin, sú sem nú situr eða sú sem tekur við eftir næstu kosningar, muni sjá nýjan flöt á málunum og möguleika á að ljúka þessu máli og koma lækningaminjasafni á fót. Þetta er ekki bara spurning um að komast út úr efnahagshruninu heldur þarf líka til endurnýjaðan metnað af hálfu sveitarfélagsins. Ég vona að bæjarstjórnin líti á þessa stöðu sem lykkju á leið Seltjarnarnesbæjar til að byggja upp veglegt Lækningamin- jasafn eftir að endurnýjaður hefur verið breyttur samningur við ríkið. Það er eðlilegt að einhver töf verði á málum á meðan tómahljóð er í buddunni hjá ríkinu og ekki vitað hvaða menntamálaráðherra verður við völd í mósku framtíðarinnar. Ef ég væri í þeirri stöðu að geta stýrt þessu máli til framtíðar myndi ég vilja finna metnað hjá íbúum og bæjarstjórn á Seltjarnarnesi til að komast með sæmandi hætti frá þessu máli þannig að það sem lagt var upp með yrði að veruleika. Ríki og Seltjarnarnesbær myndu endurnýja samning sinn með þetta í huga. Hægt væri að endurhugsa safnið og það mætti gera í nýjum samningi. Það er vel hægt að draga úr kostnaði við uppbyggingu og í rekstri, en það yrði hvorki gert metnaðar- né ástríðulaust. Stofnað var til þessa safn af metnaði, ástríðu og eljusemi sem einkenndi Jón Steffensen bæði í rannsóknum hans og öðru. Rannsóknum sem við búum að og eru innlegg í íslandssöguna og frum- kvöðlaverk í líffærafræði, rannsóknum á Skeljastöðum í Þjórsárdal og miklu víðar. Þetta eru grunnrannsóknir bæði í læknis- fræði, fornleifafræði og sagnfræði. Nesstofa hefur verið byggð upp á mjög fallegan hátt á árunum 2006-2007, meðal annars fyrir danskt gjafafé, og þar þarf ekki mikið í viðbót til að gera hana fullbúna, ef til vill eitthvað af dönskum innanstokksmunum. Þessi mennin- garverðmæti eru hluti af sögu lækninga- og ljósmæðrasögunni, því þar var ekki bara Bjarni Pálsson fyrsti landlæknir okkar, heldur var þar einnig starfandi ljósmóðir í tengslum við embættið. Þar var einnig vagga lyfsölu á íslandi. Það væri því óskiljanlegt ef Seltirningar vildu ekki varðveita þessa perlu með sæmd enda trúi ég því ekki að sú verði niðurstaðan." LÆKNAblaðið 2013/99 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.