Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 52
ÖLDUNGADEILD 800 ár frá vígi Hrafns Sveinbjarnarsonar Páll Ásmundsson Hinn 4. mars 2013 eru 800 ár síðan einn mætasti íslendingur sögunnar var tekinn af lífi, Hrafn Sveinbjarnarson goðorðsmaður og læknir. Að því fólskuverki stóð Þorvaldur Snorrason Vatns- firðingur nágrannagoði Hrafns. Uppruni og lýsing Hrafns Hrafn Sveinbjarnarson var fæddur 1166 (?). Hann var af læknum kominn. Atli Höskuldsson langafi hans var í liði Magnúsar góða Noregskonungs er hann barðist við Vindur á Hlýrskógsheiði syðst á Jótlandi árið 1043. Var Atli einn 12 manna er konungur valdi til að binda sár manna eftir bardagann, „en enginn þeirra hafði fyrr sár bundið, en allir þessir urðu hinir mestu læknar." Sonur Atla var Bárður svarti í Selárdal og hans sonur Sveinbjörn faðir Hrafns. „Sveinbjörn var goðorðsmaður og vitur og mikill atferðarmað- ur, læknir góður." Hann bjó að Eyri í Arnarfirði með konu sinni Steinunni Þórðardóttur. Þau áttu fimm börn og var Hrafn hinn yngri tveggja sona. Markús sterki, eldri bróðirinn, var prestvígður en dó þrítugur af slysförum og stóð Hrafn þá til arfs og goðorðs. í Hrafnssögu er hann sagður „mikill maður og réttleitur í andliti, svartur á hárslit." Þá var hann atgervismaður, völundur að hagleik, skáld, læknir sem ýmsir þeir frændur, vel lærður, lög- spakur, vel máli farinn og að öllu fróður. Um hann var sagt eftir að hann tók við búi og goðorði: „Svo var bú Hrafns gagnauðigt að öllum mönnum var þar heimill matur, þeim er til sóttu og erinda sinna fóru hvort sem þeir vildu setið hafa lengur eða skemur. Alla menn lét hann flytja yfir Arnarfjörð, þá er fara vildu. Hann átti og skip á Barðaströnd. Það höfðu allir þeir er þurftu yfir Breiðafjörð. Og af slíkri rausn Hrafns var sem brú væri á hvorumtveggja firðinum fyrir hverjum er fara vildi." Hrafn kvæntist Hallkötlu Einarsdóttur og áttu þau 9 börn. Af þeim er kominn mikill ættbogi. Utanfarir Hrafn fór þrívegis utan. Fyrstu ferðina fór hann líklega vart tví- tugur til Noregs þar sem hann dvaldist veturlangt hjá tignarfólki og var mikils virtur sakir íþrótta. í þessari för heimsótti hann Orkneyjabiskup er sendi Hrafni síðar veglegar gjafir. Næsta ferð og hans lengsta var farin til að efna heit á dýrlinginn Tómas Becket sem heitið var á við rostungsveiði. Fór hann fyrst til Noregs en þaðan til Kantaraborgar og færði dýrlingnum tennur rostungsins. Síðan fór hann til Santiago di Compostela á Spáni (leiðin ekki ljós). Þá hélt hann um norðurströnd Spánar til St. Gilles eða ílansborgar sem sögð er stofnuð af heilögum Egediusi. Þaðan fór Hrafn til Rómar og „fal líf sitt á hendi guðs postulum og öðrum helgum mönnum". Frá Róm hélt hann heimleiðis um Norðurlönd. Þriðju ferðina fór Hrafn sem ráðgjafi og leiðsögumaður með Guð- mundi Arasyni biskupsefni er hann fór til Noregs til vígslu. Lækningar Hrafn nam læknislist af föður sínum sem aftur hafði hana frá afa sínum. Ekkert liggur fyrir um hvernig námi hans var háttað, hvort stuðst var við bækur eða hvort um var að ræða munnlega kennslu og handleiðslu. Handlækningar hafa legið vel fyrir svo handlögnum manni. í ílansborg voru höfuðstöðvar líknar- og lækningareglunnar sem kennd er við Jóhannes skírara og þykja læknisverk Hrafns minna á störf hennar: „Til engis var honum svo títt, hvorki til svefns né til matar, ef sjúkir menn komu á fund hans að ei mundi hann þeim fyrst nokk- ura miskunn veita. Aldrei mat hann fjár lækning sína. Við mörgum mönnum vanheilum og félausum tók hann, þeim er þrotráða voru, og hafði með sér á sínum kostnaði þangað til er þeir voru heilir." Þá þykja lækningar Hrafns minna á læknisfræði Salernóskólans á Ítalíu sem er skammt sunnan Rómaborgar. Gæla menn við þá hugmynd að Hrafn hafi stundað þar nám í suðurför sinni. Altént er líklegt að hann hafi kynnt sér nýjungar í lækningum í ferð sinni. 0ldungadeild Læknafélaas íslands Stjórn Öldungadeildar: Öldungaráð Umsjón siðu: Páll Ásmundsson Sigurður E. Þorvaldsson formaður, Jón Hilmar Hörður Þorleifsson, Jóhann Gunnar Alfreðsson ritari, Tryggvi Ásmundsson gjaldkeri, Þorbergsson, Höskuldur Baldursson, Kristín Vefsíða: Bjarni Hannesson, Guðmundur Oddsson Guttormsson, Leifur Jónsson, Páll Ásmundsson http://innri.lis.is/oldungadeild-li 164 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.